| Sf. Gutt

Léttir að búið sé að loka fyrir félagaskipti


Það getur verið þreytandi fyrir leikmenn þegar opið er fyrir félagaskipti. Fjölmiðar reyna að gera sér mat úr hvort hinn eða þessi leikmaðurin sé að koma, fara eða þá að hann verði um kyrrt. Dejan Lovren er ánægður með að búið sé að loka fyrir félagaskipti.

,,Það er léttir að búið sé að loka fyrir félagaskipti. Ég var orðinn þreyttur á að lesa eða hlusta á fréttir alla daga um að ég væri að fara eða þá að ég myndi vera áfram í Liverpool. Enginn hafði neitt fyrir sér í þessu. Þetta fór í taugarnar á mér."

,,Jú, ég íhugaði að fara en ég vissi að ég hefði gert mitt besta fyrir Liverpool og unnið Meistaradeildina. Ég er þó ekki leikmaður þeirrar gerðar að vera sáttur við að vera á bekknum og hirða kaupið mitt. Sumir í kringum mig spurðu hverju það skipti því ég væri hjá stórliði. Ég gæti því bara þagað og tekið við kaupinu mínu. Ég hef ekki áhuga á slíku."


Áhugi var á Króatanum frá tveimur stórliðum á Ítalíu. En hann er sáttur við að vera hjá Liverpool því þar þarf hann ekki að sanna sig. 

,,Milan hafði samband við mig en mesti áhuginn kom frá Roma. Viðræður gengu á hinn bóginn ekki vel. Ég hef ekki áhuga á að fara eitthvað til að sanna mig."

Dejan Lovren er ekki búinn að spila með Liverpool hingað til á leiktíðinni en hann verður til taks ef á þarf að halda. Það verður gott að hafa hann í liðshópnum enda er hann einn reyndasti maður liðsins. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan