| Sf. Gutt
Alisson Becker er farinn að æfa og það styttist í að hann geti farið að æfa af fullum krafti. Það verður þó farið varlega með að setja mikinn kraft í æfingarnar þar til þjálfaraliðið gefur grænt ljós. Í nokkurn tíma hefur þó verið miðað við byrjun október.
John Achterberg aðalmarkmannaþjálfari Liverpool, sem er til vinstri á myndinni, segir að reynt verði að stilla allt vel af þannig að ekki komi bakslag í bata Brasilíumannsins. Sem sagt ekki verður byrjað að æfa af fullum krafti fyrr en ökklinn verður orðinn alveg góður. Eins og allir muna fór Alisson meiddur af velli í fyrstu umferð deildarinnar þegar Liverpool vann Norwich City 4:1 í ágúst.
Hvenær svo sem Alisson Becker kemur aftur til leiks þá má segja að markmannsstaðan sé í góðum höndum. Adrián San Miguel hefur staðið vaktina í markinu í fjarveru Alisson og leikið stórvel. Betur en festir áttu von á.
TIL BAKA
Styttist í að Alisson fari að æfa á fullu

Alisson Becker er farinn að æfa og það styttist í að hann geti farið að æfa af fullum krafti. Það verður þó farið varlega með að setja mikinn kraft í æfingarnar þar til þjálfaraliðið gefur grænt ljós. Í nokkurn tíma hefur þó verið miðað við byrjun október.

John Achterberg aðalmarkmannaþjálfari Liverpool, sem er til vinstri á myndinni, segir að reynt verði að stilla allt vel af þannig að ekki komi bakslag í bata Brasilíumannsins. Sem sagt ekki verður byrjað að æfa af fullum krafti fyrr en ökklinn verður orðinn alveg góður. Eins og allir muna fór Alisson meiddur af velli í fyrstu umferð deildarinnar þegar Liverpool vann Norwich City 4:1 í ágúst.

Hvenær svo sem Alisson Becker kemur aftur til leiks þá má segja að markmannsstaðan sé í góðum höndum. Adrián San Miguel hefur staðið vaktina í markinu í fjarveru Alisson og leikið stórvel. Betur en festir áttu von á.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna -
| Sf. Gutt
Jafntefli í síðasta leiknum!
Fréttageymslan