| Sf. Gutt
Þegar Liverpool lagði Burnley að velli 0:3 féll félagsmet. Liverpool hefur aldrei í sögunni unnið fleiri deildarleiki í röð en nú er komið.
Sigurinn á Turf Moor var 13. deildarsigur Liverpool í röð. Eftir 0:0 jafntefli við Everton á Goodison Park þann 3. mars hefur Liverpool unnið 13 leiki í röð. Sigurgangan hófst með 4:2 sigri á Burnley á Anfield Road 10. mars og stendur enn. Tekið skal fram að hér eru aðeins taldir deildarleikir en ekki leikir í Evrópukeppni og öðrum keppnum.

Ef leikir í öllum keppnum eru taldir hefur Liverpool mest unnið 11 leiki í röð. Það gerðist fyrst á leiktíðinni 1988/89 undir stjórn Kenny Dalglish og aftur á keppnistímabilinu 2005/06 þegar Rafael Benítez var framkvæmdastjóri.
TIL BAKA
Nýtt félagsmet!

Þegar Liverpool lagði Burnley að velli 0:3 féll félagsmet. Liverpool hefur aldrei í sögunni unnið fleiri deildarleiki í röð en nú er komið.

Sigurinn á Turf Moor var 13. deildarsigur Liverpool í röð. Eftir 0:0 jafntefli við Everton á Goodison Park þann 3. mars hefur Liverpool unnið 13 leiki í röð. Sigurgangan hófst með 4:2 sigri á Burnley á Anfield Road 10. mars og stendur enn. Tekið skal fram að hér eru aðeins taldir deildarleikir en ekki leikir í Evrópukeppni og öðrum keppnum.
Ef leikir í öllum keppnum eru taldir hefur Liverpool mest unnið 11 leiki í röð. Það gerðist fyrst á leiktíðinni 1988/89 undir stjórn Kenny Dalglish og aftur á keppnistímabilinu 2005/06 þegar Rafael Benítez var framkvæmdastjóri.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan