| Sf. Gutt
Evrópumeistarar Liverpool hefja nýja leiktíð á morgun þegar þeir mæta Manchester City í leik um Samfélagsskjöldinn á Wembley. Jürgen Klopp segir að Liverpool ætli sér að byrja keppnistímabilið vel.
,,Við þurfum að vera tilbúnir. Meiri hvatningu þurfum við ekki. Við verðum að einsetja okkur að byrja keppnistímabilið vel og það markmið er okkur efst í huga. Ef við náum að byrja vel þá getum við byggt á því. En ef við náum ekki að byrja vel þá verðum við að breyta stefnunni og byggja ofan á það."
Manchester City vann allt sem hægt var að vinna á Englandi á síðasta keppnistímabili. Deild, Deildarbikarinn, FA bikarinn og Skjöldinn. Jürgen Klopp segir að það segi sér sjálft að City hljóti að vera sigurstranglegri á morgun.
,,Meistararnir eru sigurstranglegri. Þeir hafa misst Kompany og líklega fer annar leikmaður. Kannski bæta þeir við hópinn. Það er býsna mikill stöðugleiki í liðshópnum, leikmennirnir eru á góðum aldri og þeir eru reyndir. Augljóslega eru þeir sigurstranglegri. Hvernig gætum við talist líklegri til að vinna?"
Liverpool hefur unnið sér yfirráðarétt yfir Skildinum 15 sinnum og á morgun gefst færi á að bæta við afrekaskrá félagsins. Í Þýskalandi er samskonar leikur og Skjaldarleikurinn á Englandi og kallast hann Stórbikar Þýskalands. Jürgen Klopp stýrði Borussia Dortmund tvívegis, 2013 og 2014, til sigurs í þeim leik. Vonandi nær hann að bæta enskum titli við afrekaskrá sína á morgun!
TIL BAKA
Ætlum að byrja keppnistímabilið vel!
Evrópumeistarar Liverpool hefja nýja leiktíð á morgun þegar þeir mæta Manchester City í leik um Samfélagsskjöldinn á Wembley. Jürgen Klopp segir að Liverpool ætli sér að byrja keppnistímabilið vel.
,,Við þurfum að vera tilbúnir. Meiri hvatningu þurfum við ekki. Við verðum að einsetja okkur að byrja keppnistímabilið vel og það markmið er okkur efst í huga. Ef við náum að byrja vel þá getum við byggt á því. En ef við náum ekki að byrja vel þá verðum við að breyta stefnunni og byggja ofan á það."
Manchester City vann allt sem hægt var að vinna á Englandi á síðasta keppnistímabili. Deild, Deildarbikarinn, FA bikarinn og Skjöldinn. Jürgen Klopp segir að það segi sér sjálft að City hljóti að vera sigurstranglegri á morgun.
,,Meistararnir eru sigurstranglegri. Þeir hafa misst Kompany og líklega fer annar leikmaður. Kannski bæta þeir við hópinn. Það er býsna mikill stöðugleiki í liðshópnum, leikmennirnir eru á góðum aldri og þeir eru reyndir. Augljóslega eru þeir sigurstranglegri. Hvernig gætum við talist líklegri til að vinna?"
Liverpool hefur unnið sér yfirráðarétt yfir Skildinum 15 sinnum og á morgun gefst færi á að bæta við afrekaskrá félagsins. Í Þýskalandi er samskonar leikur og Skjaldarleikurinn á Englandi og kallast hann Stórbikar Þýskalands. Jürgen Klopp stýrði Borussia Dortmund tvívegis, 2013 og 2014, til sigurs í þeim leik. Vonandi nær hann að bæta enskum titli við afrekaskrá sína á morgun!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan