| Sf. Gutt
Curtis Jones endurnýjaði samning sinn við Liverpool á dögunum. Samningurinn er til næstu ára. Curtis er uppalinn hjá Liverpool og dreymir um að ná að komast í aðallið félagsins.
,,Það er stór stund fyrir mig. Ég er héðan úr borginni og draumurinn er að spila fyrir þetta magnaða félag. Ég er í skýjunum yfir því að framkvæmdastjórinn og starfsliðið hafi nógu mikla trú á mér til að bjóða mér nýjan samning."
Curtis spilar jafnan á miðjunni og getur leikið ýmsar stöður þar. Hann hefur verið hjá Liverpool frá því hann var strákur og hann hefur komist í aðalliðið. Hann hefur leikið einn leik með aðalliðinu hingað til en tók þátt í flestum leikjunum á undirbúningstímabilinu í fyrra og núna í sumar. Curtis hefur þótt með efnilegustu leikmönnum Liverpool síðustu árin. Það á eftir að koma í ljós hvort hann nær að uppfylla draum sinn um að festa sig í sessi í aðalliði Liverpool.
TIL BAKA
Curtis Jones endurnýjar samning

Curtis Jones endurnýjaði samning sinn við Liverpool á dögunum. Samningurinn er til næstu ára. Curtis er uppalinn hjá Liverpool og dreymir um að ná að komast í aðallið félagsins.
,,Það er stór stund fyrir mig. Ég er héðan úr borginni og draumurinn er að spila fyrir þetta magnaða félag. Ég er í skýjunum yfir því að framkvæmdastjórinn og starfsliðið hafi nógu mikla trú á mér til að bjóða mér nýjan samning."

Curtis spilar jafnan á miðjunni og getur leikið ýmsar stöður þar. Hann hefur verið hjá Liverpool frá því hann var strákur og hann hefur komist í aðalliðið. Hann hefur leikið einn leik með aðalliðinu hingað til en tók þátt í flestum leikjunum á undirbúningstímabilinu í fyrra og núna í sumar. Curtis hefur þótt með efnilegustu leikmönnum Liverpool síðustu árin. Það á eftir að koma í ljós hvort hann nær að uppfylla draum sinn um að festa sig í sessi í aðalliði Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna -
| Sf. Gutt
Jafntefli í síðasta leiknum!
Fréttageymslan