| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Jafntefli
Liverpool gerðu 1-1 jafntefli við Mancester United í leik sem verður kannski ekki lengi í minnum hafður fyrir skemmtanagildi. Eins og oft áður á þessu tímabili er myndands dómgæsla helsta umræðuefnið.
Byrjunarlið Klopp kom kannski á óvart þar sem flestir bjuggust við að Mohamed Salah væri klár í slaginn en svo reyndist ekki vera og Divock Origi byrjaði. Að öðru leyti var liðið skipað eins og flestir bjuggust við og það var gleðilegt að sjá Alisson í markinu á ný eftir langa fjarveru. Heimamenn þurftu að gera breytingu á sínu liði rétt fyrir leik þegar Tuanzebe þurfti að draga sig út og inn kom Marcos Rojo. David de Gea hafði jafnað sig á sínum meiðslum og byrjaði, Paul Pogba var ekki með og Anthony Martial settist á bekkinn.
Heilt yfir var leikurinn ekki skemmtilegur að horfa eins og áður sagði. Dómari leiksins var í engu samræmi við sjálfan sig og leyfði United mönnum að komast upp með að spila nokkuð fast en þegar Liverpool menn gerðu slíkt hið sama var yfirleitt dæmd aukaspyrna. Eitt slíkt atvik leiddi til þess að heimamenn komust yfir. Sending kom fram völlinn á Origi sem tók boltann niður og reyndi að skýla honum frá Lindelöf sem sparkaði í kálfann á honum. McTominay náði boltanum, sendi fram á James sem skeiðaði upp hægri kantinn, sendi fyrir þar sem Rashford var mættur á markteig og setti boltann í netið. Liverpool menn kvörtuðu yfir þessu og VAR-sjáin fór í gang til að skoða atvikið og lét markið standa á einhvern frekar lítið skiljanlegan hátt. Lindelöf braut augljóslega á Origi sem varð til þess að United náðu boltanum, fóru upp og skoruðu.
Rétt fyrir hálfleik var svo mark dæmt af Sadio Mané, VAR-sjáin aftur að verki þar. Há sending kom upp og Mané reyndi að leggja fyrir sig boltann með hnénu en því miður fór boltinn einnig aðeins í hendina á honum. Hann vann baráttuna við Lindelöf og setti boltann í netið en þar sem nýjar reglur kveða á um að ef boltinn fer í hendi sóknarmanns í vítateig sé það alltaf brot var markið auðvitað dæmt af. Staðan í hálfleik 1-0 en eina markverða færið sem Liverpool menn fengu var þegar Mané komst upp hægra megin í skyndisókn, sendi inná teiginn þar sem Firmino átti slakt skot sem De Gea varði. Semsagt bragðdauft heilt yfir og okkar menn þurftu að gjöra svo vel að bæta leik sinn.
Seinni hálfleikur var ekki mikið betri en sá fyrri en Liverpool menn voru þó mun meira með boltann en aldrei skapaðist nein hætta uppvið markið. Fyrsta skiptingin kom eftir klukkutíma leik þegar Oxlade-Chamberlain kom inn fyrir Origi og rúmlega tíu mínútum síðar fór Henderson útaf fyrir Lallana. Svosem ekki mjög traustvekjandi skiptingar þegar Liverpool var að reyna að jafna metin en því miður var enginn sóknarmaður til taks á bekknum. Síðasta skiptingin kom svo átta mínútum fyrir leikslok þegar Keita kom inn fyrir Wijnaldum. Liverpool spiluðu boltanum á milli sín á miðjunni og áttu afskaplega erfitt með að koma boltanum fram völlinn á samherja. Það tókst þó sem betur fer að jafna metin á 85. mínútu. Robertson átti þá sendingu fyrir frá vinstri sem rataði alla leið í gegnum þvöguna í teignum og yfir á fjærstöng þar sem Lallana átti auðvelt verk fyrir höndum og setti hann boltann auðvitað í markið. Oxlade-Chamberlain átti svo gott skot fyrir utan teig sem fór rétt framhjá en lokatölur voru 1-1.
Manchester United: de Gea, Lindelöf, Maguire, Rojo, Wan-Bissaka, McTominay, Fred, Young, Pereira (Williams, 90+4 mín.), James, Rashford (Martial, 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Romero, Jones, Garner, Mata, Greenwood.
Mark Manchester United: Marcus Rashford (36. mín.).
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Fabinho, Henderson (Lallana, 71. mín.), Wijnaldum (Keita, 82. mín.), Mané, Firmino, Origi (Oxlade-Chamberlain, 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrian, Gomez, Lovren, Milner.
Mark Liverpool: Adam Lallana (85. mín.).
Gult spjald: Fabinho.
Áhorfendur á Old Trafford: 73.737.
Maður leiksins: Það er erfitt að velja besta mann liðsins en nafnbótin fer til Adam Lallana sem skoraði markið mikilvæga. Það er alltaf gott þegar varamenn breyta leikjum og Lallana átti góða innkomu.
Jürgen Klopp: ,,Man Utd höfðu hlutina með sér í fyrri hálfleik vegna þess að þeir voru mættir eingöngu til þess að verjast okkur. Við hefðum átt að gera betur en það var augljóslega auðveldara að spila eins og við gerðum í stað þess að senda í gegnum varnarlínur þeirra. Í seinni hálfleik breyttum við aðeins um skipulag og það varð aðeins betra. Þetta er bara stig. Síðan ég kom til Englands hefur Man Utd ávallt spilað svona. Við hefðum átt að gera betur og við verðum betri í framtíðinni en nú tökum við hlutina eins og þeir eru. Allir byggja upp þennan leik eins og þetta sé einhver risaleikur en aðeins eitt lið mætir til að verjast og hitt liðið þarf að reyna að spila leikinn. Mér líður ekki eins og við höfum unnið eitthvað í dag - þetta var bara eitt stig."
,,Allt var á móti okkur í leiknum en við töpuðum samt ekki."
Fróðleikur:
- Adam Lallana skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu.
- Var þetta jafnframt fyrsta deildarmark hans síðan árið 2017 en þá skoraði hann í lokaleik tímabilsins gegn Middlesbrough.
- Alisson Becker spilaði sinn 40. deildarleik fyrir félagið.
- Eftir leikinn eru okkar menn auðvitað áfram í efsta sætinu með 25 stig en forystan hefur minnkað úr átta stigum í sex.
- Manchester United eru í 13. sæti deildarinnar með 10 stig.
Byrjunarlið Klopp kom kannski á óvart þar sem flestir bjuggust við að Mohamed Salah væri klár í slaginn en svo reyndist ekki vera og Divock Origi byrjaði. Að öðru leyti var liðið skipað eins og flestir bjuggust við og það var gleðilegt að sjá Alisson í markinu á ný eftir langa fjarveru. Heimamenn þurftu að gera breytingu á sínu liði rétt fyrir leik þegar Tuanzebe þurfti að draga sig út og inn kom Marcos Rojo. David de Gea hafði jafnað sig á sínum meiðslum og byrjaði, Paul Pogba var ekki með og Anthony Martial settist á bekkinn.
Heilt yfir var leikurinn ekki skemmtilegur að horfa eins og áður sagði. Dómari leiksins var í engu samræmi við sjálfan sig og leyfði United mönnum að komast upp með að spila nokkuð fast en þegar Liverpool menn gerðu slíkt hið sama var yfirleitt dæmd aukaspyrna. Eitt slíkt atvik leiddi til þess að heimamenn komust yfir. Sending kom fram völlinn á Origi sem tók boltann niður og reyndi að skýla honum frá Lindelöf sem sparkaði í kálfann á honum. McTominay náði boltanum, sendi fram á James sem skeiðaði upp hægri kantinn, sendi fyrir þar sem Rashford var mættur á markteig og setti boltann í netið. Liverpool menn kvörtuðu yfir þessu og VAR-sjáin fór í gang til að skoða atvikið og lét markið standa á einhvern frekar lítið skiljanlegan hátt. Lindelöf braut augljóslega á Origi sem varð til þess að United náðu boltanum, fóru upp og skoruðu.
Rétt fyrir hálfleik var svo mark dæmt af Sadio Mané, VAR-sjáin aftur að verki þar. Há sending kom upp og Mané reyndi að leggja fyrir sig boltann með hnénu en því miður fór boltinn einnig aðeins í hendina á honum. Hann vann baráttuna við Lindelöf og setti boltann í netið en þar sem nýjar reglur kveða á um að ef boltinn fer í hendi sóknarmanns í vítateig sé það alltaf brot var markið auðvitað dæmt af. Staðan í hálfleik 1-0 en eina markverða færið sem Liverpool menn fengu var þegar Mané komst upp hægra megin í skyndisókn, sendi inná teiginn þar sem Firmino átti slakt skot sem De Gea varði. Semsagt bragðdauft heilt yfir og okkar menn þurftu að gjöra svo vel að bæta leik sinn.
Seinni hálfleikur var ekki mikið betri en sá fyrri en Liverpool menn voru þó mun meira með boltann en aldrei skapaðist nein hætta uppvið markið. Fyrsta skiptingin kom eftir klukkutíma leik þegar Oxlade-Chamberlain kom inn fyrir Origi og rúmlega tíu mínútum síðar fór Henderson útaf fyrir Lallana. Svosem ekki mjög traustvekjandi skiptingar þegar Liverpool var að reyna að jafna metin en því miður var enginn sóknarmaður til taks á bekknum. Síðasta skiptingin kom svo átta mínútum fyrir leikslok þegar Keita kom inn fyrir Wijnaldum. Liverpool spiluðu boltanum á milli sín á miðjunni og áttu afskaplega erfitt með að koma boltanum fram völlinn á samherja. Það tókst þó sem betur fer að jafna metin á 85. mínútu. Robertson átti þá sendingu fyrir frá vinstri sem rataði alla leið í gegnum þvöguna í teignum og yfir á fjærstöng þar sem Lallana átti auðvelt verk fyrir höndum og setti hann boltann auðvitað í markið. Oxlade-Chamberlain átti svo gott skot fyrir utan teig sem fór rétt framhjá en lokatölur voru 1-1.
Manchester United: de Gea, Lindelöf, Maguire, Rojo, Wan-Bissaka, McTominay, Fred, Young, Pereira (Williams, 90+4 mín.), James, Rashford (Martial, 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Romero, Jones, Garner, Mata, Greenwood.
Mark Manchester United: Marcus Rashford (36. mín.).
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Fabinho, Henderson (Lallana, 71. mín.), Wijnaldum (Keita, 82. mín.), Mané, Firmino, Origi (Oxlade-Chamberlain, 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrian, Gomez, Lovren, Milner.
Mark Liverpool: Adam Lallana (85. mín.).
Gult spjald: Fabinho.
Áhorfendur á Old Trafford: 73.737.
Maður leiksins: Það er erfitt að velja besta mann liðsins en nafnbótin fer til Adam Lallana sem skoraði markið mikilvæga. Það er alltaf gott þegar varamenn breyta leikjum og Lallana átti góða innkomu.
Jürgen Klopp: ,,Man Utd höfðu hlutina með sér í fyrri hálfleik vegna þess að þeir voru mættir eingöngu til þess að verjast okkur. Við hefðum átt að gera betur en það var augljóslega auðveldara að spila eins og við gerðum í stað þess að senda í gegnum varnarlínur þeirra. Í seinni hálfleik breyttum við aðeins um skipulag og það varð aðeins betra. Þetta er bara stig. Síðan ég kom til Englands hefur Man Utd ávallt spilað svona. Við hefðum átt að gera betur og við verðum betri í framtíðinni en nú tökum við hlutina eins og þeir eru. Allir byggja upp þennan leik eins og þetta sé einhver risaleikur en aðeins eitt lið mætir til að verjast og hitt liðið þarf að reyna að spila leikinn. Mér líður ekki eins og við höfum unnið eitthvað í dag - þetta var bara eitt stig."
,,Allt var á móti okkur í leiknum en við töpuðum samt ekki."
Fróðleikur:
- Adam Lallana skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu.
- Var þetta jafnframt fyrsta deildarmark hans síðan árið 2017 en þá skoraði hann í lokaleik tímabilsins gegn Middlesbrough.
- Alisson Becker spilaði sinn 40. deildarleik fyrir félagið.
- Eftir leikinn eru okkar menn auðvitað áfram í efsta sætinu með 25 stig en forystan hefur minnkað úr átta stigum í sex.
- Manchester United eru í 13. sæti deildarinnar með 10 stig.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan