| Sf. Gutt
Divock Origi er afmælisbarn dagsins en hann er 25 ára í dag. Hann náði þeim áfanga á leiktíðinni að spila sinn 100. leik með Liverpool. Það er alltaf merkur áfangi.
Divock náði áfanganum í fyrsta deildarleik keppnistímabilsins þegar Liverpool vann Norwich City 4:1. Hann gerði góða hluti í þeim leik með því að skora og eiga auk þess stóran hlut að máli þegar Grant Hanley skoraði sjálfsmark. Dovic var búinn að skora 29 mörk í fyrstu 100 leikjum sínum með Liverpool. En nú eru mörkin orðin 33.
Divock Origi hóf feril sinn hjá Genk í Belgíu sem unglingur. Hann gerði samning við franska liðið Lille 2012 og hóf atvinnuferil sinn þar. Liverpool keypti Divock frá Lille 2014 en lánaði hann til liðsins leiktíðina 2014/15.
Belginn lék fyrst með Liverpool á sparktíðinni 2015/16. Honum gekk mjög vel þar til hann meiddist illa undir vor eftir fólskubort leikmanns Everton en þá var hann búinn að skora tíu mörk. Hann skoraði 11 mörk á næstu leiktíð en spilaði ekki jafn vel. Keppnistímabilið 2017/18 var hann lánsmaður hjá Wolfsburg í Þýskalandi.
Divock varð goðsögn hjá Liverpool á síðustu leiktíð með ógleymanalegu sigurmarki á móti Everton. Hann skoraði svo tvö dýrmæt mörk á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar áður en hann gulltryggði Evrópubikarinn með seinna marki Liverpool í úrslitaleiknum á móti Tottenham. Ógleymanleg leiktíð fyrir Divock sem flestir voru búnir að afskrifa þar til hann skoraði á móti Everton.
Hvað sem verður þá er ljóst að Divock Origi verður lengi minnst hjá Liverpool.
TIL BAKA
Til hamingju!
Divock Origi er afmælisbarn dagsins en hann er 25 ára í dag. Hann náði þeim áfanga á leiktíðinni að spila sinn 100. leik með Liverpool. Það er alltaf merkur áfangi.
Divock náði áfanganum í fyrsta deildarleik keppnistímabilsins þegar Liverpool vann Norwich City 4:1. Hann gerði góða hluti í þeim leik með því að skora og eiga auk þess stóran hlut að máli þegar Grant Hanley skoraði sjálfsmark. Dovic var búinn að skora 29 mörk í fyrstu 100 leikjum sínum með Liverpool. En nú eru mörkin orðin 33.
Divock Origi hóf feril sinn hjá Genk í Belgíu sem unglingur. Hann gerði samning við franska liðið Lille 2012 og hóf atvinnuferil sinn þar. Liverpool keypti Divock frá Lille 2014 en lánaði hann til liðsins leiktíðina 2014/15.
Belginn lék fyrst með Liverpool á sparktíðinni 2015/16. Honum gekk mjög vel þar til hann meiddist illa undir vor eftir fólskubort leikmanns Everton en þá var hann búinn að skora tíu mörk. Hann skoraði 11 mörk á næstu leiktíð en spilaði ekki jafn vel. Keppnistímabilið 2017/18 var hann lánsmaður hjá Wolfsburg í Þýskalandi.
Divock varð goðsögn hjá Liverpool á síðustu leiktíð með ógleymanalegu sigurmarki á móti Everton. Hann skoraði svo tvö dýrmæt mörk á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar áður en hann gulltryggði Evrópubikarinn með seinna marki Liverpool í úrslitaleiknum á móti Tottenham. Ógleymanleg leiktíð fyrir Divock sem flestir voru búnir að afskrifa þar til hann skoraði á móti Everton.
Hvað sem verður þá er ljóst að Divock Origi verður lengi minnst hjá Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Diogo Jota meiddur -
| Sf. Gutt
Dreymdi um svona augnablik! -
| Sf. Gutt
Trey Nyoni kominn með samning -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp kominn með vinnu! -
| Sf. Gutt
Skoskt met hjá Andrew Robertson!
Fréttageymslan