| Sf. Gutt
Divock Origi innsiglaði sigur Liverpool í Madríd. Skotnýting hans í Meistaradeildinni, á leiktíðinni 2018/19, var ótrúleg því öll skot Belgans í keppninni sem rötuðu á markið fóru alla leið í netið!
Divock skoraði tvö mörk á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ógleymanlegum 4:0 sigri. Fyrra markið kom Liverpool á bragðið snemma leiks og það seinna kom Rauða hernum alla leið í úrslitaleikinn í Madríd. Í leiknum gegn Barcelona átti Belginn sem sagt tvö skot sem hittu á markrammann og bæði urðu að mörkum!
Í úrslitaleiknum í Madríd innsiglaði Divock 2:0 sigur Liverpool á Tottenham Hotspur þegar leið að leikslokum. Í leiknum átti Divock eitt skot á markrammann og boltinn fór að sjálfsögðu í markið!
Óhætt er að segja að skotnýting Divock Origi í Meistaradeildinni á þessari ógleymanlegu leiktíð hafi verið ótrúleg. Mörkin þrjú eru auðvitað í flokki mikilvægustu marka í sögu Liverpool!
TIL BAKA
Ótrúleg skotnýting!

Divock Origi innsiglaði sigur Liverpool í Madríd. Skotnýting hans í Meistaradeildinni, á leiktíðinni 2018/19, var ótrúleg því öll skot Belgans í keppninni sem rötuðu á markið fóru alla leið í netið!

Divock skoraði tvö mörk á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ógleymanlegum 4:0 sigri. Fyrra markið kom Liverpool á bragðið snemma leiks og það seinna kom Rauða hernum alla leið í úrslitaleikinn í Madríd. Í leiknum gegn Barcelona átti Belginn sem sagt tvö skot sem hittu á markrammann og bæði urðu að mörkum!

Í úrslitaleiknum í Madríd innsiglaði Divock 2:0 sigur Liverpool á Tottenham Hotspur þegar leið að leikslokum. Í leiknum átti Divock eitt skot á markrammann og boltinn fór að sjálfsögðu í markið!
Óhætt er að segja að skotnýting Divock Origi í Meistaradeildinni á þessari ógleymanlegu leiktíð hafi verið ótrúleg. Mörkin þrjú eru auðvitað í flokki mikilvægustu marka í sögu Liverpool!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan