| Sf. Gutt
Harry Wilson var í dag lánaður til Bournemouth. Hann spilar með liðinu allt komandi keppnistímabil. Líklega eru margir stuðningsmenn Liverpool vonsviknir með þessa ákvörðun því Harry spilaði mjög vel á undirbúningstímabilinu og skoraði tvö mörk.
Harry spilaði í láni hjá Hull City seinni hluta keppnistímabilsins 2017/18 og stóð sig vel. En segja má að hann hafi slegið í gegn á síðustu leiktíð þegar hann var lánsmaður hjá Derby County. Hann var með bestu mönnum liðsins sem komst í umspil um sæti í efstu deild. Kosturinn við lánssamninginn sem gerður var í dag er sá að nú ætti að koma í ljós hvort Harry er nógu góður til að spila í Úrvalsdeildinni.
Harry Wilson er alinn upp hjá Liverpool og hefur leikið einn leik með aðalliðinu. Hann er búinn að vera einn efnilegasti leikmaður Liverpool síðustu árin.
TIL BAKA
Harry Wilson lánaður

Harry Wilson var í dag lánaður til Bournemouth. Hann spilar með liðinu allt komandi keppnistímabil. Líklega eru margir stuðningsmenn Liverpool vonsviknir með þessa ákvörðun því Harry spilaði mjög vel á undirbúningstímabilinu og skoraði tvö mörk.

Harry spilaði í láni hjá Hull City seinni hluta keppnistímabilsins 2017/18 og stóð sig vel. En segja má að hann hafi slegið í gegn á síðustu leiktíð þegar hann var lánsmaður hjá Derby County. Hann var með bestu mönnum liðsins sem komst í umspil um sæti í efstu deild. Kosturinn við lánssamninginn sem gerður var í dag er sá að nú ætti að koma í ljós hvort Harry er nógu góður til að spila í Úrvalsdeildinni.

Harry Wilson er alinn upp hjá Liverpool og hefur leikið einn leik með aðalliðinu. Hann er búinn að vera einn efnilegasti leikmaður Liverpool síðustu árin.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan