| Sf. Gutt
TIL BAKA
Með fullt hús á toppnum!
Liverpool er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir fjórar umferðirnar. Liverpool setti nýtt félagsmet með 0:3 sigri í Burnley.
Jürgen Klopp sendi sömu menn til leiks og léku svo vel á móti Arsenal um síðustu helgi. Heimamenn fengu fyrsta færi leiksins eftir tvær mínútur. Chris Wood komst inn í vítateiginn og náði skoti en Adrián San Miguel varði vel og hættunni var bægt frá í kjölfarið. Tveimur mínútum seinna eða svo kom sending fram á Mohamed Salah sem náði góðu skoti en boltinn small í stönginni. Liverpool náði smá saman yfirhöndinni en Burnley gaf ekkert eftir frekar en fyrri daginn. Ísinn var brotinn á 33. mínútu. Jordan Henderson fékk boltann hægra megin við vítateiginn og sendi til baka á Trent Alexander-Arnold. Trent gaf fyrir markið og á einhvern óskiljanlegan hátt sveif boltinn yfir Nick Pope markvörð Burnley og datt niður í fjærhornið. Trent fagnaði vel og ekki síður félagar hans. Ótrúlegt mark en þegar betur var að gáð var markið sjálfsmark Chris Wood. Boltinn strauk bakið á honum þegar Trent gaf fyrir og breytti um stefnu. Samt glæsilegt mark!
Sjö mínútum seinna bætti Liverpool við forystuna. Ben Mee sendi boltann beint á Roberto Firmino við miðju vallarins. Roberto tók strikið að vítateginum þar sem hann renndi boltanum til vinstri á Sadio Mané og Senegalinn skoraði með hárnákvæmu skoti neðst í hornið fjær. Frábær samvinna og heimamönnum refsað á punktinum!
Síðari hálfleikur var tíðindalítill. Liverpool hafði öll völd og þegar tíu mínútur voru eftir gerðu Evrópumeistararnir endanlega út um leikinn. Liverpool sneri vörn í sókn. Mohamed fékk boltann hægra megin við vítateiginn og reyndi að koma sér í skotstöðu. Hann missti boltann frá sér en boltinn hrökk fullkomlega til Roberto Firmino sem skoraði viðstöðulaust frá vítateigslínunni. Vel gert hjá Roberto. Rétt á eftir fékk Mohamed boltann aftur á svipuðum slóðum, lék sig í skotstöðu en varnarmaður bjargaði. Hann hefði þó átt að gefa til hliðar á Sadio sem beið dauðafrír. Sadio sýndi óánægju sína þegar honum var skipt af velli þegar fimm mínútur voru eftir. Hann var greinilega reiður yfir því að Mohamed skyndi ekki gefa á hann þegar hann var dauðafrír.
Þegar mínúta var eftir komst Jay Rodriguez inn í vítateiginn og virtist vera búinn að leika á Adrián en Spánverjinn var staðráðinn í halda hreinu og náði að verja. Vel gert hjá honum. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu leikslokum og efsta sæti deildarinnar. Sigurinn staðfesti nýtt félagsmet. Liverpool hefur nú unnið 13 deildarleiki í röð og hefur það ekki gerst áður í glæstri sögu félagsins. Frábært afrek!
Mörk Liverpool: Chris Woods (33. mín.), Sadio Mané (37. mín.) og Roberto Firmino (80. mín.).
Maður leiksins: Fabinho Tavarez. Eins og svo oft síðustu mánuðina var Brasilíumaðurinn frábær á miðjunni. Vinna hans vekur kannski ekki alltaf mikla athygli en hann er að verða með þeim bestu í sinni stöðu.
Jürgen Klopp: Það var góður hraði í leiknum og við erum skapandi. Það er hægt að líta á svo margt í hverjum einasta leik. Svo getum við bætt okkur áfram sem er frábært.
Áhorfendur á Turf Moor: 21.762.
- Liverpool vann 13. deildarleik sinn í röð. Það er nýtt félagsmet!
- Liverpool leiðir deildina með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.
- Sadio Mané skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Roberto Firmino skoraði annað mark sitt.
- Þetta var 50. deildarmark Roberto og hann er fyrsti Brasilíumaðurinn til að skora svo mörg mörk í efstu deild á Englandi.
- Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem Liverpool vinnur fyrstu fjóra leiki sína í deildinni tvær leiktíðar í röð.
Jürgen Klopp sendi sömu menn til leiks og léku svo vel á móti Arsenal um síðustu helgi. Heimamenn fengu fyrsta færi leiksins eftir tvær mínútur. Chris Wood komst inn í vítateiginn og náði skoti en Adrián San Miguel varði vel og hættunni var bægt frá í kjölfarið. Tveimur mínútum seinna eða svo kom sending fram á Mohamed Salah sem náði góðu skoti en boltinn small í stönginni. Liverpool náði smá saman yfirhöndinni en Burnley gaf ekkert eftir frekar en fyrri daginn. Ísinn var brotinn á 33. mínútu. Jordan Henderson fékk boltann hægra megin við vítateiginn og sendi til baka á Trent Alexander-Arnold. Trent gaf fyrir markið og á einhvern óskiljanlegan hátt sveif boltinn yfir Nick Pope markvörð Burnley og datt niður í fjærhornið. Trent fagnaði vel og ekki síður félagar hans. Ótrúlegt mark en þegar betur var að gáð var markið sjálfsmark Chris Wood. Boltinn strauk bakið á honum þegar Trent gaf fyrir og breytti um stefnu. Samt glæsilegt mark!
Sjö mínútum seinna bætti Liverpool við forystuna. Ben Mee sendi boltann beint á Roberto Firmino við miðju vallarins. Roberto tók strikið að vítateginum þar sem hann renndi boltanum til vinstri á Sadio Mané og Senegalinn skoraði með hárnákvæmu skoti neðst í hornið fjær. Frábær samvinna og heimamönnum refsað á punktinum!
Síðari hálfleikur var tíðindalítill. Liverpool hafði öll völd og þegar tíu mínútur voru eftir gerðu Evrópumeistararnir endanlega út um leikinn. Liverpool sneri vörn í sókn. Mohamed fékk boltann hægra megin við vítateiginn og reyndi að koma sér í skotstöðu. Hann missti boltann frá sér en boltinn hrökk fullkomlega til Roberto Firmino sem skoraði viðstöðulaust frá vítateigslínunni. Vel gert hjá Roberto. Rétt á eftir fékk Mohamed boltann aftur á svipuðum slóðum, lék sig í skotstöðu en varnarmaður bjargaði. Hann hefði þó átt að gefa til hliðar á Sadio sem beið dauðafrír. Sadio sýndi óánægju sína þegar honum var skipt af velli þegar fimm mínútur voru eftir. Hann var greinilega reiður yfir því að Mohamed skyndi ekki gefa á hann þegar hann var dauðafrír.
Þegar mínúta var eftir komst Jay Rodriguez inn í vítateiginn og virtist vera búinn að leika á Adrián en Spánverjinn var staðráðinn í halda hreinu og náði að verja. Vel gert hjá honum. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu leikslokum og efsta sæti deildarinnar. Sigurinn staðfesti nýtt félagsmet. Liverpool hefur nú unnið 13 deildarleiki í röð og hefur það ekki gerst áður í glæstri sögu félagsins. Frábært afrek!
Mörk Liverpool: Chris Woods (33. mín.), Sadio Mané (37. mín.) og Roberto Firmino (80. mín.).
Maður leiksins: Fabinho Tavarez. Eins og svo oft síðustu mánuðina var Brasilíumaðurinn frábær á miðjunni. Vinna hans vekur kannski ekki alltaf mikla athygli en hann er að verða með þeim bestu í sinni stöðu.
Jürgen Klopp: Það var góður hraði í leiknum og við erum skapandi. Það er hægt að líta á svo margt í hverjum einasta leik. Svo getum við bætt okkur áfram sem er frábært.
Áhorfendur á Turf Moor: 21.762.
Fróðleikur
- Liverpool vann 13. deildarleik sinn í röð. Það er nýtt félagsmet!
- Liverpool leiðir deildina með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.
- Sadio Mané skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Roberto Firmino skoraði annað mark sitt.
- Þetta var 50. deildarmark Roberto og hann er fyrsti Brasilíumaðurinn til að skora svo mörg mörk í efstu deild á Englandi.
- Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem Liverpool vinnur fyrstu fjóra leiki sína í deildinni tvær leiktíðar í röð.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan