| Sf. Gutt
Jürgen Klopp segir að allir tengdir Liverpool verði að vera upp á sitt besta á sunnudaginn þegar Liverpool mætir ríkjandi Englandsmeisturum Manchester City. Líka pylsusalarnir á Anfield!
,,Við þurfum að spila okkar besta leik. Allir á leikvanginum þurfa að vera upp á sitt besta. Meira að segja náungarnir sem selja pylsurnar. Komið snemma á völlinn og verið mætt þegar liðið hitar upp. Ég óska þess að svo verði. Þetta er mjög mikilvægur leikur. Sannkallaður stórleikur. Tvö mjög góð lið, á Anfield sem er mjög flott og flóðljós sem er mjög flott. Allt er til staðar fyrir góðan knattspyrnuleik!"
,,Við þurfum sem lið að undirbúa leik eins og þennan. Gera það rétta aftur og aftur. Vera viðbúnir öllu, vera hugrakkir, Spila knattspyrnu, verjast eins og ljón og allt eftir þessu. Reyndar er það þannig að það sem er í gangi í kringum okkur hefur ekki áhrif á okkur. Ég ímynda mér að allur heimurinn sé að ræða um leikinn. Mér finnst ég hafa heyrt að við megum ekki tapa leiknum og þeir verði að vinna og eitthvað svoleiðis. Mér er alveg sama. Við ætlum okkur að vinna og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess. Það verður nógu erfitt. Eftir leikinn tökum við stöðuna og vinnum úr henni. Það skiptir í sjálfu sér ekki öllu hvort staðan verður betri eða verri en hún er núna. Keppnistímabilið er ekkert að verða búið. En við gerum okkur grein fyrir því að þetta er stórleikur. Allur heimurinn fylgist með leiknum. Ég myndi sannarlega gera það sjálfur og allir sem ég þekki ætla að horfa. Það verður ekki litið fram hjá því að þetta er stórleikur!"
Liverpool er með sex stiga forystu á Manchester City fyrir leikinn. Reyndar sækja Chelsea og Leicester City líka á Liverpool en mikilvægi leiksins er gríðarlegt!
TIL BAKA
Pylsusalarnir verð líka að vera upp á sitt besta!
Jürgen Klopp segir að allir tengdir Liverpool verði að vera upp á sitt besta á sunnudaginn þegar Liverpool mætir ríkjandi Englandsmeisturum Manchester City. Líka pylsusalarnir á Anfield!
,,Við þurfum að spila okkar besta leik. Allir á leikvanginum þurfa að vera upp á sitt besta. Meira að segja náungarnir sem selja pylsurnar. Komið snemma á völlinn og verið mætt þegar liðið hitar upp. Ég óska þess að svo verði. Þetta er mjög mikilvægur leikur. Sannkallaður stórleikur. Tvö mjög góð lið, á Anfield sem er mjög flott og flóðljós sem er mjög flott. Allt er til staðar fyrir góðan knattspyrnuleik!"
,,Við þurfum sem lið að undirbúa leik eins og þennan. Gera það rétta aftur og aftur. Vera viðbúnir öllu, vera hugrakkir, Spila knattspyrnu, verjast eins og ljón og allt eftir þessu. Reyndar er það þannig að það sem er í gangi í kringum okkur hefur ekki áhrif á okkur. Ég ímynda mér að allur heimurinn sé að ræða um leikinn. Mér finnst ég hafa heyrt að við megum ekki tapa leiknum og þeir verði að vinna og eitthvað svoleiðis. Mér er alveg sama. Við ætlum okkur að vinna og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess. Það verður nógu erfitt. Eftir leikinn tökum við stöðuna og vinnum úr henni. Það skiptir í sjálfu sér ekki öllu hvort staðan verður betri eða verri en hún er núna. Keppnistímabilið er ekkert að verða búið. En við gerum okkur grein fyrir því að þetta er stórleikur. Allur heimurinn fylgist með leiknum. Ég myndi sannarlega gera það sjálfur og allir sem ég þekki ætla að horfa. Það verður ekki litið fram hjá því að þetta er stórleikur!"
Liverpool er með sex stiga forystu á Manchester City fyrir leikinn. Reyndar sækja Chelsea og Leicester City líka á Liverpool en mikilvægi leiksins er gríðarlegt!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan