| Sf. Gutt
Ungliðinn Ki-Jana Hoever varð á dögunum Evrópumeistari með hollenska undir 17 ára landsliðinu. Hann þótti spila mjög vel á mótinu sem fór fram á Írlandi.
Holland vann keppnina með því að vinna 4:2 sigur á Ítalíu í úrslitaleik. Þetta var í fjórða sinn sem Holland verður Evrópumeistari í þessum aldursflokki.
Ki þótti með betri leikmönnum hollenska liðsins og var valinn í úrvalslið keppninnar. Hann skoraði eitt mark í úrslitakeppninni. Ki lék sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool í vetur. Hollendingurinn, sem er miðvörður, þykir með allra efnilegustu leikmönnum Liverpool.
England vann keppnina í fyrra og þá voru þeir Bobby Duncan og Elijah Dixon-Bonner, sem urðu Unglingabikarmeistarar með Liverpool í vor, í liðshópnum.
TIL BAKA
Ki-Jana Hoever Evrópumeistari

Ungliðinn Ki-Jana Hoever varð á dögunum Evrópumeistari með hollenska undir 17 ára landsliðinu. Hann þótti spila mjög vel á mótinu sem fór fram á Írlandi.
Holland vann keppnina með því að vinna 4:2 sigur á Ítalíu í úrslitaleik. Þetta var í fjórða sinn sem Holland verður Evrópumeistari í þessum aldursflokki.
Ki þótti með betri leikmönnum hollenska liðsins og var valinn í úrvalslið keppninnar. Hann skoraði eitt mark í úrslitakeppninni. Ki lék sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool í vetur. Hollendingurinn, sem er miðvörður, þykir með allra efnilegustu leikmönnum Liverpool.
England vann keppnina í fyrra og þá voru þeir Bobby Duncan og Elijah Dixon-Bonner, sem urðu Unglingabikarmeistarar með Liverpool í vor, í liðshópnum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan