| Sf. Gutt
Eftir 3:1 sigur Liverpool á Manchester City í gær eru Evrópumeistararnir með átta stiga forystu á toppi deildarinnar. Virgil van Dijk segir leikmenn Liverpool ánægða með góða stöðu á toppnum en allir séu með fæturna á jörðinni.
,,Auðvitað voru þetta bara þrjú stig en þau voru merkilegri fyrir þær sakir að við vorum að spila á móti meisturunum sem eru að keppa beint við okkur. Ég held að það hafi verið mjög gaman að horfa á leikinn. Við erum mjög ánægðir að hafa náð stigunum þremur."
,,Við vitum allir og gerum okkur grein fyrir að margt getur gerst héðan í frá og fram í maí. Það eru svo margir leikir eftir. Við erum mjög ánægðir með þá stöðu sem við erum í en það eru allir með fæturna á jörðina. Við verðum bara að halda okkar striki og takast á við hvern leik þegar kemur að honum."
Mikið var gert úr mikilvægi leiks Liverpool og Manchester City. Sumir töldu sigur Liverpool gera möguleika City á titlinum að litlu sem engu. En Virgil segir Englandsmeistarana ekki hafa sagt sitt síðasta orð.
,,Þeir eru auðvitað meistararnir og verða án vafa við toppinn. Önnur lið hafa líka staðið sig vel. Það eina sem við einbeitum okkur að er næsti leikur. Ég hef sagt þetta aftur og það hljómar frekar óspennandi en svona er þetta bara. Höldum okkar striki!"
Landsleikjahlé fer í hönd og vonandi nær Liverpool að halda sínu striki þegar liðið byrjar aftur keppni!
TIL BAKA
Ánægðir en með fæturna á jörðinni
Eftir 3:1 sigur Liverpool á Manchester City í gær eru Evrópumeistararnir með átta stiga forystu á toppi deildarinnar. Virgil van Dijk segir leikmenn Liverpool ánægða með góða stöðu á toppnum en allir séu með fæturna á jörðinni.
,,Auðvitað voru þetta bara þrjú stig en þau voru merkilegri fyrir þær sakir að við vorum að spila á móti meisturunum sem eru að keppa beint við okkur. Ég held að það hafi verið mjög gaman að horfa á leikinn. Við erum mjög ánægðir að hafa náð stigunum þremur."
,,Við vitum allir og gerum okkur grein fyrir að margt getur gerst héðan í frá og fram í maí. Það eru svo margir leikir eftir. Við erum mjög ánægðir með þá stöðu sem við erum í en það eru allir með fæturna á jörðina. Við verðum bara að halda okkar striki og takast á við hvern leik þegar kemur að honum."
Mikið var gert úr mikilvægi leiks Liverpool og Manchester City. Sumir töldu sigur Liverpool gera möguleika City á titlinum að litlu sem engu. En Virgil segir Englandsmeistarana ekki hafa sagt sitt síðasta orð.
,,Þeir eru auðvitað meistararnir og verða án vafa við toppinn. Önnur lið hafa líka staðið sig vel. Það eina sem við einbeitum okkur að er næsti leikur. Ég hef sagt þetta aftur og það hljómar frekar óspennandi en svona er þetta bara. Höldum okkar striki!"
Landsleikjahlé fer í hönd og vonandi nær Liverpool að halda sínu striki þegar liðið byrjar aftur keppni!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan