| Sf. Gutt
Jürgen Klopp fékk gullverðlaunapening í Madríd eftir alltof marga silfurpeninga. Honum var afrek liðsins síns og gleði allra efst í huga eftir sigurinn á Tottenham Hotspur. Hann segir þenna stóra titil bara byrjunina hjá leikmannahópnum sem hann þjálfar!
,,Ég er svo ánægður fyrir hönd þessara stráka. Ég gleðst líka vegna alls fólksins og fjölskyldunnar minnar. Hafið þið einhvern tíma séð svona lið? Lið sem berst svona án þess að hafa neitt bensín í tankinum. Og við erum með markvörð sem lætur erfiða hluti líta auðveldlega út. Þetta er besta kvöld okkar á ferlinum. Þetta hjálpar okkur mikið og núna höldum við áfram. Vanalega 20 mínútum eftir titilsigur er ég orðinn hálf fullur en ég er bara búinn að drekka vatn núna."
,,Venjulega sit ég á svona fundum og þarf að útskýra hvernig við töpuðum leiknum. Í þetta sinn langar mig ekki til að útskýra hvers vegna við unnum. Ég vil bara njóta sigursins. Allt annað er aukaatriði. Þetta snýst um fólkið sem er úti um víða veröld eða á leikvanginum. Það er með okkur í þessu og fagnar núna villt og galið. Á morgun fögnum við með öllum þeim sem eru í Liverpool og kvöldið á eftir að verða magnað."
,,Núna erum við búnir að vinna eitthvað og við munum halda áfram. Það er ekki nokkur vafi á því að við viljum vinna titla. Ég er búinn að segja áður að þetta er bara byrjunin fyrir þennan leikmannahóp. Hópurinn er á góðum aldri. Þeir eiga bestu ár ferilsins framundan. Ég er virkilega hamingjusamur. Ég á fullt af silfurverðlaunapeningum og núna er einn úr gulli kominn í safnið og hann verður við hliðina á silfurpeningunum heima hjá mér. Það er flott. En fyrst og síðast gleðst ég fyrir hönd alls fólksins. Maður sér alla í búningsherberginu og allir hafa sömu tilfinninguna en maður veit ekki hvað maður á af sér að gera. En á morgun þegar við keyrum í gegnum borgina er ég viss um að að allir átta sig á afreki strákanna og það verður örugglega besta stundin."
,,Mér er núna efst i huga hversu tilfinningaþrungið þetta kvöld er. Tilfinningin er virkilega góð. Ég er reyndar rólegri en ég hélt að ég yrði þegar þetta myndi loksins takast. Ég þarf ekkert að snerta bikarinn eða eitthvað svoleiðis. Ég naut þess bara að sjá myndirnar af því þegar strákarnir voru með hann og eins þegar ég sá andlit í stúkunni."
TIL BAKA
Bara byrjunin!
Jürgen Klopp fékk gullverðlaunapening í Madríd eftir alltof marga silfurpeninga. Honum var afrek liðsins síns og gleði allra efst í huga eftir sigurinn á Tottenham Hotspur. Hann segir þenna stóra titil bara byrjunina hjá leikmannahópnum sem hann þjálfar!
,,Ég er svo ánægður fyrir hönd þessara stráka. Ég gleðst líka vegna alls fólksins og fjölskyldunnar minnar. Hafið þið einhvern tíma séð svona lið? Lið sem berst svona án þess að hafa neitt bensín í tankinum. Og við erum með markvörð sem lætur erfiða hluti líta auðveldlega út. Þetta er besta kvöld okkar á ferlinum. Þetta hjálpar okkur mikið og núna höldum við áfram. Vanalega 20 mínútum eftir titilsigur er ég orðinn hálf fullur en ég er bara búinn að drekka vatn núna."
,,Venjulega sit ég á svona fundum og þarf að útskýra hvernig við töpuðum leiknum. Í þetta sinn langar mig ekki til að útskýra hvers vegna við unnum. Ég vil bara njóta sigursins. Allt annað er aukaatriði. Þetta snýst um fólkið sem er úti um víða veröld eða á leikvanginum. Það er með okkur í þessu og fagnar núna villt og galið. Á morgun fögnum við með öllum þeim sem eru í Liverpool og kvöldið á eftir að verða magnað."
,,Núna erum við búnir að vinna eitthvað og við munum halda áfram. Það er ekki nokkur vafi á því að við viljum vinna titla. Ég er búinn að segja áður að þetta er bara byrjunin fyrir þennan leikmannahóp. Hópurinn er á góðum aldri. Þeir eiga bestu ár ferilsins framundan. Ég er virkilega hamingjusamur. Ég á fullt af silfurverðlaunapeningum og núna er einn úr gulli kominn í safnið og hann verður við hliðina á silfurpeningunum heima hjá mér. Það er flott. En fyrst og síðast gleðst ég fyrir hönd alls fólksins. Maður sér alla í búningsherberginu og allir hafa sömu tilfinninguna en maður veit ekki hvað maður á af sér að gera. En á morgun þegar við keyrum í gegnum borgina er ég viss um að að allir átta sig á afreki strákanna og það verður örugglega besta stundin."
,,Mér er núna efst i huga hversu tilfinningaþrungið þetta kvöld er. Tilfinningin er virkilega góð. Ég er reyndar rólegri en ég hélt að ég yrði þegar þetta myndi loksins takast. Ég þarf ekkert að snerta bikarinn eða eitthvað svoleiðis. Ég naut þess bara að sjá myndirnar af því þegar strákarnir voru með hann og eins þegar ég sá andlit í stúkunni."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan