| Sf. Gutt
Mohamed Salah var skiljanlega í skýjunum eftir úrslitaleikinn í Madríd. Eftir vonbrigðin á móti Real Madrid í fyrra þegar hann varð að fara meiddur af velli má segja að hann hafi fengið uppreist æru. Hann segir það hafa verið ölög að Liverpool myndi snúa aftur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og vinna!
,,Allir lögðust saman á eitt um að vinna leikinn og enginn hugsaði um eigin hag. Allir í liðinu voru alveg ótrúlegir í dag. Ég óska okkur öllum og stuðningsmönnum okkar úti um allan heim til hamingju.
Mohamed hefur ekki gleymt rótum sínum og á þessari sigurstundu uppskar hann. Þegar hann var strákur ferðaðist hann um langan veg til að geta æft knattspyrnu.
,,Ég hef fórnað miklu til á ferlinum mínum. Sérstaklega þegar ég ferðaðist frá þorpinu mínu til Kaíró til að spila knattspyrnu. Það er ótrúlegt að koma frá Egyptalandi og ná þessum árangri."
,,Ég er mjög ánægður yfir að hafa leikið í tveimur úrslitaleikjum í röð og loksins náð að spila 90 mínútur. Meistaradeildin hefur mikla þýðingu fyrir Liverpool. Þetta er ákveðinn byrjun því þetta er fyrsti titillinn sem þessi liðshópur vinnur saman og af öllum keppnum varð það Meistaradeildin. Á næsta keppnistímabili reynum við að vinna Úrvalsdeildina. Á þessari leiktíð náðum við virkilega að blanda okkur í baráttuna um sigur í Úrvalsdeildinni."
Mohamed er forlagatrúar. Hann segir að Liverpool hafi verið ætlað að vinna Evrópubikarinn eftir að hafa tapað úrslitaleiknum í fyrra.
,,Ég trúi ekki á tilviljanir. Sigur okkur núna er tilkominn vegna þess að við töpuðum úrslitaleiknum á síðasta keppnistímabili. Þetta er algjörlega frábært. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar. Sýndi hugrekki sem þarf til að taka vítaspyrnu og vinna bikarinn."
Fyrir leikinn rakst Mohamed Salah á mynd af sér sem var tekin þegar hann fór meiddur af velli með tárin í augunum í úrslitaleiknum á móti Real Madrid í fyrra. Vonbrigðin sem Mohamed upplifði rifjuðust upp og hann var staðráðinn í að nú skyldi hann fagna sigri!
,,Vonbrigðin rifjuðust upp. Það voru mikil vonbrigði fyrir mig að meiðast, þurfa að fara af velli eftir 30 mínútur og svo tapaðist leikurinn. Ég notaði öll þessi vonbrigði sem hvatningu fyrir leikinn núna. Við vorum vonsviknir eftir leikinn þá en við komum aftur og unnum. Sjötti sigur Liverpool í keppninni varð að veruleika sem er stórkostlegt afrek."
Mohamed Salah skoraði með sinni fyrstu snertingu í úrslitaleiknum á móti Tottenham Hotspur. Fyrir ári snerti hann boltann síðast á móti Real Madrid rétt áður en hann varð að fara meiddur af velli og nú ári seinna skoraði hann með fyrstu snertingu sinni í úrslitaleiknum! Magnað!
Með því að skora á móti Tottenham varð Mohamed Salah markakóngur Liverpool á keppnistímabilinu. Hann skoraði 27 mörk sem er vel af sér vikið. Í deildinni skoruðu hann og Sadio Mané jafn mörg mörk eða 22 og fengu Gullskó með Pierre Emerick-Aubameyang framherja Arsenal.
TIL BAKA
Liverpool var ætlað að vinna Evrópubikarinn!
Mohamed Salah var skiljanlega í skýjunum eftir úrslitaleikinn í Madríd. Eftir vonbrigðin á móti Real Madrid í fyrra þegar hann varð að fara meiddur af velli má segja að hann hafi fengið uppreist æru. Hann segir það hafa verið ölög að Liverpool myndi snúa aftur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og vinna!
,,Allir lögðust saman á eitt um að vinna leikinn og enginn hugsaði um eigin hag. Allir í liðinu voru alveg ótrúlegir í dag. Ég óska okkur öllum og stuðningsmönnum okkar úti um allan heim til hamingju.
Mohamed hefur ekki gleymt rótum sínum og á þessari sigurstundu uppskar hann. Þegar hann var strákur ferðaðist hann um langan veg til að geta æft knattspyrnu.
,,Ég hef fórnað miklu til á ferlinum mínum. Sérstaklega þegar ég ferðaðist frá þorpinu mínu til Kaíró til að spila knattspyrnu. Það er ótrúlegt að koma frá Egyptalandi og ná þessum árangri."
,,Ég er mjög ánægður yfir að hafa leikið í tveimur úrslitaleikjum í röð og loksins náð að spila 90 mínútur. Meistaradeildin hefur mikla þýðingu fyrir Liverpool. Þetta er ákveðinn byrjun því þetta er fyrsti titillinn sem þessi liðshópur vinnur saman og af öllum keppnum varð það Meistaradeildin. Á næsta keppnistímabili reynum við að vinna Úrvalsdeildina. Á þessari leiktíð náðum við virkilega að blanda okkur í baráttuna um sigur í Úrvalsdeildinni."
Mohamed er forlagatrúar. Hann segir að Liverpool hafi verið ætlað að vinna Evrópubikarinn eftir að hafa tapað úrslitaleiknum í fyrra.
,,Ég trúi ekki á tilviljanir. Sigur okkur núna er tilkominn vegna þess að við töpuðum úrslitaleiknum á síðasta keppnistímabili. Þetta er algjörlega frábært. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar. Sýndi hugrekki sem þarf til að taka vítaspyrnu og vinna bikarinn."
Fyrir leikinn rakst Mohamed Salah á mynd af sér sem var tekin þegar hann fór meiddur af velli með tárin í augunum í úrslitaleiknum á móti Real Madrid í fyrra. Vonbrigðin sem Mohamed upplifði rifjuðust upp og hann var staðráðinn í að nú skyldi hann fagna sigri!
,,Vonbrigðin rifjuðust upp. Það voru mikil vonbrigði fyrir mig að meiðast, þurfa að fara af velli eftir 30 mínútur og svo tapaðist leikurinn. Ég notaði öll þessi vonbrigði sem hvatningu fyrir leikinn núna. Við vorum vonsviknir eftir leikinn þá en við komum aftur og unnum. Sjötti sigur Liverpool í keppninni varð að veruleika sem er stórkostlegt afrek."
Mohamed Salah skoraði með sinni fyrstu snertingu í úrslitaleiknum á móti Tottenham Hotspur. Fyrir ári snerti hann boltann síðast á móti Real Madrid rétt áður en hann varð að fara meiddur af velli og nú ári seinna skoraði hann með fyrstu snertingu sinni í úrslitaleiknum! Magnað!
Með því að skora á móti Tottenham varð Mohamed Salah markakóngur Liverpool á keppnistímabilinu. Hann skoraði 27 mörk sem er vel af sér vikið. Í deildinni skoruðu hann og Sadio Mané jafn mörg mörk eða 22 og fengu Gullskó með Pierre Emerick-Aubameyang framherja Arsenal.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan