| Sf. Gutt

Harry Wilson lánaður


Harry Wilson var í dag lánaður til Bournemouth. Hann spilar með liðinu allt komandi keppnistímabil. Líklega eru margir stuðningsmenn Liverpool vonsviknir með þessa ákvörðun því Harry spilaði mjög vel á undirbúningstímabilinu og skoraði tvö mörk. 


Harry spilaði í láni hjá Hull City seinni hluta keppnistímabilsins 2017/18 og stóð sig vel. En segja má að hann hafi slegið í gegn á síðustu leiktíð þegar hann var lánsmaður hjá Derby County. Hann var með bestu mönnum liðsins sem komst í umspil um sæti í efstu deild. Kosturinn við lánssamninginn sem gerður var í dag er sá að nú ætti að koma í ljós hvort Harry er nógu góður til að spila í Úrvalsdeildinni. 


Harry Wilson er alinn upp hjá Liverpool og hefur leikið einn leik með aðalliðinu. Hann er búinn að vera einn efnilegasti leikmaður Liverpool síðustu árin. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan