| Sf. Gutt

Xherdan Shaqiri farinn að æfa


Xherdan Shaqiri er farinn að æfa á nýjan leik eftir meiðsli. Hann hefur ekki leikið með Liverpool frá því í lok september. En nú er hann kominn í gang og gæti komið við sögu í næstu leikjum ef hann verður búinn að ná sér fullkomlega. Það verður gott að fá Xherdan aftur til leiks því það munar um alla núna þegar þegar fjölmargir leikir eru framundan. 

Tveir af lykilmönnum Liverpool eru tæpir fyrir helgina. Þeir Mohamed Salah og Andrew Robertson léku ekki með landsliðum sínum í landsleikjahrinunni. Báðir hafa verið meiddir á ökkla og talið er að þeir verði ekki orðnir leikfærir þegar Liverpool mætir Crystal Palace á laugardaginn. Vonandi komast þeir sem fyrst í gagnið. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan