| Sf. Gutt
Ungliðinn Harvey Elliott hefur verið settur í keppnisbann af Enska knattspyrnusambandinu. Tilefnið tengist sannarlega nútímanum. Bannið kom sem sagt til af því að Harvey hæddist að Harry Kane, fyrirliða Tottenham Hotspur og enska landsliðsins á samfélagsmiðlinum Snapchat. Myndskeiðið, sem hann tók upp í fíflagangi með félögum sínum þegar þeir voru að horfa á úrslitaleik Liverpool og Tottenham í Meistaradeildinni, átti ekki að fara fyrir almenningssjónir en gerði það.
Harvey má ekki taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum í hálfan mánuð og þarf að borga 350 sterlingspund í sekt. Hann þarf líka að taka þátt í námskeiði um ábyrga notkun samfélagsmiðla. Harvey bað alla viðkomandi afsökunar enda full ástæða til. Forráðamenn Liverpool sögðu atvikið litið alvarlegum augum og Harvey myndi vonandi draga lærdóm af því.
Liverpool keypti Harvey Elliott frá Fulham í sumar og hann lék sinn fyrsta leik með liðinu í Deildarbikarsigrinum á MK Dons í síðasta mánuði. Harvey varð í vor yngsti leikmaður í sögu Úrvalsdeildarinnar þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir Fulham gegn Wolves. Hann var þá 16 ára og 30 daga gamall. Hann var aðeins 15 ára og yngsti leikmaður í sögu Fulham þegar hann spilaði fyrst fyrir hönd félagsins í september fyrir ári.
TIL BAKA
Harvey Elliott dæmdur í bann
Ungliðinn Harvey Elliott hefur verið settur í keppnisbann af Enska knattspyrnusambandinu. Tilefnið tengist sannarlega nútímanum. Bannið kom sem sagt til af því að Harvey hæddist að Harry Kane, fyrirliða Tottenham Hotspur og enska landsliðsins á samfélagsmiðlinum Snapchat. Myndskeiðið, sem hann tók upp í fíflagangi með félögum sínum þegar þeir voru að horfa á úrslitaleik Liverpool og Tottenham í Meistaradeildinni, átti ekki að fara fyrir almenningssjónir en gerði það.
Harvey má ekki taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum í hálfan mánuð og þarf að borga 350 sterlingspund í sekt. Hann þarf líka að taka þátt í námskeiði um ábyrga notkun samfélagsmiðla. Harvey bað alla viðkomandi afsökunar enda full ástæða til. Forráðamenn Liverpool sögðu atvikið litið alvarlegum augum og Harvey myndi vonandi draga lærdóm af því.
Liverpool keypti Harvey Elliott frá Fulham í sumar og hann lék sinn fyrsta leik með liðinu í Deildarbikarsigrinum á MK Dons í síðasta mánuði. Harvey varð í vor yngsti leikmaður í sögu Úrvalsdeildarinnar þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir Fulham gegn Wolves. Hann var þá 16 ára og 30 daga gamall. Hann var aðeins 15 ára og yngsti leikmaður í sögu Fulham þegar hann spilaði fyrst fyrir hönd félagsins í september fyrir ári.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan