| Sf. Gutt
Það var ekki að sjá að Curtis Jones væri taugaóstyrkur þegar hann steig fram til að taka fimmtu vítaspyrnu Liverpool í vítakeppninni á móti Arsenal. Curtis, sem er aðeins 18 ára, segist æfa vítaspyrnur á hverjum degi. Hvað hugsaði hann um þegar komið var að því að taka vítið sem kom Liverpool áfram í keppninni.
,,Bara að velja sér stað til að miða á, ekki skipta um skoðun og vera yfirvegaður. Ég æfi vítaspyrnur á hverjum degi á æfingum. Staðurinn sem ég miðaði á er sá sem ég vil helst skjóta á. Ég hélt mig við staðinn og hafði heppnina með mér því boltinn fór in í markið."
,,Þegar ég var að hita upp vissi ég að ég yrði að láta til mín taka ef ég fengi tækifæri til að koma inn á. Mér lánaðist það. Ég lagði upp mark fyrir Div. Strákarnir stóðu sig vel og við náðum að vinna. Þetta var frábær leikur. Við sýndum skapstyrk, trú og hugrekki. Við erum í skýjunum með að hafa náð að vinna en það tók sinn tíma. Sigurinn var fyrir stuðningsmennina. Ég hef haldið með liðinu frá blautu barnsbeini og veit því alveg hversu mikla þýðingu stuðningsmennirnir hafa á svona kvöldum. Stuðningur þeirra hvatti okkur til dáða til loka leiksins. Við erum mjög ánægðir með að við náðum að vinna fyrir stuðningsmennina og hlökkum til næstu umferðar!"
Á Instagram síðu sinni skrifaði Curtis þetta eftir leikinn ,,Þvílíkt kvöld. Takk fyrir hinn magnaða stuðning sem þið veittuð."
Þegar röðin á vítaskyttunum var ákveðinn var Curtis Jones númer fjögur í röðinni og Divock Origi átti að taka síðustu spyrnuna. En Curtis bað Divock að skipta við sig. Hann varð því hetjan í vótaspyrnukeppninni ásamt Caoimhin Kelleher sem varði eina spyrnu Arsenal.
Curtis Jones, sem er miðjumaður, er búinn að æfa með Liverpool frá því hann var níu ára. Hann þykir með efnilegri leikmönnum félagsins og það verður spennandi að sjá hvort hann nær að láta til sín taka í aðalliðinu í næstu árum.
TIL BAKA
Æfi vítaspyrnur á hverjum degi
Það var ekki að sjá að Curtis Jones væri taugaóstyrkur þegar hann steig fram til að taka fimmtu vítaspyrnu Liverpool í vítakeppninni á móti Arsenal. Curtis, sem er aðeins 18 ára, segist æfa vítaspyrnur á hverjum degi. Hvað hugsaði hann um þegar komið var að því að taka vítið sem kom Liverpool áfram í keppninni.
,,Bara að velja sér stað til að miða á, ekki skipta um skoðun og vera yfirvegaður. Ég æfi vítaspyrnur á hverjum degi á æfingum. Staðurinn sem ég miðaði á er sá sem ég vil helst skjóta á. Ég hélt mig við staðinn og hafði heppnina með mér því boltinn fór in í markið."
,,Þegar ég var að hita upp vissi ég að ég yrði að láta til mín taka ef ég fengi tækifæri til að koma inn á. Mér lánaðist það. Ég lagði upp mark fyrir Div. Strákarnir stóðu sig vel og við náðum að vinna. Þetta var frábær leikur. Við sýndum skapstyrk, trú og hugrekki. Við erum í skýjunum með að hafa náð að vinna en það tók sinn tíma. Sigurinn var fyrir stuðningsmennina. Ég hef haldið með liðinu frá blautu barnsbeini og veit því alveg hversu mikla þýðingu stuðningsmennirnir hafa á svona kvöldum. Stuðningur þeirra hvatti okkur til dáða til loka leiksins. Við erum mjög ánægðir með að við náðum að vinna fyrir stuðningsmennina og hlökkum til næstu umferðar!"
Á Instagram síðu sinni skrifaði Curtis þetta eftir leikinn ,,Þvílíkt kvöld. Takk fyrir hinn magnaða stuðning sem þið veittuð."
Þegar röðin á vítaskyttunum var ákveðinn var Curtis Jones númer fjögur í röðinni og Divock Origi átti að taka síðustu spyrnuna. En Curtis bað Divock að skipta við sig. Hann varð því hetjan í vótaspyrnukeppninni ásamt Caoimhin Kelleher sem varði eina spyrnu Arsenal.
Curtis Jones, sem er miðjumaður, er búinn að æfa með Liverpool frá því hann var níu ára. Hann þykir með efnilegri leikmönnum félagsins og það verður spennandi að sjá hvort hann nær að láta til sín taka í aðalliðinu í næstu árum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan