| Sf. Gutt
Þeir Jürgen Klopp og Pep Guardiola sendu sterk lið til leiks og það var greinilegt að þeir ætluðu sér að bæta Samfélagsskildingum á afrekaskrá félaga sinna. Athygli vakti að enginn af ungliðum Liverpool fékk sæti í aðalliðshópnum en margir höfðu reiknað með því að einhverjir þeirra fengju tækifæri. James Milner var var tæpur vegna meiðsla og var hvíldur.
Leikurinn byrjaði fjörlega og Leroy Sané átti skot í hliðarnetið eftir fjórar mínútur. Nokkrum andartökum seinna, hinu megin á vellinum, varði Claudio Bravo skot frá Roberto Firmino eftir að Brasilíumaðurinn hafði sýnt góð tilþrif. Mohames Salah átti svo skot rétt framhjá eftir góða sendingu Roberto.
Þrefaldir meistarar Manchester City komust yfir á 12. mínútu. Vörn Liverpool svaf á verðinum eftir aukaspyrnu. Boltinn barst fyrir markið þar sem David Silva kom honum á Raheem Sterling. Skot hans var ekki fast og boltinn lak í markið án þess að Alisson Becker næði að verja. Hann hefði kannski átt að gera betur því skotið var beint á hann og ekki fast.
Rétt eftir markið komst Mohamed aftur í færi vinstra megin en boltinn fór í utanverða stöngina og framhjá. City voru lengst af hættulegri það sem eftir var hálfleiksins og vörn Liverpool virkaði óörugg. Eftir hálftíma náði boltanum eftir mistök í vörninni en skot hans fór hátt yfir. City hafði forystuna þegar flautað var til leikhlés.
Leikmenn Liverpool komu miklu betru stemmdir til leiks eftir hlé og tóku öll völd á vellinum. Reyndar fékk City fyrsta færið strax í upphafi þegar Raheem slapp í gegn en skot hans fór í stöng. Mark hefði ekki staðið því Raheem var dæmdur rangstæður. Á 57. mínútu munaði engu að Liverpool jafnaði eftir horn. Virgil Van Dijk stýrði boltanum að marki. Boltinn fór yfir Claudio í þverslána og niður. Sumum sýndist boltann hafa farið inn en en nokkra sentimetra vantaði upp á. Tveimur mínútum seinna eða svo kom Mohamed sér í skotfæri hægra megin en aftur varð tréverkið City til varnar.
Liverpool sótti án afláts en City fékk skyndisókn á 64. mínútu. Raheem slapp í gegn og með honum tveir samherjar. Hann var óviss með hvort hann ætti að gefa boltann eða skjóta. Hann gerði hvorugt og Alisson náði boltanum. Þarna átti Raheem að gera út um leikinn. Litlu síðar kom Mohamed, sem var stórhættulegur, sér í skotfæri en Claudio varði skot hans naumlega neðst í vinstra horninu.
Þegar 13 mínútur voru eftir náði Liverpool loksins að jafna. Jordan Henderson gaf aukaspyrnu frá hægri inn á vítateiginn. Virgin fékk boltann á fjærstöng og lyfti honum fyrir markið á Joël Matip sem skallaði í markið af stuttu færi. Vel gert hjá Joël sem kom inn á sem varamaður. Jürgen Klopp sendi þrjá leikmenn inn á og þar með voru fimm varamenn komnir til leiks. Liverpool réði lögum og lofum og City í vanda.
Á 83. mínútu lagði Adam Lallana upp skotfæri fyrir Naby Keita sem náði föstu skoti á markið en Claudio varði stórvel. Þremur mínútum seinna náði Adam boltanum gaf inn í teiginn á Mohamed en Claudio varði með úthlaupi. Þegar komið var fram í viðbótartíma náði Mohamed boltanum eftir mistök í vörn City. Varnarmaður komst fyrir skot hans en Mohamed skallaði frákastið í átt að opnu marki en á einhvern ótrúlegan hátt náði Kyle Walker að komast í boltann og bjarga á línu með hjólhestaspurnu. Lygilegt! Það var ekki allt búið enn því Xherdan Shaqiri átti fast hægra megin sem Claudio varði naumlega í horn. City slapp með skrekkinn og ótrúlegt var að Liverpool næði ekki að skora sigurmarkið á lokakafla leiksins.
Vítaspyrnukeppni réði úrslitum um hvort liðið fengi Samfélagsskjöldinn. Manchester City nýtti allar sínar spyrnur en Claudio varði frá Georginio Wijnaldum sem var önnur spyrna Liverpool. Liltu munaði að Alisson næði að verja frá Oleksandr Zinchenko en lánið var með Úkraínumanninum. Liverpool sýndi virkilegan styrk eftir að hafa ekki spilað nógu vel í fyrri hálfleik og tréverkið, markmaðurinn og ótrúleg björgun á línu komu í veg fyrir að Liverpool ynni Samfélagsskjöldinn sem liðið verðskuldaði miðað við öll færin sem liðið fékk og yfirburðina í síðari hálfleik. En City er ekkert venjulegt lið og í fyrsta skipti í sögunni vinnur sama liðið fimm titla í röð á Englandi!
Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold (Matip 67. mín.), Gomez, van Dijk, Robertson; Henderson (Lallana 79. mín.), Fabinho (Keita 67. mín.), Wijnaldum; Salah, Firmino (Shaqiri 79. mín.) og Origi (Oxlade-Chamberlain 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet og Lovren.
Mark Liverpool: Joël Matip (78. mín.).
Mörk Liverpool í vítaspyrnukeppninni: Xherdan Shaqiri, Adam Lallana, Alex Oxlade-Chamberlain og Mohamed Salah. Georginio Wijnaldum mistókst að skora.
Manchester City: Bravo; Walker, Stones, Otamendi, Zinchenko; De Bruyne (Foden 89. mín.), Rodri, Silva (Gundogan 61. mín.); Bernardo Silva, Sterling og Sane (Jesus 13. mín.). Ónotaðir varamenn: Ederson; Tasende, Aguero og Garcia.
Mark Manchester City: Raheem Sterling (12. mín.).
Mörk Manchester City í vítaspyrnukeppninni: Ilkay Gündogan, Bernardo Silva, Phil Foden, Oleksandr Zinchenko og Gabriel Jesus.
Gult spjald: Kevin De Bryne.
Áhorfendur á Wembley: 77.565.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egyptinn hefði átt að skora úr að minnsta kosti einu færa sinna en tréverkið markmaðurinn og ótrúleg björgun komu í veg fyrir að hann næði að skora. Varnarmenn Manchester City voru í stökustu vandræðum með Mohamed. Hann átti tíu marktilraunir sem var tveimur meira en City liðið átti. Fjögur skotin fóru á rammann, tvö í tréverkið og einu sinni var bjargað á línu.
Jürgen Klopp: ,,Ég er fullkomlega ánægður með hvernig liðið spilaði þegar á heildina er litið. Það er góðs viti hversu mörg færi við sköpuðum okkur í dag. Ég var mjög ánægður með leikinn en ekki úrslitin. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að ná svona góðum leik."
- Þetta var 22. leikur Liverpool um Samfélagsskjöldinn.
- Liverpool hefur 15 sinnum unnið yfirráðarétt yfir Skildinum.
- Þetta var sjöunda tap Liverpool í Skjaldarleik.
- Manchester City vann Samfélagsskjöldinn í sjötta sinn og annað árið í röð.
- Joël Matip skoraði fyrsta mark leitkíðarinnar fyrir Liverpool.
- Enginn leikmaður Liverpool hafði áður leikið í Skjaldarleik.
- Þetta var í annað sinn sem Manchester City vinnur Liverpool í vítaspyrnukeppni á Wembley. City vann 3:1 í vítakeppi í úrslitaleik Deildarbikarsins 2016 eftir 1:1 jafntefli.
- Þetta var 39. leikur Liverpool á Wembley í öllum keppnum. Liverpool hefur unnið 19 leiki, gert sex jafntefli og tapað 14 sinnum.
TIL BAKA
Tap í vítaspyrnukeppni á Wembley
Lánið lék ekki við Liverpool í Skjaldarleiknum. Liðið mátti sætta sig við 5:4 tap í vítaspyrnukeppni gegn Manchester City á Wembley. Leikar stóðu jafnir 1:1 eftir venjulegan leiktíma.
Þeir Jürgen Klopp og Pep Guardiola sendu sterk lið til leiks og það var greinilegt að þeir ætluðu sér að bæta Samfélagsskildingum á afrekaskrá félaga sinna. Athygli vakti að enginn af ungliðum Liverpool fékk sæti í aðalliðshópnum en margir höfðu reiknað með því að einhverjir þeirra fengju tækifæri. James Milner var var tæpur vegna meiðsla og var hvíldur.
Leikurinn byrjaði fjörlega og Leroy Sané átti skot í hliðarnetið eftir fjórar mínútur. Nokkrum andartökum seinna, hinu megin á vellinum, varði Claudio Bravo skot frá Roberto Firmino eftir að Brasilíumaðurinn hafði sýnt góð tilþrif. Mohames Salah átti svo skot rétt framhjá eftir góða sendingu Roberto.
Þrefaldir meistarar Manchester City komust yfir á 12. mínútu. Vörn Liverpool svaf á verðinum eftir aukaspyrnu. Boltinn barst fyrir markið þar sem David Silva kom honum á Raheem Sterling. Skot hans var ekki fast og boltinn lak í markið án þess að Alisson Becker næði að verja. Hann hefði kannski átt að gera betur því skotið var beint á hann og ekki fast.
Rétt eftir markið komst Mohamed aftur í færi vinstra megin en boltinn fór í utanverða stöngina og framhjá. City voru lengst af hættulegri það sem eftir var hálfleiksins og vörn Liverpool virkaði óörugg. Eftir hálftíma náði boltanum eftir mistök í vörninni en skot hans fór hátt yfir. City hafði forystuna þegar flautað var til leikhlés.
Leikmenn Liverpool komu miklu betru stemmdir til leiks eftir hlé og tóku öll völd á vellinum. Reyndar fékk City fyrsta færið strax í upphafi þegar Raheem slapp í gegn en skot hans fór í stöng. Mark hefði ekki staðið því Raheem var dæmdur rangstæður. Á 57. mínútu munaði engu að Liverpool jafnaði eftir horn. Virgil Van Dijk stýrði boltanum að marki. Boltinn fór yfir Claudio í þverslána og niður. Sumum sýndist boltann hafa farið inn en en nokkra sentimetra vantaði upp á. Tveimur mínútum seinna eða svo kom Mohamed sér í skotfæri hægra megin en aftur varð tréverkið City til varnar.
Liverpool sótti án afláts en City fékk skyndisókn á 64. mínútu. Raheem slapp í gegn og með honum tveir samherjar. Hann var óviss með hvort hann ætti að gefa boltann eða skjóta. Hann gerði hvorugt og Alisson náði boltanum. Þarna átti Raheem að gera út um leikinn. Litlu síðar kom Mohamed, sem var stórhættulegur, sér í skotfæri en Claudio varði skot hans naumlega neðst í vinstra horninu.
Þegar 13 mínútur voru eftir náði Liverpool loksins að jafna. Jordan Henderson gaf aukaspyrnu frá hægri inn á vítateiginn. Virgin fékk boltann á fjærstöng og lyfti honum fyrir markið á Joël Matip sem skallaði í markið af stuttu færi. Vel gert hjá Joël sem kom inn á sem varamaður. Jürgen Klopp sendi þrjá leikmenn inn á og þar með voru fimm varamenn komnir til leiks. Liverpool réði lögum og lofum og City í vanda.
Á 83. mínútu lagði Adam Lallana upp skotfæri fyrir Naby Keita sem náði föstu skoti á markið en Claudio varði stórvel. Þremur mínútum seinna náði Adam boltanum gaf inn í teiginn á Mohamed en Claudio varði með úthlaupi. Þegar komið var fram í viðbótartíma náði Mohamed boltanum eftir mistök í vörn City. Varnarmaður komst fyrir skot hans en Mohamed skallaði frákastið í átt að opnu marki en á einhvern ótrúlegan hátt náði Kyle Walker að komast í boltann og bjarga á línu með hjólhestaspurnu. Lygilegt! Það var ekki allt búið enn því Xherdan Shaqiri átti fast hægra megin sem Claudio varði naumlega í horn. City slapp með skrekkinn og ótrúlegt var að Liverpool næði ekki að skora sigurmarkið á lokakafla leiksins.
Vítaspyrnukeppni réði úrslitum um hvort liðið fengi Samfélagsskjöldinn. Manchester City nýtti allar sínar spyrnur en Claudio varði frá Georginio Wijnaldum sem var önnur spyrna Liverpool. Liltu munaði að Alisson næði að verja frá Oleksandr Zinchenko en lánið var með Úkraínumanninum. Liverpool sýndi virkilegan styrk eftir að hafa ekki spilað nógu vel í fyrri hálfleik og tréverkið, markmaðurinn og ótrúleg björgun á línu komu í veg fyrir að Liverpool ynni Samfélagsskjöldinn sem liðið verðskuldaði miðað við öll færin sem liðið fékk og yfirburðina í síðari hálfleik. En City er ekkert venjulegt lið og í fyrsta skipti í sögunni vinnur sama liðið fimm titla í röð á Englandi!
Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold (Matip 67. mín.), Gomez, van Dijk, Robertson; Henderson (Lallana 79. mín.), Fabinho (Keita 67. mín.), Wijnaldum; Salah, Firmino (Shaqiri 79. mín.) og Origi (Oxlade-Chamberlain 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet og Lovren.
Mark Liverpool: Joël Matip (78. mín.).
Mörk Liverpool í vítaspyrnukeppninni: Xherdan Shaqiri, Adam Lallana, Alex Oxlade-Chamberlain og Mohamed Salah. Georginio Wijnaldum mistókst að skora.
Manchester City: Bravo; Walker, Stones, Otamendi, Zinchenko; De Bruyne (Foden 89. mín.), Rodri, Silva (Gundogan 61. mín.); Bernardo Silva, Sterling og Sane (Jesus 13. mín.). Ónotaðir varamenn: Ederson; Tasende, Aguero og Garcia.
Mark Manchester City: Raheem Sterling (12. mín.).
Mörk Manchester City í vítaspyrnukeppninni: Ilkay Gündogan, Bernardo Silva, Phil Foden, Oleksandr Zinchenko og Gabriel Jesus.
Gult spjald: Kevin De Bryne.
Áhorfendur á Wembley: 77.565.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egyptinn hefði átt að skora úr að minnsta kosti einu færa sinna en tréverkið markmaðurinn og ótrúleg björgun komu í veg fyrir að hann næði að skora. Varnarmenn Manchester City voru í stökustu vandræðum með Mohamed. Hann átti tíu marktilraunir sem var tveimur meira en City liðið átti. Fjögur skotin fóru á rammann, tvö í tréverkið og einu sinni var bjargað á línu.
Jürgen Klopp: ,,Ég er fullkomlega ánægður með hvernig liðið spilaði þegar á heildina er litið. Það er góðs viti hversu mörg færi við sköpuðum okkur í dag. Ég var mjög ánægður með leikinn en ekki úrslitin. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að ná svona góðum leik."
Fróðleikur
- Þetta var 22. leikur Liverpool um Samfélagsskjöldinn.
- Liverpool hefur 15 sinnum unnið yfirráðarétt yfir Skildinum.
- Þetta var sjöunda tap Liverpool í Skjaldarleik.
- Manchester City vann Samfélagsskjöldinn í sjötta sinn og annað árið í röð.
- Joël Matip skoraði fyrsta mark leitkíðarinnar fyrir Liverpool.
- Enginn leikmaður Liverpool hafði áður leikið í Skjaldarleik.
- Þetta var í annað sinn sem Manchester City vinnur Liverpool í vítaspyrnukeppni á Wembley. City vann 3:1 í vítakeppi í úrslitaleik Deildarbikarsins 2016 eftir 1:1 jafntefli.
- Þetta var 39. leikur Liverpool á Wembley í öllum keppnum. Liverpool hefur unnið 19 leiki, gert sex jafntefli og tapað 14 sinnum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan