| Sf. Gutt
TIL BAKA
Markaregn gegn austurrísku meisturunum
Það var markaregn á Anfield Road í kvöld þegar austurrísku meistararnir frá Saltsborg komu í heimsókn. Liverpool skoraði sem betur fer fleiri mörk þegar upp var staðið og vann 4:3.
Eftir tap í Napolí í fyrstu umferð riðlakeppninnar varð Liverpool að vinna leikinn gegn Red Bull Salzburg til að koma sér á blað í riðlinum. Liverpool gat ekki byrjað mikið betur því eftir aðeins níu mínútur lá boltinn í marki Red Bull. Andrew Robertson sendi fram vinstri vænginn á Sadio Mané. Hann lék að vítateignum, stakk sér milli tveggja varnarmanna, spilaði þríhyrning við Roberto Firmino og skoraði svo með yfirveguðu skoti neðst í fjærhornið. Á 25. mínútu bætti Liverpool enn í. Andrew Robertson hóf sóknina aftur við miðju og eftir hratt spil yfir til hægri sendi Trent Alexander-Arnold fyrir markið og þangað var Andrew kominn til að skora af stuttu færi. Annað glæsilegt mark og gaman að sjá Skotann fagna marki. Ekki oft sem hann kemst á markalistann.
Liverpool hélt áfram á sömu braut og á 36. mínútu sendi Sadio fyrir á Roberto sem skallaði að marki. Markmaður Red Bull varði en hélt ekki boltanum. Moahmed Salah var vel vakandi, hirti frákastið og skoraði af stuttu færi. Allt leit út fyrir að Liverpool ætlaði að vinna stórsigur en þremur mínútum seinna skoraði austurríska liðið. Það sneri vörn í sókn og boltinn barst til Hwang Hee-chan sem lék á Dirk van Dijk í vítateignum áður en hann skoraði með fallegu skoti út í hliðarnetið.
Liverpool hafði spilað stórvel í fyrri hálfleik en það var strax ljóst eftir hlé að Evrópumeistararnir höfðu slakað á. Eftir fjórar mínútur var heppnin með Adrián þegar hann skaut boltanum í mótherja og af honum fór boltinn rétt framhjá. Á 55. mínútu bjargaði Joe Gomez svo með góðri tæklingu þegar hætta var á ferðum. Það var skammgóður vermir því mínútu síðar skoraði Takumi Minamino með viðstöðulausu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf frá vinstri. Fjórum mínútum seinna var boltinn aftur í marki Liverpool. Varmaðurinn Erling Haaland skoraði þá óvaldaður á markteig eftir sendingu frá hægri. Staðan var orðin jöfn. Ótrúlegt en satt!
Loksins eftir þetta rönkuðu leikmenn Liverpool úr rotinu og settu kraft í leik sinn. Á 69. mínútu var mikill barningur við vítateig Red Bull. Fabinho Tavarez sendi inn í vítateiginn á Roberto sem skallaði boltann hárnákvæmt fyrir fætur Mohamed Salah sem tók boltann í fyrsta á lofti og sedi hann í markið. Vel gert hjá Moahmed því erfitt var að taka við boltanum og afgreiða hann í markið á þennan hátt. Rétt á eftir náði Sadio ekki að stýra boltanum í markið af örstuttu færi eftir horn frá Trent. Það sem eftir lifði leiks náði Liverpool að halda fengum hlut og austurríski meistararnir ógnuðu ekki meira.
Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu góðum sigri en Evrópumeistararnir verða að vera sig í næstu leikjum. Það má ekki gerast að liðum sé hleypt inn í leiki eins og gerðist í kvöld. En öllu skipti að vinna hvernig sem það gekk fyrir sig!
Liverpool: Adrian; Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson; Henderson (Milner 61. mín.), Fabinho, Wijnaldum (Origi 64. mín.); Salah (Keita 90. mín.), Firmino og Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Lovren, Oxlade-Chamberlain og Lallana.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (9. mín.), Andrew Robertson (25. mín) og Mohamed Salah (36. og 69. mín.).
Gult spjald: Fabinho Tavrez.
Red Bull Salzburg: Stankovic; Kristensen, Onguene, Wober, Ulmer; Minamino, Mewpu, Junuzovic (Ashimeru 78. mín.), Szobosziai (Okugawa 71. mín.); Daka (Haaland 56. mín.) og Hwang. Ónotaðir varamenn: Koita, Ramalho, Philipp Kohn og Farkas.
Mörk Red Bull Salzburg: Hwang Hee-chan (39. mín.), Takumi Minamino (56. mín) og Erling Haaland (60. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 52.243.
Maður leiksins: Mohamed Salah skoraði sigurmark leiksins og þetta mark gæti orðið gríðarlega mikilvægt. Egyptinn skoraði tvisvar og lék mjög vel.
Jürgen Klopp: Það má læra margt af leiknum og við þurfum að bæta mikið. En samt sem áður var takmarkið fyrir leikinn að vinna sigur. Það tókst svo auðvitað er ég sáttur við það. Áfram svo!
- Liverpool lék sinn 100. Evrópuleik á Anfield Road.
- Sadio Mané skoraði sjöunda mark sitt á leiktíðinni.
- Andrew Robertson skoraði sitt fyrsta á þessari sparktíð.
- Mohamed Salah skoraði tvisvar og er nú kominn með sex mörk á keppnistímabilinu.
- Liverpool og Red Bull Salzburg mættust í fyrsta sinn í kappleik. Red Bull er 76. liðið sem Liverpool mætir í Evrópukeppni.
- Red Bull hefur unnið austurrísku deildina síðustu sex keppnistímabil og fimm sinnum bikarinn á þeim tíma.
- Sadio Mané og Naby Keita mættu sínu fyrra félagi.
- Roberto Firmino og Alisson Becker eiga báðir afmæli í dag.
- Georginio Wijnaldum lék sinn 150. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 14 mörk.
Eftir tap í Napolí í fyrstu umferð riðlakeppninnar varð Liverpool að vinna leikinn gegn Red Bull Salzburg til að koma sér á blað í riðlinum. Liverpool gat ekki byrjað mikið betur því eftir aðeins níu mínútur lá boltinn í marki Red Bull. Andrew Robertson sendi fram vinstri vænginn á Sadio Mané. Hann lék að vítateignum, stakk sér milli tveggja varnarmanna, spilaði þríhyrning við Roberto Firmino og skoraði svo með yfirveguðu skoti neðst í fjærhornið. Á 25. mínútu bætti Liverpool enn í. Andrew Robertson hóf sóknina aftur við miðju og eftir hratt spil yfir til hægri sendi Trent Alexander-Arnold fyrir markið og þangað var Andrew kominn til að skora af stuttu færi. Annað glæsilegt mark og gaman að sjá Skotann fagna marki. Ekki oft sem hann kemst á markalistann.
Liverpool hélt áfram á sömu braut og á 36. mínútu sendi Sadio fyrir á Roberto sem skallaði að marki. Markmaður Red Bull varði en hélt ekki boltanum. Moahmed Salah var vel vakandi, hirti frákastið og skoraði af stuttu færi. Allt leit út fyrir að Liverpool ætlaði að vinna stórsigur en þremur mínútum seinna skoraði austurríska liðið. Það sneri vörn í sókn og boltinn barst til Hwang Hee-chan sem lék á Dirk van Dijk í vítateignum áður en hann skoraði með fallegu skoti út í hliðarnetið.
Liverpool hafði spilað stórvel í fyrri hálfleik en það var strax ljóst eftir hlé að Evrópumeistararnir höfðu slakað á. Eftir fjórar mínútur var heppnin með Adrián þegar hann skaut boltanum í mótherja og af honum fór boltinn rétt framhjá. Á 55. mínútu bjargaði Joe Gomez svo með góðri tæklingu þegar hætta var á ferðum. Það var skammgóður vermir því mínútu síðar skoraði Takumi Minamino með viðstöðulausu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf frá vinstri. Fjórum mínútum seinna var boltinn aftur í marki Liverpool. Varmaðurinn Erling Haaland skoraði þá óvaldaður á markteig eftir sendingu frá hægri. Staðan var orðin jöfn. Ótrúlegt en satt!
Loksins eftir þetta rönkuðu leikmenn Liverpool úr rotinu og settu kraft í leik sinn. Á 69. mínútu var mikill barningur við vítateig Red Bull. Fabinho Tavarez sendi inn í vítateiginn á Roberto sem skallaði boltann hárnákvæmt fyrir fætur Mohamed Salah sem tók boltann í fyrsta á lofti og sedi hann í markið. Vel gert hjá Moahmed því erfitt var að taka við boltanum og afgreiða hann í markið á þennan hátt. Rétt á eftir náði Sadio ekki að stýra boltanum í markið af örstuttu færi eftir horn frá Trent. Það sem eftir lifði leiks náði Liverpool að halda fengum hlut og austurríski meistararnir ógnuðu ekki meira.
Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu góðum sigri en Evrópumeistararnir verða að vera sig í næstu leikjum. Það má ekki gerast að liðum sé hleypt inn í leiki eins og gerðist í kvöld. En öllu skipti að vinna hvernig sem það gekk fyrir sig!
Liverpool: Adrian; Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson; Henderson (Milner 61. mín.), Fabinho, Wijnaldum (Origi 64. mín.); Salah (Keita 90. mín.), Firmino og Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Lovren, Oxlade-Chamberlain og Lallana.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (9. mín.), Andrew Robertson (25. mín) og Mohamed Salah (36. og 69. mín.).
Gult spjald: Fabinho Tavrez.
Red Bull Salzburg: Stankovic; Kristensen, Onguene, Wober, Ulmer; Minamino, Mewpu, Junuzovic (Ashimeru 78. mín.), Szobosziai (Okugawa 71. mín.); Daka (Haaland 56. mín.) og Hwang. Ónotaðir varamenn: Koita, Ramalho, Philipp Kohn og Farkas.
Mörk Red Bull Salzburg: Hwang Hee-chan (39. mín.), Takumi Minamino (56. mín) og Erling Haaland (60. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 52.243.
Maður leiksins: Mohamed Salah skoraði sigurmark leiksins og þetta mark gæti orðið gríðarlega mikilvægt. Egyptinn skoraði tvisvar og lék mjög vel.
Jürgen Klopp: Það má læra margt af leiknum og við þurfum að bæta mikið. En samt sem áður var takmarkið fyrir leikinn að vinna sigur. Það tókst svo auðvitað er ég sáttur við það. Áfram svo!
Fróðleikur
- Liverpool lék sinn 100. Evrópuleik á Anfield Road.
- Sadio Mané skoraði sjöunda mark sitt á leiktíðinni.
- Andrew Robertson skoraði sitt fyrsta á þessari sparktíð.
- Mohamed Salah skoraði tvisvar og er nú kominn með sex mörk á keppnistímabilinu.
- Liverpool og Red Bull Salzburg mættust í fyrsta sinn í kappleik. Red Bull er 76. liðið sem Liverpool mætir í Evrópukeppni.
- Red Bull hefur unnið austurrísku deildina síðustu sex keppnistímabil og fimm sinnum bikarinn á þeim tíma.
- Sadio Mané og Naby Keita mættu sínu fyrra félagi.
- Roberto Firmino og Alisson Becker eiga báðir afmæli í dag.
- Georginio Wijnaldum lék sinn 150. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 14 mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan