| Sf. Gutt
Ungliðinn Ki-Jana Hoever varð á dögunum Evrópumeistari með hollenska undir 17 ára landsliðinu. Hann þótti spila mjög vel á mótinu sem fór fram á Írlandi.
Holland vann keppnina með því að vinna 4:2 sigur á Ítalíu í úrslitaleik. Þetta var í fjórða sinn sem Holland verður Evrópumeistari í þessum aldursflokki.
Ki þótti með betri leikmönnum hollenska liðsins og var valinn í úrvalslið keppninnar. Hann skoraði eitt mark í úrslitakeppninni. Ki lék sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool í vetur. Hollendingurinn, sem er miðvörður, þykir með allra efnilegustu leikmönnum Liverpool.
England vann keppnina í fyrra og þá voru þeir Bobby Duncan og Elijah Dixon-Bonner, sem urðu Unglingabikarmeistarar með Liverpool í vor, í liðshópnum.
TIL BAKA
Ki-Jana Hoever Evrópumeistari

Ungliðinn Ki-Jana Hoever varð á dögunum Evrópumeistari með hollenska undir 17 ára landsliðinu. Hann þótti spila mjög vel á mótinu sem fór fram á Írlandi.
Holland vann keppnina með því að vinna 4:2 sigur á Ítalíu í úrslitaleik. Þetta var í fjórða sinn sem Holland verður Evrópumeistari í þessum aldursflokki.
Ki þótti með betri leikmönnum hollenska liðsins og var valinn í úrvalslið keppninnar. Hann skoraði eitt mark í úrslitakeppninni. Ki lék sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool í vetur. Hollendingurinn, sem er miðvörður, þykir með allra efnilegustu leikmönnum Liverpool.
England vann keppnina í fyrra og þá voru þeir Bobby Duncan og Elijah Dixon-Bonner, sem urðu Unglingabikarmeistarar með Liverpool í vor, í liðshópnum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær
Fréttageymslan