| Sf. Gutt
Það er titill í boði á Wembley eftir hádegið í dag! Evrópumeistarar Liverpool mæta margföldum meisturum Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Sumir myndu kannski segja að þessi leikur skipti ekki máli en það er ekki spurning að það er alltaf betra að vinna leiki þar sem verðlaun eru í boði!
Manchester City vann auðvitað allt sem hægt var að vinna á Englandi á síðasta keppnistímabili og Liverpool fékk þátttökurétt í Skjaldarleiknum fyrir annað sætið í deildinni. En þó svo Liverpool hafi ekki unnið titil á Englandi á síðustu sparktíð þá er sæti í leiknum staðfesting á góðum árangri í deildinni. Reyndar frábærum því lið hefur ekki fengið fleiri stig án þess að vinna deildina.
Liverpool vegnaði misjafnlega á undirbúningstímabilinu og tapaði þremur af sjö leikjum. Vörnin var oft óörugg í þessum leikjum. En Liðið náði sem betur fer að enda undirbúningstímabilið vel með því að vinna góðan 3:1 sigur á Lyon á miðvikudaginn. Alisson Becker, Mohamed Salah, Roberto Firmino léku í fyrsta sinn eftir sumarfrí í þeim leik og það var gott að fá þá aftur. Naby Keita og Xerdan Shaqiri spiluðu líka sína fyrstu leiki eftir meiðsli. Það er spurning hversu lengi Jürgen Klopp trystir þeim til að spila gegn Manchester City. Liverpool hefur úr öllum sínum bestu mönnum að velja í dag ef undan er skilinn Sadio Mané sem er enn þá í sumarfríi eftir Afríkukeppnina.
Nokkrir af ungliðum Liverpool stóðu sig með prýði á undirbúningstímabilinu og þá kannski sérstaklega Harry Wilson. Hann skoraði glæsilegt mark á móti Lyon og það verður áhugavert að sjá hvort hann fær tækifæri í dag og í næstu leikjum. Veilsverjinn var mjög góður með Derby County á síðasta keppnistímabili og hann verður að fá að spreyta sig svo hægt sé að skera úr um hvort hann geti spilað í aðalliði Liverpool með árangri.
Stuðningsmenn Liverpool eru ennþá brosandi eftir Evrópumeistaratitilinn í vor og þeir munu glaðir hópast suður á Wembley. Það var magnað afrek að vinna Evrópubikarinn en nú er að halda áfram á sömu braut. Leikurinn í dag er tækifæri til þess. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu sterkur mótherjinn er. Manchester City hefur sett ný viðmið í stigaöflun á síðustu tveimur keppnistímabilum. Reyndar gerði Liverpool það líka á síðustu leiktíð og það var grátlegt að ná ekki að vinna deildina með þvílíkan fjölda stiga.
Liverpool hefur unnið sér yfirráðarétt yfir Skildinum 15 sinnum en ekki frá því 2006. Það er kominn tími til að vinna hann á nýjan leik. Þeir sem efast upp að þessi titill skipti máli eiga að kynna sér sögu Liverpool í Skjaldarleikjum.
Liverpool keppir í sjö keppnum á leiktíðinni. Frábær árangur síðustu leiktíðar hefur fært liðinu keppnisrétt í þremur keppnum sem ekki gefst oft færi á að keppa í. Sú fyrsta er í dag. Liverpool má ekki láta happ úr hendi sleppa. Ég spái því að Liverpool vinni 2:1 á Wembley í dag. Divock Origi og Mohamed Salah skora mörkin. Áfram svo!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Það er titill í boði á Wembley eftir hádegið í dag! Evrópumeistarar Liverpool mæta margföldum meisturum Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Sumir myndu kannski segja að þessi leikur skipti ekki máli en það er ekki spurning að það er alltaf betra að vinna leiki þar sem verðlaun eru í boði!
Manchester City vann auðvitað allt sem hægt var að vinna á Englandi á síðasta keppnistímabili og Liverpool fékk þátttökurétt í Skjaldarleiknum fyrir annað sætið í deildinni. En þó svo Liverpool hafi ekki unnið titil á Englandi á síðustu sparktíð þá er sæti í leiknum staðfesting á góðum árangri í deildinni. Reyndar frábærum því lið hefur ekki fengið fleiri stig án þess að vinna deildina.
Liverpool vegnaði misjafnlega á undirbúningstímabilinu og tapaði þremur af sjö leikjum. Vörnin var oft óörugg í þessum leikjum. En Liðið náði sem betur fer að enda undirbúningstímabilið vel með því að vinna góðan 3:1 sigur á Lyon á miðvikudaginn. Alisson Becker, Mohamed Salah, Roberto Firmino léku í fyrsta sinn eftir sumarfrí í þeim leik og það var gott að fá þá aftur. Naby Keita og Xerdan Shaqiri spiluðu líka sína fyrstu leiki eftir meiðsli. Það er spurning hversu lengi Jürgen Klopp trystir þeim til að spila gegn Manchester City. Liverpool hefur úr öllum sínum bestu mönnum að velja í dag ef undan er skilinn Sadio Mané sem er enn þá í sumarfríi eftir Afríkukeppnina.
Nokkrir af ungliðum Liverpool stóðu sig með prýði á undirbúningstímabilinu og þá kannski sérstaklega Harry Wilson. Hann skoraði glæsilegt mark á móti Lyon og það verður áhugavert að sjá hvort hann fær tækifæri í dag og í næstu leikjum. Veilsverjinn var mjög góður með Derby County á síðasta keppnistímabili og hann verður að fá að spreyta sig svo hægt sé að skera úr um hvort hann geti spilað í aðalliði Liverpool með árangri.
Stuðningsmenn Liverpool eru ennþá brosandi eftir Evrópumeistaratitilinn í vor og þeir munu glaðir hópast suður á Wembley. Það var magnað afrek að vinna Evrópubikarinn en nú er að halda áfram á sömu braut. Leikurinn í dag er tækifæri til þess. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu sterkur mótherjinn er. Manchester City hefur sett ný viðmið í stigaöflun á síðustu tveimur keppnistímabilum. Reyndar gerði Liverpool það líka á síðustu leiktíð og það var grátlegt að ná ekki að vinna deildina með þvílíkan fjölda stiga.
Liverpool hefur unnið sér yfirráðarétt yfir Skildinum 15 sinnum en ekki frá því 2006. Það er kominn tími til að vinna hann á nýjan leik. Þeir sem efast upp að þessi titill skipti máli eiga að kynna sér sögu Liverpool í Skjaldarleikjum.
Liverpool keppir í sjö keppnum á leiktíðinni. Frábær árangur síðustu leiktíðar hefur fært liðinu keppnisrétt í þremur keppnum sem ekki gefst oft færi á að keppa í. Sú fyrsta er í dag. Liverpool má ekki láta happ úr hendi sleppa. Ég spái því að Liverpool vinni 2:1 á Wembley í dag. Divock Origi og Mohamed Salah skora mörkin. Áfram svo!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan