| Sf. Gutt
Ungliðinn Harry Wilson er eftirsóttur um þessar mundir. Hann lék frábærlega sem lánsmaður hjá Derby County og nú er spurning hvort hann fer frá Liverpool.
Harry gerði nýjan samning við Liverpool í fyrra þannig að það ætti að fást gott verð fyrir hann ef hann vill fara. Talið er að Liverpool vilji sjá hvernig hann kemur út á undirbúningstímabilinu. Veilsverjinn skoraði 18 mörk fyrir Derby og átti átta stoðsendingar. Hrútarnir voru meðal efstu liða í næst efstu deild alla leiktíðina og komust í úrslitaleik við Aston Villa um sæti í Úrvalsdeildinni. Derby tapaði úrslitaleiknum en liðið stefnir upp að ári.
Harry er án vafa einn efnilegasti leikmaður Liverpool og margir telja að hann geti látið til sín taka í aðalliði Liverpool. Í frétt í Liverpool Echo er sagt að Liverpool geri sér vonir um að fá 25 milljónir sterlingspunda fyrir Harry, verði hann seldur, sem hefur aðeins leikið einn leik fyrir félagið.
TIL BAKA
Harry Wilson er eftirsóttur

Ungliðinn Harry Wilson er eftirsóttur um þessar mundir. Hann lék frábærlega sem lánsmaður hjá Derby County og nú er spurning hvort hann fer frá Liverpool.

Harry gerði nýjan samning við Liverpool í fyrra þannig að það ætti að fást gott verð fyrir hann ef hann vill fara. Talið er að Liverpool vilji sjá hvernig hann kemur út á undirbúningstímabilinu. Veilsverjinn skoraði 18 mörk fyrir Derby og átti átta stoðsendingar. Hrútarnir voru meðal efstu liða í næst efstu deild alla leiktíðina og komust í úrslitaleik við Aston Villa um sæti í Úrvalsdeildinni. Derby tapaði úrslitaleiknum en liðið stefnir upp að ári.
Harry er án vafa einn efnilegasti leikmaður Liverpool og margir telja að hann geti látið til sín taka í aðalliði Liverpool. Í frétt í Liverpool Echo er sagt að Liverpool geri sér vonir um að fá 25 milljónir sterlingspunda fyrir Harry, verði hann seldur, sem hefur aðeins leikið einn leik fyrir félagið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan