| Sf. Gutt
Níunda tilraun Liverpool til að vinna Evrópubikarinn fer fram í Madríd í kvöld. Tottenham Hotspur stendur í veginum. Englandsorrusta í höfðuðborg Spánar. Eftir hrakfarir í Kiev fyrir ári gefst tækifæri til að vinna Evrópubikarinn í sjötta sinn í sögu Liverpool Football Club. Nú verður það að takast!
Liðin komust í gegnum undanúrslitin á ævintýralegan hátt. Barcelona hafði vænt nesti eftir fyrri leikinn við Liverpool og Ajax stóð vel að vígi eftir vel heppnaða heimsókn til London. En ótrúleg umskipti í seinni leikjunum þýða að hersveitir stuðningsmanna Liverpool og Tottenham mæta til Madrídar til að hvetja liðin sín.
Allir stuðningsmenn Liverpool muna úrslitaleikinn í Kænugarði í fyrra. Liverpool byrjaði vel en meiðsli Mohamed Salah breyttu leiknum. Loris Karius upplifði martröð í markinu og Real vann Evrópubikarinn þriðja árið í röð. Eftir magnaða Evrópuvegferð fór allt á versta veg í úrslitaleiknum.
Mitt álit er að í fyrra varð allt að ganga upp til að Liverpool gæti unnið. Engin stór mistök máttu eiga sér stað og allir leikmenn liðsins urðu að spila sinn besta leik. Hefð og reynsla Real í úrslitaleikjum kallaði á að allt yrði að falla með Liverpool. Nú ári seinna hefur það svo sem ekki breyst að til að vinna úrslitaleiki verður flest að falla með til að sigur geti unnist. En ef Liverpool spilar álíka vel og liðið hefur gert á leiktíðinni þá á sjötti Evrópubikarinn að vinnast. Þetta er ekki sett fram af neinum hroka. Liverpool liðið er bara það sterkt að það á að vinna leikinn ef ekkert fer úrskeiðis. Stigatala liðsins í deildinni á leiktíðinni segir sína sögu. Auðvitað getur allt gerst í einum leik en fá lið í Evrópu eru sterkari en Liverpool er á góðum degi.
Bestu menn liðanna verða til taks í kvöld utan hvað Naby Keita getur ekki leikið með Liverpool. Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma. Roberto Firmino hefur æft með Liverpool upp á síðkastið en hann missti af síðustu leikjum leiktíðarinnar. Jürgen Klopp staðfesti á blaðamannafundi í gær að Brasilíumaðurinn yrði tiltækur í kvöld. Mauricio Pochettino hefur líka gefið út að Harry Kane sé búinn að ná sér af meiðslum sem hafa haldið honum frá æfingum og keppni síðustu vikurnar.
Vonbrigðin í fyrra og reynsla Liverpool í úrslitaleikjum ætti að hjálpa liðinu mikið. Á móti kemur að Liverpool hefur gengið hrikalega í síðustu úrslitaleikjum. Fjórir síðustu hafa tapast og í þeim hefur allt gengið á afturfótunum. Svo bætast við hrakfarir Jürgen Klopp í úrslitaleikjum. Hann hefur tapað sex síðustu úrslitaliekjum sem hann hefur stýrt Borussia Dortmund og Liverpool í. Þar af tveimur úrslitaleikjum í Meistaradeildinni. Blöðum þarf að snúa við! Það hlýtur að vera komið að því að lánið sem þarf að vera með í för til að vinna úrslitaleiki verði til staðar. Ég neita að trúa öðru!
Ég spái því að í kvöld bætist sjötti Evrópubikarsigur Liverpool Football Club á afrekaská félagsins. Liverpool vinnur 3:1 í spennandi leik. Mohamed Salah, Roberto Firmino og Virgil van Dijk skora. Áfram Liverpool til afreka!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Níunda tilraun Liverpool til að vinna Evrópubikarinn fer fram í Madríd í kvöld. Tottenham Hotspur stendur í veginum. Englandsorrusta í höfðuðborg Spánar. Eftir hrakfarir í Kiev fyrir ári gefst tækifæri til að vinna Evrópubikarinn í sjötta sinn í sögu Liverpool Football Club. Nú verður það að takast!
Liðin komust í gegnum undanúrslitin á ævintýralegan hátt. Barcelona hafði vænt nesti eftir fyrri leikinn við Liverpool og Ajax stóð vel að vígi eftir vel heppnaða heimsókn til London. En ótrúleg umskipti í seinni leikjunum þýða að hersveitir stuðningsmanna Liverpool og Tottenham mæta til Madrídar til að hvetja liðin sín.
Allir stuðningsmenn Liverpool muna úrslitaleikinn í Kænugarði í fyrra. Liverpool byrjaði vel en meiðsli Mohamed Salah breyttu leiknum. Loris Karius upplifði martröð í markinu og Real vann Evrópubikarinn þriðja árið í röð. Eftir magnaða Evrópuvegferð fór allt á versta veg í úrslitaleiknum.
Mitt álit er að í fyrra varð allt að ganga upp til að Liverpool gæti unnið. Engin stór mistök máttu eiga sér stað og allir leikmenn liðsins urðu að spila sinn besta leik. Hefð og reynsla Real í úrslitaleikjum kallaði á að allt yrði að falla með Liverpool. Nú ári seinna hefur það svo sem ekki breyst að til að vinna úrslitaleiki verður flest að falla með til að sigur geti unnist. En ef Liverpool spilar álíka vel og liðið hefur gert á leiktíðinni þá á sjötti Evrópubikarinn að vinnast. Þetta er ekki sett fram af neinum hroka. Liverpool liðið er bara það sterkt að það á að vinna leikinn ef ekkert fer úrskeiðis. Stigatala liðsins í deildinni á leiktíðinni segir sína sögu. Auðvitað getur allt gerst í einum leik en fá lið í Evrópu eru sterkari en Liverpool er á góðum degi.
Tottenham Hotspur er líka með mjög gott liði og þó svo Liverpool hafi unnið báða deildarleikina 2:1 fyrr á leiktíðinni þá voru leikirnir jafnir. Það er valinn maður í hverju rúmi hjá Tottenham og liðið hefur verið í hópu sterkustu liða Englands síðustu árin og það hefur tryggt sér Meistaradeildarsæti ár eftir ár. Þegar liðið spilar vel er það stórgott.
Bestu menn liðanna verða til taks í kvöld utan hvað Naby Keita getur ekki leikið með Liverpool. Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma. Roberto Firmino hefur æft með Liverpool upp á síðkastið en hann missti af síðustu leikjum leiktíðarinnar. Jürgen Klopp staðfesti á blaðamannafundi í gær að Brasilíumaðurinn yrði tiltækur í kvöld. Mauricio Pochettino hefur líka gefið út að Harry Kane sé búinn að ná sér af meiðslum sem hafa haldið honum frá æfingum og keppni síðustu vikurnar.
Vonbrigðin í fyrra og reynsla Liverpool í úrslitaleikjum ætti að hjálpa liðinu mikið. Á móti kemur að Liverpool hefur gengið hrikalega í síðustu úrslitaleikjum. Fjórir síðustu hafa tapast og í þeim hefur allt gengið á afturfótunum. Svo bætast við hrakfarir Jürgen Klopp í úrslitaleikjum. Hann hefur tapað sex síðustu úrslitaliekjum sem hann hefur stýrt Borussia Dortmund og Liverpool í. Þar af tveimur úrslitaleikjum í Meistaradeildinni. Blöðum þarf að snúa við! Það hlýtur að vera komið að því að lánið sem þarf að vera með í för til að vinna úrslitaleiki verði til staðar. Ég neita að trúa öðru!
Ég spái því að í kvöld bætist sjötti Evrópubikarsigur Liverpool Football Club á afrekaská félagsins. Liverpool vinnur 3:1 í spennandi leik. Mohamed Salah, Roberto Firmino og Virgil van Dijk skora. Áfram Liverpool til afreka!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan