| Sf. Gutt
Það er búið að ganga frá því að jólin verða rauð í Liverpool þetta árið! Liverpool fór á kostum í kvöld og vann stórsigur 5:2 á Everton á Anfield Road. Meistaralegur leikur hjá Liverpool og yfirburðirnir gegn Everton algjörir.
Margir stuðningsmenn Liverpool urðu undrandi þegar í ljós kom hvaða menn Jürgen Klopp sendi til leiks í fyrsta grannaslag leiktíðarinnar. Venjulega er sterkasta lið sem völ er á sent til leiks en margar breytingar voru gerðar. Divock Origi og Xherdan Shaqiri komu inn í framlínuna og Adam Lallana á miðjuna. Menn á borð við Jordan Henderson, Mohamed Salah og Roberto Firmino voru á bekknum. Sumir töldu Jürgen taka alltof mikla áhættu.
Fyrir leikinn var minning þeirra 96 sem fórust á Hillsborough heiðruð með lófataki um leið og The Kop myndaði töluna 96 og YNWA! Þetta er vanalega gert fyrir þann heimaleik sem næstur er 15 apríl en það var gert núna vegna þess að engir sektardómar féllu í réttarhöldunum í Hillsborough málinu í síðustu viku.
Liverpool fékk óskabyrjun. Sókn Everton var brotin á bak. Adam Lallana sendi á Sadio Mané sem geystist fram völlinn. Þegar hann nálgaðist vítateig Everton gaf hann á Divock Origi. Belginn lék auðveldlega framhjá Jason Pickford sem var kominn langt út úr markinu og renndi boltanum í autt markið. Glæsileg sókn og aðeins sex mínútur liðnar! Staðan varð enn betri 11 mínútum seinna. Trent Alexander-Arnold sendi frábæra þversendingu frá hægri til vinstri út á Sadio Mané. Hann tók boltann frábærlega niður, lék fram að vítateignum og laumaði svo boltanum inn í teiginn. Þangað var Xherdan Shaqiri kominn og hann sendi boltann viðstöðulaust neðst í fjærhornið. Aftur fengu stuðningsmenn Liverpool ríklegt tilefni til að fagna!
Liverpool hafði öll völd en á 21. mínútu komst Everton inn í leikinn. Varnarmenn Liverpool náðu ekki að hreinsa eftir horn og varnarmaðurinn Michael Keane náði að skora af stuttu færi. Everton ógnaði Liverpool svo sem aldrei að ráði og á 31. mínútu greiddi Liverpool næsta högg. Dejan Lovren sendi háa og langa sendingu fram að vítateig Liverpool. Þar tók Divock snilldarlega við boltanum og lyfti honum svo laglega yfir Jason sem kom æðandi út á móti honum. Aftur fögnuðu Rauðliðar ógurlega.
Á síðustu mínútu hálfleiksins bætti Liverpool enn við markið. Sókn Everton rann út í sandinn. Trent, sem var vinstra megin, tók mikla rispu fram að vítateignum þar sem hann renndi boltanum þvert til hliðar á Sadio. Senegalinn skoraði viðstöðulaust með hárnákvæmu skoti neðst í vinstra hornið. Þarna virtist Liverpool hafa gert út um leikinn en áður en viðbótartíminn var úti náði Everton marki. Bernard gaf fyrir markið frá vinstri á Richarlison sem henti sér fram og skoraði með öxlinni. Örugg forysta Liverpool var nú allt í einu ekki eins örugg en áhorfendur höfðu um margt að tala í leikhléi eftir magnþrunginn hálfleik.
Síðari hálfleikur var mun rólegri. Leikmenn Liverpool léku af öryggi með það að markmiði að hleypa Everton ekki inn í leikinn í þriðja sinn. Það gekk vel. Fyrsta færið sem eitthvað kvað að í hálfleiknum kom þegar tíu mínútur voru eftir. Jordan Henderson, sem kom inn á sem varamaður, sendi frábæra sendingu fram á Sadio sem komst inn í vítateiginn en skot hans fór framhjá. Þar hefði hann átt að skora. Fimm mínútum seinna eða svo komst Sadio einn í gegn eftir skyndisókn. Hann lék á Jason en var þá kominn í of þröngt færi og varnarmenn björguðu. Hinu megin slapp Moise Kean í gegnum vörn Liverpool en hann hitti ekki markið þegar hann skaut við vítateignn.
Á lokamínútunni gultryggði Liverpool verðskuldaðan stórsigur. Upp úr hornspyrnu fékk Roberto Firmino, sem kom inn á sem varamaður, boltann, lék á varnarmann Everton vinstra megin og gaf svo á Georginio Wijnaldum sem skoraði með skoti neðst í hægra hornið úr miðjum teig. Enn og aftur fögnuðu stuðningsmenn Liverpool en niðurlæging Everton var algjör. Eins og stórtapið væri ekki nóg þá sat Everton í fallsæti í leikslok þegar stuðningsmenn Liverpool sungu sigursöngva sína!
Rauði herinn sýndi mátt sinn og megin. Liðið lék frábærlega og tók Everton enn einu sinni í gegn! Þeir leikmenn sem fengu óvænt tækifæri léku stórvel og mörkin sem Liverpool skoraði voru hvert öðru fallegra. Betri kvöldstund er varla hægt að hugsa sér sem stuðningsmaður Liverpool!
Liverpool: Adrian, Alexander-Arnold (Gomez 83. mín.), Lovren, van Dijk, Robertson, Wijnaldum, Lallana (Henderson 72. mín.), Milner, Shaqiri, Mane og Origi (Firmino 73. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Keita, Salah og Oxlade-Chamberlain.
Mörk Liverpool: Divock Origi (6. og 31. mín.), Xherdan Shaqiri (17. mín.), Sadio Mané (45. mín.) og Georginio Wijnaldum (90. mín.).
Gult spjald: Trent Alexnder-Arnold.
Everton: Pickford, Holgate, Mina, Keane, Sidibe (Bernard 35. mín.), Sigurðsson, Davies (Schneiderlin 72. mín.), Digne, Iwobi, Calvert-Lewin (Kean 60. mín.) og Richarlison. Ónotaðir varamenn: Lossl, Baines, Walcott og Tosun.
Mörk Everton: Michael Keane (21. mín.) og Richarlison (45. mín.).
Gul spjöld: Richarlison og Tom Davies.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.094.
Maður leiksins: Sadio Mané. Senegalinn var óstöðvandi. Hann skoraði frábært mark og lagði upp tvö önnur. Þó margir leikmenn Liverpool hafi leikið vel þá bar Sadio af og þá er mikið sagt!
Jürgen Klopp: Öll mörkin voru stórglæsileg í alla staði. Dásamleg mörk, frábærar sendingar og glæsileg knattspyrna. Ég naut þessa alls til fullnustu!
- Þetta var 234. leikur liðanna í Liverpool.
- Divock Origi er nú búinn að skora fimm mörk á þessari leiktíð.
- Divock hefur skorað fimm sinnum á móti Everton.
- Xherdan Shaqiri skoraði fyrsta mark sitt á sparktíðinni.
- Sadio Mané skoraði 13. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Georginio Wijnaldum skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Andrew Robertson lék sinn 100. leik með Liverpool. Hann hefur skorað þrjú mörk.
- Joe Gomez lék sinn 80. leik. Hann hefur enn ekki skorað fyrir Liverpool.
- Þetta var í fyrsta sinn síðan 1965 sem Liverpool skorar fimm mörk á móti Everton á Anfield Road.
- Liverpool skoraði síðast fimm mörk á móti Everton í nóvember 1982. Liverpool vann þá 0:5 á Goodison Park.
- Liverpool skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Það gerðist síðast á móti Everton 1935.
- Sex mörk voru skoruð í fyrri hálfleik. Það hafa aldrei verið skoruð jafn mörg mörk í grannaslag liðanna.
- Nú eru 20 ár liðin frá því Everton vann sigur á Anfield Road. Það gerðist síðast haustið 1999.
- Liverpool setti félagsmet með því að leika sinn 32. leik í röð í efstu deild án þess að tapa.
- Þetta var 100. deildarsigur Jürgen Klopp hjá Liverpool. Hann náði 100 sigrum í 159 leikjum sem er nýtt félagsmet. Kenny Dalglish átti gamla metið sem var 167 leikir.
TIL BAKA
Liverpool vann stórsigur á Everton!
Það er búið að ganga frá því að jólin verða rauð í Liverpool þetta árið! Liverpool fór á kostum í kvöld og vann stórsigur 5:2 á Everton á Anfield Road. Meistaralegur leikur hjá Liverpool og yfirburðirnir gegn Everton algjörir.
Margir stuðningsmenn Liverpool urðu undrandi þegar í ljós kom hvaða menn Jürgen Klopp sendi til leiks í fyrsta grannaslag leiktíðarinnar. Venjulega er sterkasta lið sem völ er á sent til leiks en margar breytingar voru gerðar. Divock Origi og Xherdan Shaqiri komu inn í framlínuna og Adam Lallana á miðjuna. Menn á borð við Jordan Henderson, Mohamed Salah og Roberto Firmino voru á bekknum. Sumir töldu Jürgen taka alltof mikla áhættu.
Fyrir leikinn var minning þeirra 96 sem fórust á Hillsborough heiðruð með lófataki um leið og The Kop myndaði töluna 96 og YNWA! Þetta er vanalega gert fyrir þann heimaleik sem næstur er 15 apríl en það var gert núna vegna þess að engir sektardómar féllu í réttarhöldunum í Hillsborough málinu í síðustu viku.
Liverpool fékk óskabyrjun. Sókn Everton var brotin á bak. Adam Lallana sendi á Sadio Mané sem geystist fram völlinn. Þegar hann nálgaðist vítateig Everton gaf hann á Divock Origi. Belginn lék auðveldlega framhjá Jason Pickford sem var kominn langt út úr markinu og renndi boltanum í autt markið. Glæsileg sókn og aðeins sex mínútur liðnar! Staðan varð enn betri 11 mínútum seinna. Trent Alexander-Arnold sendi frábæra þversendingu frá hægri til vinstri út á Sadio Mané. Hann tók boltann frábærlega niður, lék fram að vítateignum og laumaði svo boltanum inn í teiginn. Þangað var Xherdan Shaqiri kominn og hann sendi boltann viðstöðulaust neðst í fjærhornið. Aftur fengu stuðningsmenn Liverpool ríklegt tilefni til að fagna!
Liverpool hafði öll völd en á 21. mínútu komst Everton inn í leikinn. Varnarmenn Liverpool náðu ekki að hreinsa eftir horn og varnarmaðurinn Michael Keane náði að skora af stuttu færi. Everton ógnaði Liverpool svo sem aldrei að ráði og á 31. mínútu greiddi Liverpool næsta högg. Dejan Lovren sendi háa og langa sendingu fram að vítateig Liverpool. Þar tók Divock snilldarlega við boltanum og lyfti honum svo laglega yfir Jason sem kom æðandi út á móti honum. Aftur fögnuðu Rauðliðar ógurlega.
Á síðustu mínútu hálfleiksins bætti Liverpool enn við markið. Sókn Everton rann út í sandinn. Trent, sem var vinstra megin, tók mikla rispu fram að vítateignum þar sem hann renndi boltanum þvert til hliðar á Sadio. Senegalinn skoraði viðstöðulaust með hárnákvæmu skoti neðst í vinstra hornið. Þarna virtist Liverpool hafa gert út um leikinn en áður en viðbótartíminn var úti náði Everton marki. Bernard gaf fyrir markið frá vinstri á Richarlison sem henti sér fram og skoraði með öxlinni. Örugg forysta Liverpool var nú allt í einu ekki eins örugg en áhorfendur höfðu um margt að tala í leikhléi eftir magnþrunginn hálfleik.
Síðari hálfleikur var mun rólegri. Leikmenn Liverpool léku af öryggi með það að markmiði að hleypa Everton ekki inn í leikinn í þriðja sinn. Það gekk vel. Fyrsta færið sem eitthvað kvað að í hálfleiknum kom þegar tíu mínútur voru eftir. Jordan Henderson, sem kom inn á sem varamaður, sendi frábæra sendingu fram á Sadio sem komst inn í vítateiginn en skot hans fór framhjá. Þar hefði hann átt að skora. Fimm mínútum seinna eða svo komst Sadio einn í gegn eftir skyndisókn. Hann lék á Jason en var þá kominn í of þröngt færi og varnarmenn björguðu. Hinu megin slapp Moise Kean í gegnum vörn Liverpool en hann hitti ekki markið þegar hann skaut við vítateignn.
Á lokamínútunni gultryggði Liverpool verðskuldaðan stórsigur. Upp úr hornspyrnu fékk Roberto Firmino, sem kom inn á sem varamaður, boltann, lék á varnarmann Everton vinstra megin og gaf svo á Georginio Wijnaldum sem skoraði með skoti neðst í hægra hornið úr miðjum teig. Enn og aftur fögnuðu stuðningsmenn Liverpool en niðurlæging Everton var algjör. Eins og stórtapið væri ekki nóg þá sat Everton í fallsæti í leikslok þegar stuðningsmenn Liverpool sungu sigursöngva sína!
Rauði herinn sýndi mátt sinn og megin. Liðið lék frábærlega og tók Everton enn einu sinni í gegn! Þeir leikmenn sem fengu óvænt tækifæri léku stórvel og mörkin sem Liverpool skoraði voru hvert öðru fallegra. Betri kvöldstund er varla hægt að hugsa sér sem stuðningsmaður Liverpool!
Liverpool: Adrian, Alexander-Arnold (Gomez 83. mín.), Lovren, van Dijk, Robertson, Wijnaldum, Lallana (Henderson 72. mín.), Milner, Shaqiri, Mane og Origi (Firmino 73. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Keita, Salah og Oxlade-Chamberlain.
Mörk Liverpool: Divock Origi (6. og 31. mín.), Xherdan Shaqiri (17. mín.), Sadio Mané (45. mín.) og Georginio Wijnaldum (90. mín.).
Gult spjald: Trent Alexnder-Arnold.
Everton: Pickford, Holgate, Mina, Keane, Sidibe (Bernard 35. mín.), Sigurðsson, Davies (Schneiderlin 72. mín.), Digne, Iwobi, Calvert-Lewin (Kean 60. mín.) og Richarlison. Ónotaðir varamenn: Lossl, Baines, Walcott og Tosun.
Mörk Everton: Michael Keane (21. mín.) og Richarlison (45. mín.).
Gul spjöld: Richarlison og Tom Davies.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.094.
Maður leiksins: Sadio Mané. Senegalinn var óstöðvandi. Hann skoraði frábært mark og lagði upp tvö önnur. Þó margir leikmenn Liverpool hafi leikið vel þá bar Sadio af og þá er mikið sagt!
Jürgen Klopp: Öll mörkin voru stórglæsileg í alla staði. Dásamleg mörk, frábærar sendingar og glæsileg knattspyrna. Ég naut þessa alls til fullnustu!
Fróðleikur
- Þetta var 234. leikur liðanna í Liverpool.
- Divock Origi er nú búinn að skora fimm mörk á þessari leiktíð.
- Divock hefur skorað fimm sinnum á móti Everton.
- Xherdan Shaqiri skoraði fyrsta mark sitt á sparktíðinni.
- Sadio Mané skoraði 13. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Georginio Wijnaldum skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Andrew Robertson lék sinn 100. leik með Liverpool. Hann hefur skorað þrjú mörk.
- Joe Gomez lék sinn 80. leik. Hann hefur enn ekki skorað fyrir Liverpool.
- Þetta var í fyrsta sinn síðan 1965 sem Liverpool skorar fimm mörk á móti Everton á Anfield Road.
- Liverpool skoraði síðast fimm mörk á móti Everton í nóvember 1982. Liverpool vann þá 0:5 á Goodison Park.
- Liverpool skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Það gerðist síðast á móti Everton 1935.
- Sex mörk voru skoruð í fyrri hálfleik. Það hafa aldrei verið skoruð jafn mörg mörk í grannaslag liðanna.
- Nú eru 20 ár liðin frá því Everton vann sigur á Anfield Road. Það gerðist síðast haustið 1999.
- Liverpool setti félagsmet með því að leika sinn 32. leik í röð í efstu deild án þess að tapa.
- Þetta var 100. deildarsigur Jürgen Klopp hjá Liverpool. Hann náði 100 sigrum í 159 leikjum sem er nýtt félagsmet. Kenny Dalglish átti gamla metið sem var 167 leikir.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan