| Sf. Gutt
Markið sem Roberto Firmino skoraði á móti Burnley var sögulegt. Það var deildarmark númer 50 hjá honum í ensku knattspyrnunni. Hann er fyrsti Brasilíumaðurinn til að ná 50 mörkum í efstu deild á Englandi. Hér að neðan er listi yfir þa fimm Brasilíumenn sem hafa skorað flest mörk í efstu deild á Englandi. Liverpool á tvo á listanum.
Mörkin 50 hefur Roberto skorað í 141 deildarleik. Fyrir utan mörkin hefur hann átt 29 stoðsendingar í þessum leikjum. Hann hefur því sannarlega lagt sitt af mörkum frá því hann kom frá Hoffenheim sumarið 2015.
Til gamans má geta þess að Roger Hunt hefur skorað flest deildarmörk í sögu Liverpool. Enski landsliðsmaðurinn skoraði 244 mörk í deildarleikjum sínum með Liverpool. Alls skoraði 285 mörk fyrir Liverpool.
TIL BAKA
Roberto fyrstur í 50 mörk!
Markið sem Roberto Firmino skoraði á móti Burnley var sögulegt. Það var deildarmark númer 50 hjá honum í ensku knattspyrnunni. Hann er fyrsti Brasilíumaðurinn til að ná 50 mörkum í efstu deild á Englandi. Hér að neðan er listi yfir þa fimm Brasilíumenn sem hafa skorað flest mörk í efstu deild á Englandi. Liverpool á tvo á listanum.
Roberto Firmino - Liverpool - 50 mörk.
Philippe Coutinho - Liverpool - 41 mark.
Juninho - Middlesbrough - 29 mörk.
Gabriel Jesus - Manchester City - 28 mörk.
Willian - Chelsea - 28 mörk.
Til gamans má geta þess að Roger Hunt hefur skorað flest deildarmörk í sögu Liverpool. Enski landsliðsmaðurinn skoraði 244 mörk í deildarleikjum sínum með Liverpool. Alls skoraði 285 mörk fyrir Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan