| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Flottur útisigur
Liverpool vann flottan sigur á Genk í Belgíu fyrr í kvöld, lokatölur voru 1-4 og stigin þrjú mikilvæg í baráttunni í riðlinum.
Þeir Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita byrjuðu á miðjunni ásamt Fabinho. Mohamed Salah var klár í slaginn og var frammi ásamt Mané og Firmino og eins og við var búist spilaði James Milner í hægri bakverði í fjarveru Alexander-Arnold og Lovren í stað Matip. Alls fimm breytingar á liðinu frá leiknum á sunnudaginn var.
Það þurfti heldur betur ekki að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins en það kom strax á 2. mínútu. Slök sending út úr vörn heimamanna fór til Robertson sem lék upp völlinn, fann Fabinho á miðjunni og hann framlengdi boltann á Oxlade-Chamberlain sem var rétt fyrir utan teig. Hann fékk tímann til að athafna sig og hlaða í skot að marki sem rúllaði snyrtilega í fjærhornið. Snilldar byrjun á leiknum !
Eftir þetta var leikurinn nokkuð opinn og bæði lið fengu færi, Samatta fékk fínt færi þegar löng sending innfyrir virtist hleypa honum í gegn en varnarmenn náðu að vinna til baka og þrengja að honum þannig að skot hans fór vel framhjá. Þeir fengu annað færi skömmu síðar og þá var það Onuachu sem náði skoti á markið en Alisson varði. Á 25. mínútu sýndi Firmino svo snilldartakta þegar honum tókst einhvernveginn að senda boltann innfyrir teiginn á Mané sem reyndi skot en varnarmaður komst fyrir. Mark var svo dæmt af heimamönnum örskömmu síðar en einn leikmanna þeirra var rangstæður áður en frábær sending kom fyrir markið frá hægri þar sem Samatta mætti á fjærstöng og hamraði boltann í netið með flottum skalla. Bæði lið fengu fín tækifæri til að skora en það vantaði alltaf eitthvað örlítið uppá til að boltinn endaði í netinu. Staðan í hálfleik 0-1 og allt opið ennþá.
Biðin eftir marki í seinni hálfleik var svosem ekki löng heldur en á 57. mínútu gerði Oxlade-Chamberlain annað mark og það var stórglæsilegt. Firmino fékk boltann inná teignum, sneri sér með boltann og renndi honum útfyrir teiginn. Þar var Oxlade-Chamberlain mættur og skaut snyrtilegu skoti utanfótar sem fór í slána og inn. Frábær tækni hjá Englendingum þarna og staðan orðin mun þægilegri snemma í seinni hálfleik. Síðasta korterið eða svo opnuðust svo flóðgáttir og þrjú mörk litu dagsins ljós. Fyrstur á blað var Sadio Mané þegar hann fékk flotta stungusendingu inná teiginn frá Salah og kláraði færið vel í fjærhornið. Á 88. mínútu kom Salah sér einnig á blað með flottu marki. Mané sendi inná teiginn til Salah sem var með varnarmann í bakinu, hann skýldi boltanum vel, ýtti honum aðeins áfram og var þá kominn einn á auðan sjó í teignum. Eftirleikurinn var nokkuð auðveldur og boltinn fór í stöngina og inn. Heimamenn voru ekki sáttir með þetta, brunuðu í sókn og það endaði með því að Odey skoraði eftir fínan undirbúning frá Ndongala. Lokatölur 1-4 og fyrsti útisigur okkar manna í riðlakeppni Meistaradeildar leit dagsins ljós eftir langa bið.
Genk: Coucke, Maehle, Cuesta, Lucumí, Uronen, Ito (Hagi, 87. mín.), Heynen, Berge, Batombo (Ndongala, 66. mín.), Samatta, Onuachu (Odei, 81. mín.). Ónotaðir varamenn: de Norre, Dewaest, Hrosovsky, Vandevoordt.
Mark Genk: Odey (88. mín.).
Gult spjald: Odey.
Liverpool: Alisson, Milner, Lovren, van Dijk, Robertson (Gomez, 63. mín.), Fabinho, Keita, Oxlade-Chamberlain (Wijnaldum, 74. mín.), Salah, Firmino (Origi, 80. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Adrian, Henderson, Lallana, Brewster.
Mörk Liverpool: Alex Oxlade-Chamberlain (2. og 57. mín.), Mané (77. mín.) og Salah (87. mín.).
Gult spjald: Gomez.
Maður leiksins: Alex Oxlade-Chamberlain nýtti tækifæri sitt í byrjunarliðinu glæsilega og skoraði tvö mörk með skotum fyrir utan teig. Eitthvað sem hefur stundum vantað í leik okkar manna, ógn fyrir utan.
Jürgen Klopp: ,,Leikurinn byrjaði fullkomlega, við létum boltann ganga og við vorum að opna vörn Genk, eftir það og ég veit reyndar ekki af hverju misstum við þolinmæðina og sendingar urðu slakar. En öll fjögur mörk okkar voru frábær og við fengum færi til að skora fleiri. Verkinu er því lokið."
Fróðleikur:
- Alex Oxlade-Chamberlain skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið síðan í apríl 2018.
- Alls hefur hann skorað sjö mörk fyrir félagið og hafa fjögur þeirra komið með skotum fyrir utan vítateig.
- Genk fengu á sig meira en eitt mark á heimavelli í Meistaradeild í fyrsta skipti og var þetta aðeins annað tap þeirra heima í keppninni.
- Frá byrjun tímabils 2017-18 hefur Roberto Firmino átt flestar stoðsendingar allra í Meistaradeildinni eða alls 11 talsins.
- Þetta var fyrsti sigur Liverpool á útivelli í riðlakeppni Meistaradeildar síðan í október 2017 þegar 0-7 sigur á Maribor vannst.
Þeir Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita byrjuðu á miðjunni ásamt Fabinho. Mohamed Salah var klár í slaginn og var frammi ásamt Mané og Firmino og eins og við var búist spilaði James Milner í hægri bakverði í fjarveru Alexander-Arnold og Lovren í stað Matip. Alls fimm breytingar á liðinu frá leiknum á sunnudaginn var.
Það þurfti heldur betur ekki að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins en það kom strax á 2. mínútu. Slök sending út úr vörn heimamanna fór til Robertson sem lék upp völlinn, fann Fabinho á miðjunni og hann framlengdi boltann á Oxlade-Chamberlain sem var rétt fyrir utan teig. Hann fékk tímann til að athafna sig og hlaða í skot að marki sem rúllaði snyrtilega í fjærhornið. Snilldar byrjun á leiknum !
Eftir þetta var leikurinn nokkuð opinn og bæði lið fengu færi, Samatta fékk fínt færi þegar löng sending innfyrir virtist hleypa honum í gegn en varnarmenn náðu að vinna til baka og þrengja að honum þannig að skot hans fór vel framhjá. Þeir fengu annað færi skömmu síðar og þá var það Onuachu sem náði skoti á markið en Alisson varði. Á 25. mínútu sýndi Firmino svo snilldartakta þegar honum tókst einhvernveginn að senda boltann innfyrir teiginn á Mané sem reyndi skot en varnarmaður komst fyrir. Mark var svo dæmt af heimamönnum örskömmu síðar en einn leikmanna þeirra var rangstæður áður en frábær sending kom fyrir markið frá hægri þar sem Samatta mætti á fjærstöng og hamraði boltann í netið með flottum skalla. Bæði lið fengu fín tækifæri til að skora en það vantaði alltaf eitthvað örlítið uppá til að boltinn endaði í netinu. Staðan í hálfleik 0-1 og allt opið ennþá.
Biðin eftir marki í seinni hálfleik var svosem ekki löng heldur en á 57. mínútu gerði Oxlade-Chamberlain annað mark og það var stórglæsilegt. Firmino fékk boltann inná teignum, sneri sér með boltann og renndi honum útfyrir teiginn. Þar var Oxlade-Chamberlain mættur og skaut snyrtilegu skoti utanfótar sem fór í slána og inn. Frábær tækni hjá Englendingum þarna og staðan orðin mun þægilegri snemma í seinni hálfleik. Síðasta korterið eða svo opnuðust svo flóðgáttir og þrjú mörk litu dagsins ljós. Fyrstur á blað var Sadio Mané þegar hann fékk flotta stungusendingu inná teiginn frá Salah og kláraði færið vel í fjærhornið. Á 88. mínútu kom Salah sér einnig á blað með flottu marki. Mané sendi inná teiginn til Salah sem var með varnarmann í bakinu, hann skýldi boltanum vel, ýtti honum aðeins áfram og var þá kominn einn á auðan sjó í teignum. Eftirleikurinn var nokkuð auðveldur og boltinn fór í stöngina og inn. Heimamenn voru ekki sáttir með þetta, brunuðu í sókn og það endaði með því að Odey skoraði eftir fínan undirbúning frá Ndongala. Lokatölur 1-4 og fyrsti útisigur okkar manna í riðlakeppni Meistaradeildar leit dagsins ljós eftir langa bið.
Genk: Coucke, Maehle, Cuesta, Lucumí, Uronen, Ito (Hagi, 87. mín.), Heynen, Berge, Batombo (Ndongala, 66. mín.), Samatta, Onuachu (Odei, 81. mín.). Ónotaðir varamenn: de Norre, Dewaest, Hrosovsky, Vandevoordt.
Mark Genk: Odey (88. mín.).
Gult spjald: Odey.
Liverpool: Alisson, Milner, Lovren, van Dijk, Robertson (Gomez, 63. mín.), Fabinho, Keita, Oxlade-Chamberlain (Wijnaldum, 74. mín.), Salah, Firmino (Origi, 80. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Adrian, Henderson, Lallana, Brewster.
Mörk Liverpool: Alex Oxlade-Chamberlain (2. og 57. mín.), Mané (77. mín.) og Salah (87. mín.).
Gult spjald: Gomez.
Maður leiksins: Alex Oxlade-Chamberlain nýtti tækifæri sitt í byrjunarliðinu glæsilega og skoraði tvö mörk með skotum fyrir utan teig. Eitthvað sem hefur stundum vantað í leik okkar manna, ógn fyrir utan.
Jürgen Klopp: ,,Leikurinn byrjaði fullkomlega, við létum boltann ganga og við vorum að opna vörn Genk, eftir það og ég veit reyndar ekki af hverju misstum við þolinmæðina og sendingar urðu slakar. En öll fjögur mörk okkar voru frábær og við fengum færi til að skora fleiri. Verkinu er því lokið."
Fróðleikur:
- Alex Oxlade-Chamberlain skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið síðan í apríl 2018.
- Alls hefur hann skorað sjö mörk fyrir félagið og hafa fjögur þeirra komið með skotum fyrir utan vítateig.
- Genk fengu á sig meira en eitt mark á heimavelli í Meistaradeild í fyrsta skipti og var þetta aðeins annað tap þeirra heima í keppninni.
- Frá byrjun tímabils 2017-18 hefur Roberto Firmino átt flestar stoðsendingar allra í Meistaradeildinni eða alls 11 talsins.
- Þetta var fyrsti sigur Liverpool á útivelli í riðlakeppni Meistaradeildar síðan í október 2017 þegar 0-7 sigur á Maribor vannst.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan