| Sf. Gutt
Liverpool tók gott skref til áframhalds í vörninni á Evrópubikarnum með því að vinna Genk 2:1 á Anfield Road. Eitt stig í viðbót tryggir áframhald í útsláttarkeppnina.
Það var sprengikvöld á Englandi og flugeldum víða skotið á loft eins og hefð er fyrir þetta kvöld. Margir áttu kannski von á flugeldasýningu frá Evrópumeisturunum en fljótlega varð ljóst að það stóð ekki til. Jürgen hvíldi nokkra menn og Andrew Robertson, Sadio Mané og Roberto Firmino voru allir á bekknum. Jordan Henderson var lasinn og var heima.
Liverpool tók strax öll völd en liðið spilaði af eins litlum krafti og það komst upp með. Allt gert með stórleikinn við Manchester City í huga. Evrópumeistararnir komust yfir á 14. mínútu. James Milner, sem var vinstri bakvörður, sendi fyrir úr sinni stöðu. Boltinn fór í tvo varnarmenn áður en hann féll fyrir fætur Georginio Wijnaldum sem stýrði boltanum upp í þaknetið af stuttu færi. Vel gert hjá Hollendingnum sem hafði gaman af að skora gegn belgísku liði. Hann og landi hans Virgil van Dijk fögnuðu sérstaklega saman!
Á 21. mínútu átti James skot við vítateginn eftir gott spil en það var varið. Litlu síðar skaut Naby Keita að marki en aftur var varið. Á 36. mínútu fékk Moahmed Salah boltann inni í vítateignum en skot hans úr þröngu færi fór framhjá. Það virtist bara spurning hvenær næsta mark Liverpool kæmi en þess í stað lá boltinn í marki Liverpool þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Mbwana Samatta skoraði þá með föstum skalla eftir horn frá vinstri. Staðan allt í einu jöfn og svo var í hálfleik.
Jafntefli var auðvitað ekki nógu gott gegn lakasta liði riðilsins og Liverpool bætti stöðuna átta mínútum eftir hlé. Mohamed fékk boltann við vítateigslínuna. Hann laumaði boltanum til vinstri á Alex Oxlade-Chamberlain. Hann sneri sér snöggt við og skoraði með skoti neðst í hægra hornið. Liverpool komið yfir á nýjan leik.
Sem fyrr voru yfirburðir Liverpool algerir. Nokkur færi gáfust en ekki stórhættuleg. Þegar níu mínútur voru eftir fékk Genk tvö færi á skömmum tíma. Fyrst átti Bryan Heynen fast skot sem Alisson Becker varði og svo skallaði Casper de Norre yfir úr góðu færi. Liverpool lenti ekki í frekari vanda og sigrinum, sem var bráðnauðsynlegur, var siglt í höfn.
Liverpool spilaði vel á köflum en alls ekki af fullum þrótti. Napoli kemur í heimsókn í næsta Evrópuleik. Vinni Liverpool ítalska liðið er sigur í riðlinum tryggður áður en leikið verður í Austurríki. Eitt stig dugir til öruggs áframhalds. Fyrsti tími er bestur til að tryggja það!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, van Dijk, Milner, Wijnaldum, Fabinho, Keita (Robertson 73. mín.), Oxlade-Chamberlain (Mané 74. mín.), Salah og Origi (Firmino 88. mín.). Ónotaðir varamenn: Lovren, Adrian, Lallana og Jones.
Mörk Liverpool: Georginio Wijnaldum (14. mín.) og Alex Oxlade-Chamberlain (53. mín.).
Genk: Coucke, Cuesta, Dewaest, Lucumi, Maehle, Heynen, Berge, Hrosovsky (Bongonda 84. mín.), De Norre (Onuachu 84. mín.), Ito (Ndongala 68. mín.) og Samatta. Ónotaðir varamenn: Wouters, Piotrowski, Hagi og Vandevoordt.
Mark Genk: Mbwana Samatta (40. mín.).
Gul spjöld: Jhon Lucumí og Casper de Norre.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.611.
Maður leiksins: Alex Oxlade-Chamberlain. Það er mikið ánægjuefni að Alex styrkist með hverjum leik. Hann spilaði mjög vel og skoraði svo sigurmarkið.
Jürgen Klopp: Við áttum fullt af skotum og góðum færum sem við erum vanir að nýta okkur. Við gerðum það ekki og þess vegna var leikurinn alltaf opinn. Við lentum í smá vandræðum en samt eiginlega ekki. Við kláruðum verkefnið.
- Georginio Wijnaldum skoraði í annað sinn á keppnistímabilinu.
- Alex Oxlade-Chamberlain skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Mohamed Salah lék sinn 120. leik með Liverpool. Hann er búinn að skora 79 mörk.
- Liverpool fékk á sig mark áttunda leikinn í röð.
- Þetta var 16. leikur Genk í Meistaradeildinni. Liðið hefur aldrei unnið leik. Gert átta jafntefli og tapað átta leikjum. Ekkert félag hefur leikið jafn marga leiki í keppninni án þess að vinna leik.
TIL BAKA
Skref til áframhalds
Liverpool tók gott skref til áframhalds í vörninni á Evrópubikarnum með því að vinna Genk 2:1 á Anfield Road. Eitt stig í viðbót tryggir áframhald í útsláttarkeppnina.
Það var sprengikvöld á Englandi og flugeldum víða skotið á loft eins og hefð er fyrir þetta kvöld. Margir áttu kannski von á flugeldasýningu frá Evrópumeisturunum en fljótlega varð ljóst að það stóð ekki til. Jürgen hvíldi nokkra menn og Andrew Robertson, Sadio Mané og Roberto Firmino voru allir á bekknum. Jordan Henderson var lasinn og var heima.
Liverpool tók strax öll völd en liðið spilaði af eins litlum krafti og það komst upp með. Allt gert með stórleikinn við Manchester City í huga. Evrópumeistararnir komust yfir á 14. mínútu. James Milner, sem var vinstri bakvörður, sendi fyrir úr sinni stöðu. Boltinn fór í tvo varnarmenn áður en hann féll fyrir fætur Georginio Wijnaldum sem stýrði boltanum upp í þaknetið af stuttu færi. Vel gert hjá Hollendingnum sem hafði gaman af að skora gegn belgísku liði. Hann og landi hans Virgil van Dijk fögnuðu sérstaklega saman!
Á 21. mínútu átti James skot við vítateginn eftir gott spil en það var varið. Litlu síðar skaut Naby Keita að marki en aftur var varið. Á 36. mínútu fékk Moahmed Salah boltann inni í vítateignum en skot hans úr þröngu færi fór framhjá. Það virtist bara spurning hvenær næsta mark Liverpool kæmi en þess í stað lá boltinn í marki Liverpool þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Mbwana Samatta skoraði þá með föstum skalla eftir horn frá vinstri. Staðan allt í einu jöfn og svo var í hálfleik.
Jafntefli var auðvitað ekki nógu gott gegn lakasta liði riðilsins og Liverpool bætti stöðuna átta mínútum eftir hlé. Mohamed fékk boltann við vítateigslínuna. Hann laumaði boltanum til vinstri á Alex Oxlade-Chamberlain. Hann sneri sér snöggt við og skoraði með skoti neðst í hægra hornið. Liverpool komið yfir á nýjan leik.
Sem fyrr voru yfirburðir Liverpool algerir. Nokkur færi gáfust en ekki stórhættuleg. Þegar níu mínútur voru eftir fékk Genk tvö færi á skömmum tíma. Fyrst átti Bryan Heynen fast skot sem Alisson Becker varði og svo skallaði Casper de Norre yfir úr góðu færi. Liverpool lenti ekki í frekari vanda og sigrinum, sem var bráðnauðsynlegur, var siglt í höfn.
Liverpool spilaði vel á köflum en alls ekki af fullum þrótti. Napoli kemur í heimsókn í næsta Evrópuleik. Vinni Liverpool ítalska liðið er sigur í riðlinum tryggður áður en leikið verður í Austurríki. Eitt stig dugir til öruggs áframhalds. Fyrsti tími er bestur til að tryggja það!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, van Dijk, Milner, Wijnaldum, Fabinho, Keita (Robertson 73. mín.), Oxlade-Chamberlain (Mané 74. mín.), Salah og Origi (Firmino 88. mín.). Ónotaðir varamenn: Lovren, Adrian, Lallana og Jones.
Mörk Liverpool: Georginio Wijnaldum (14. mín.) og Alex Oxlade-Chamberlain (53. mín.).
Genk: Coucke, Cuesta, Dewaest, Lucumi, Maehle, Heynen, Berge, Hrosovsky (Bongonda 84. mín.), De Norre (Onuachu 84. mín.), Ito (Ndongala 68. mín.) og Samatta. Ónotaðir varamenn: Wouters, Piotrowski, Hagi og Vandevoordt.
Mark Genk: Mbwana Samatta (40. mín.).
Gul spjöld: Jhon Lucumí og Casper de Norre.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.611.
Maður leiksins: Alex Oxlade-Chamberlain. Það er mikið ánægjuefni að Alex styrkist með hverjum leik. Hann spilaði mjög vel og skoraði svo sigurmarkið.
Jürgen Klopp: Við áttum fullt af skotum og góðum færum sem við erum vanir að nýta okkur. Við gerðum það ekki og þess vegna var leikurinn alltaf opinn. Við lentum í smá vandræðum en samt eiginlega ekki. Við kláruðum verkefnið.
Fróðleikur
- Georginio Wijnaldum skoraði í annað sinn á keppnistímabilinu.
- Alex Oxlade-Chamberlain skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Mohamed Salah lék sinn 120. leik með Liverpool. Hann er búinn að skora 79 mörk.
- Liverpool fékk á sig mark áttunda leikinn í röð.
- Þetta var 16. leikur Genk í Meistaradeildinni. Liðið hefur aldrei unnið leik. Gert átta jafntefli og tapað átta leikjum. Ekkert félag hefur leikið jafn marga leiki í keppninni án þess að vinna leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan