| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum skorar ekki á hverjum degi en hann var ekki viss um að markið hans á móti Genk myndi standa. Mynbandsdómgæslan, sem er algjörlega misheppnuð, er farin að hafa sín áhrif á leikmenn.
,,Ég hélt ég væri rangstæður. Það kom fyrirgjöf og ég held að boltinn hafi farið í bakið á varnarmanni. Svo hrökk boltinn til mín og ég náði að skjóta honum í markið með utanverðum fæti. Ég fagnaði ekki alveg strax því núna fagnar maður kannski og svo dæma myndbandsdómararnir markið af. Ég beið aðeins en svo sá ég að markið myndi vera dæmt gilt. Það er leiðinlegt að fagna og heyra svo að markið hafi verið dæmt af."
Georginio Wijnaldum segir sigur Liverpool á Genk hafa verið mjög þýðingarmikinn. Sigurinn þýðir að Liverpool hefur áframhald í Meistaradeildinni í eigin höndum.
,,Þetta voru góð úrslit en við eigum ennþá eftir að spila tvo leiki. Mín skoðun er sú að við eigum að horfa á einn leik í einu og sjá svo hversu langt við höfum náð þegar öllu er lokið. Mér fannst þetta mjög mikilvægur sigur því hin liðin voru að spila á sama tíma og þau gerðu jafntefli. Það gekk ekki allt upp hjá okkur í dag og við urðum að berast alveg til loka leiksins en við náðum öllum stigunum."
TIL BAKA
Mynbandsdómgæslan hefur sín áhrif!
Georginio Wijnaldum skorar ekki á hverjum degi en hann var ekki viss um að markið hans á móti Genk myndi standa. Mynbandsdómgæslan, sem er algjörlega misheppnuð, er farin að hafa sín áhrif á leikmenn.
,,Ég hélt ég væri rangstæður. Það kom fyrirgjöf og ég held að boltinn hafi farið í bakið á varnarmanni. Svo hrökk boltinn til mín og ég náði að skjóta honum í markið með utanverðum fæti. Ég fagnaði ekki alveg strax því núna fagnar maður kannski og svo dæma myndbandsdómararnir markið af. Ég beið aðeins en svo sá ég að markið myndi vera dæmt gilt. Það er leiðinlegt að fagna og heyra svo að markið hafi verið dæmt af."
Georginio Wijnaldum segir sigur Liverpool á Genk hafa verið mjög þýðingarmikinn. Sigurinn þýðir að Liverpool hefur áframhald í Meistaradeildinni í eigin höndum.
,,Þetta voru góð úrslit en við eigum ennþá eftir að spila tvo leiki. Mín skoðun er sú að við eigum að horfa á einn leik í einu og sjá svo hversu langt við höfum náð þegar öllu er lokið. Mér fannst þetta mjög mikilvægur sigur því hin liðin voru að spila á sama tíma og þau gerðu jafntefli. Það gekk ekki allt upp hjá okkur í dag og við urðum að berast alveg til loka leiksins en við náðum öllum stigunum."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan