| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Þægilegur sigur á suðurströndinni
Liverpool sótti þrjú stig á heimavelli Bournemouth þriðja árið í röð. Lokatölur voru 0-3 og ánægjulegt var að sjá Mohamed Salah skora mark á ný.
Eins og við var að búast breytti Jürgen Klopp byrjunarliðinu. Joe Gomez kom inn í stað Trent Alexander-Arnold, Alisson var auðvitað á sínum stað eftir leikbann og þeir Alex Oxlade-Chamberlain, Jordan Henderson, Naby Keita, Mohamed Salah og Roberto Firmino komu einnig inn í stað Xerdan Shaqiri, Divock Origi, Gini Wijnaldum, Adam Lallana og Sadio Mané. Athygli vakti svo að ungliðarnir Curtis Jones og Harvey Elliott fengu sæti á bekknum. Ástæðan var sú að þeir Wijnaldum og Lallana kenndu sér aðeins meins eftir nágrannaslaginn og fengu því algjöra hvíld.
Það kom lítið á óvart hvernig byrjun leiksins var enda sjálfstraust heimamanna frekar lítið eftir fjóra tapleiki í röð og slatti af lykilmönnum frá vegna meiðsla. Þeir leyfðu Liverpool að hafa boltann að mestu leyti og freistuðu þess að vera þéttir á sínum vallarhelmingi. Frammi áttu þeir Dominic Solanke og Callum Wilson svo að leiða línuna í skyndisóknum. Fyrsta marktilraunin var gestanna þegar Salah fékk fína sendingu frá Gomez og reyndi að skjóta boltanum efst í fjærhornið en Ramsdale í markinu sá við honum. Bæði lið fengu svo hálffæri eftir þetta en oft vantaði smá uppá að boltinn bærist rétta leið. Eftir rúmlega hálftíma leik var svo ákveðinn vendipunktur þegar Nathan Aké, miðvörður Bournemouth meiddist og þurfti að fara af velli. Örskömmu síðar kom fyrsta mark leiksins. Jordan Henderson fékk boltann á eigin vallarhelmingi, lék aðeins áfram og leit upp. Oxlade-Chamberlain bjó sig undir að hlaupa innfyrir og Henderson sendi hárnákvæma sendingu upp völlinn. Oxlade-Chamberlain þurfti ekki að gera mikið því sendingin var frábær, hann lyfti fæti mót boltanum og sendi hann framhjá Ramsdale í markinu. Einfalt en árangursríkt samspil þarna hjá Englendingunum og markinu að sjálfsögðu vel fagnað.
Dejan Lovren þurfti svo að fara af velli á 40. mínútu vegna meiðsla, inná kom Alexander-Arnold sem þýddi að Joe Gomez fór í miðvörðinn. Rétt fyrir hálfleik kom svo annað mark eftir snyrtilegt samspil og þar var Naby Keita að verki. Hann sendi boltann á Salah sem var á vítateigslínunni, Egyptinn fékk nokkra varnarmenn í sig og sendi frábæra hælspyrnu innfyrir á Keita sem lagði boltann fyrir sig og sendi hann rakleitt í markið. Salah hefði svo getað bætt við öðru marki undir blálok fyrri hálfleiks þegar Firmino flikkaði boltanum á fjærstöngina eftir hornspyrnu en boltinn kom aðeins of hátt fyrir Salah og færið nýttist ekki.
Við þurftum ekki að bíða lengi eftir næsta marki okkar manna, það kom þegar níu mínútur í seinni hálfleik. Keita, sem hafði ógnað með fínu skoti skömmu áður, vann boltann á miðjunni og renndi honum beint innfyrir á Salah sem brást ekki bogalistin og skoraði. Eftir þetta má segja að leikurinn hafi spilast nokkuð rólega. Curtis Jones fékk að spila síðasta korter leiksins og lét aðeins að sér kveða með flottu skoti sem fór rétt yfir markið. Að öðru leyti var lítið að frétta það sem eftir lifði leiks og okkar menn sigldu heim öruggum 0-3 sigri.
Bournemouth: Ramsdale, Francis, Mepham, Aké (Simpson, 35. mín.), Rico, Danjuma Groeneveld, Lerma, Billing (L. Cook, 58. mín.), Fraser, Solanke, C. Wilson (Gosling, 64. mín.). Ónotaðir varamenn: Boruc, Surman, Ibe, Stacey.
Liverpool: Alisson, Gomez, Lovren (Alexander-Arnold, 40. mín.), van Dijk, Robertson (Jones, 76. mín.), Keita, Henderson, Milner, Salah, Firmino, Oxlade-Chamberlain (Shaqiri, 87. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Elliott, Mané, Origi.
Mörk Liverpool: Alex Oxlade-Chamberlain (35. mín.), Naby Keita (44. mín.) og Mohamed Salah (54. mín.).
Gult spjald: Joe Gomez.
Maður leiksins: Mohamed Salah mætti ferskur til leiks eftir hvíldina í miðri viku. Hann lagði upp mark og skoraði eitt sjálfur, virkilega ánægjulegt að þarna var sá leikmaður mættur aftur sem við kannski höfum saknað aðeins undanfarnar vikur.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var atvinnumanna frammistaða, við stýrðum leiknum og skoruðum frábær mörk. Við vildum ekki gera leikinn aftur spennandi og hleyptum Bournemouth ekki aftur inní leikinn. Það sem menn töluðu mest um eftir leik var að við náðum loksins að halda markinu hreinu ! Dejan Lovren ætti svo ekki að vera alvarlega meiddur, þetta var vonandi bara slæmur krampi."
Fróðleikur:
- Liverpool hafa sigrað 24 af síðustu 25 úrvalsdeildarleikjum sínum og skorað tvö mörk eða fleiri í 23 af þessum leikjum.
- Bournemouth hafa tapað síðustu fimm leikjum sínum gegn Liverpool með markatölunni 17-0.
- Bournemouth náðu ekki skoti á mark allan leikinn.
- Mohamed Salah skoraði sitt 63. mark í sínum 100. úrvalsdeildarleik og hafa aðeins fjórir leikmenn í sögu deildarinnar skorað fleiri mörk í sínum fyrstu 100 leikjum.
- Salah leiðist ekki að spila gegn Bournemouth og hefur hann skorað sjö mörk gegn suðurstrandarliðinu.
- Alex Oxlade-Chamberlain skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark á tímabilinu, hafði hann ekki skorað í síðustu 25 deildarleikjum með Liverpool eða síðan í janúar 2018.
- Naby Keita skoraði einnig sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu.
Eins og við var að búast breytti Jürgen Klopp byrjunarliðinu. Joe Gomez kom inn í stað Trent Alexander-Arnold, Alisson var auðvitað á sínum stað eftir leikbann og þeir Alex Oxlade-Chamberlain, Jordan Henderson, Naby Keita, Mohamed Salah og Roberto Firmino komu einnig inn í stað Xerdan Shaqiri, Divock Origi, Gini Wijnaldum, Adam Lallana og Sadio Mané. Athygli vakti svo að ungliðarnir Curtis Jones og Harvey Elliott fengu sæti á bekknum. Ástæðan var sú að þeir Wijnaldum og Lallana kenndu sér aðeins meins eftir nágrannaslaginn og fengu því algjöra hvíld.
Það kom lítið á óvart hvernig byrjun leiksins var enda sjálfstraust heimamanna frekar lítið eftir fjóra tapleiki í röð og slatti af lykilmönnum frá vegna meiðsla. Þeir leyfðu Liverpool að hafa boltann að mestu leyti og freistuðu þess að vera þéttir á sínum vallarhelmingi. Frammi áttu þeir Dominic Solanke og Callum Wilson svo að leiða línuna í skyndisóknum. Fyrsta marktilraunin var gestanna þegar Salah fékk fína sendingu frá Gomez og reyndi að skjóta boltanum efst í fjærhornið en Ramsdale í markinu sá við honum. Bæði lið fengu svo hálffæri eftir þetta en oft vantaði smá uppá að boltinn bærist rétta leið. Eftir rúmlega hálftíma leik var svo ákveðinn vendipunktur þegar Nathan Aké, miðvörður Bournemouth meiddist og þurfti að fara af velli. Örskömmu síðar kom fyrsta mark leiksins. Jordan Henderson fékk boltann á eigin vallarhelmingi, lék aðeins áfram og leit upp. Oxlade-Chamberlain bjó sig undir að hlaupa innfyrir og Henderson sendi hárnákvæma sendingu upp völlinn. Oxlade-Chamberlain þurfti ekki að gera mikið því sendingin var frábær, hann lyfti fæti mót boltanum og sendi hann framhjá Ramsdale í markinu. Einfalt en árangursríkt samspil þarna hjá Englendingunum og markinu að sjálfsögðu vel fagnað.
Dejan Lovren þurfti svo að fara af velli á 40. mínútu vegna meiðsla, inná kom Alexander-Arnold sem þýddi að Joe Gomez fór í miðvörðinn. Rétt fyrir hálfleik kom svo annað mark eftir snyrtilegt samspil og þar var Naby Keita að verki. Hann sendi boltann á Salah sem var á vítateigslínunni, Egyptinn fékk nokkra varnarmenn í sig og sendi frábæra hælspyrnu innfyrir á Keita sem lagði boltann fyrir sig og sendi hann rakleitt í markið. Salah hefði svo getað bætt við öðru marki undir blálok fyrri hálfleiks þegar Firmino flikkaði boltanum á fjærstöngina eftir hornspyrnu en boltinn kom aðeins of hátt fyrir Salah og færið nýttist ekki.
Við þurftum ekki að bíða lengi eftir næsta marki okkar manna, það kom þegar níu mínútur í seinni hálfleik. Keita, sem hafði ógnað með fínu skoti skömmu áður, vann boltann á miðjunni og renndi honum beint innfyrir á Salah sem brást ekki bogalistin og skoraði. Eftir þetta má segja að leikurinn hafi spilast nokkuð rólega. Curtis Jones fékk að spila síðasta korter leiksins og lét aðeins að sér kveða með flottu skoti sem fór rétt yfir markið. Að öðru leyti var lítið að frétta það sem eftir lifði leiks og okkar menn sigldu heim öruggum 0-3 sigri.
Bournemouth: Ramsdale, Francis, Mepham, Aké (Simpson, 35. mín.), Rico, Danjuma Groeneveld, Lerma, Billing (L. Cook, 58. mín.), Fraser, Solanke, C. Wilson (Gosling, 64. mín.). Ónotaðir varamenn: Boruc, Surman, Ibe, Stacey.
Liverpool: Alisson, Gomez, Lovren (Alexander-Arnold, 40. mín.), van Dijk, Robertson (Jones, 76. mín.), Keita, Henderson, Milner, Salah, Firmino, Oxlade-Chamberlain (Shaqiri, 87. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Elliott, Mané, Origi.
Mörk Liverpool: Alex Oxlade-Chamberlain (35. mín.), Naby Keita (44. mín.) og Mohamed Salah (54. mín.).
Gult spjald: Joe Gomez.
Maður leiksins: Mohamed Salah mætti ferskur til leiks eftir hvíldina í miðri viku. Hann lagði upp mark og skoraði eitt sjálfur, virkilega ánægjulegt að þarna var sá leikmaður mættur aftur sem við kannski höfum saknað aðeins undanfarnar vikur.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var atvinnumanna frammistaða, við stýrðum leiknum og skoruðum frábær mörk. Við vildum ekki gera leikinn aftur spennandi og hleyptum Bournemouth ekki aftur inní leikinn. Það sem menn töluðu mest um eftir leik var að við náðum loksins að halda markinu hreinu ! Dejan Lovren ætti svo ekki að vera alvarlega meiddur, þetta var vonandi bara slæmur krampi."
Fróðleikur:
- Liverpool hafa sigrað 24 af síðustu 25 úrvalsdeildarleikjum sínum og skorað tvö mörk eða fleiri í 23 af þessum leikjum.
- Bournemouth hafa tapað síðustu fimm leikjum sínum gegn Liverpool með markatölunni 17-0.
- Bournemouth náðu ekki skoti á mark allan leikinn.
- Mohamed Salah skoraði sitt 63. mark í sínum 100. úrvalsdeildarleik og hafa aðeins fjórir leikmenn í sögu deildarinnar skorað fleiri mörk í sínum fyrstu 100 leikjum.
- Salah leiðist ekki að spila gegn Bournemouth og hefur hann skorað sjö mörk gegn suðurstrandarliðinu.
- Alex Oxlade-Chamberlain skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark á tímabilinu, hafði hann ekki skorað í síðustu 25 deildarleikjum með Liverpool eða síðan í janúar 2018.
- Naby Keita skoraði einnig sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan