| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Seiglusigur á botnliðinu
Sigurgangan heldur áfram í úrvalsdeildinni en það þurfti að hafa fyrir 2-0 sigri á Watford á Anfield. Mohamed Salah skoraði bæði mörkin.
Byrjunarliðið kom kannski ekki á óvart en Klopp notaði tækifærið og gaf Robertson hvíld og Milner byrjaði í vinstri bakverði. Shaqiri fékk einnig tækifæri frá byrjun sem þýddi að Salah var fremsti maður, Wijnaldum og Henderson áttu að sjá um miðjuna og þar fyrir framan voru Mané og Firmino með Svisslendingnum fyrir aftan Salah. Eins og komið var inná í upphitun getur alltaf verið erfitt að mæta liði í fallbaráttu með nýjan stjóra og það varð heldur betur raunin í þessum leik. Watford áttu fyrsta færi leiksins eftir aðeins fimm mínútur þegar flott samspil upp völlinn endaði með sendingu fyrir markið þar sem Deeney var mjög nálægt því að ná til boltans í vítateignum á milli varnarmanna. Boltinn barst út til vinstri en sóknin rann svo út í sandinn.
Will Hughes miðjumaður gestanna var næstur á blað þegar hann vann boltann á miðjunni, lék áfram að marki og skaut en boltinn var aldrei á leiðinni á markið. Liverpool menn komust lítt áleiðis í sínum leik og gestirnir voru agaðir í sínum varnarleik. Það var því lítið að frétta í þessum fyrri hálfleik fyrr en á síðustu tíu mínútunum. Aftur komust Watford menn upp hægra megin, sending kom inná teiginn þar sem Doucoure var óvaldaður á miðjum teignum en sem betur fer hitti hann ekki boltann sem skoppaði á teignum og Gomez komst svo fyrir skot Deulofeu og hornspyrna niðurstaðan. Hornspyrnan var ekki góð og boltinn var hreinsaður út úr teignum þar sem Hughes skallaði boltann áfram. Firmino hreinsaði frá með flottri spyrnu og boltinn barst út til vinstri á Mané sem framlengdi á Salah. Hann var í baráttunni við einn varnarmann, náði valdi á boltanum í teignum og skaut svo fallegu bogaskoti efst í fjærhornið. Frábær skyndisókn og staðan orðin 1-0 eiginlega gegn gangi leiksins.
En Watford menn gáfust ekki upp þrátt fyrir þetta og sköpuðu annað hættulegt færi rétt fyrir hálfleik. Deulofeu lék inná teiginn vinstra megin og reyndi fyrirgjöf sem Alisson sló út í teiginn. Þar var Sarr gjörsamlega aleinn og óvaldaður og hugðist þruma boltanum í netið en eins og hjá Doucoure hitti hann bara alls ekki boltann. Það má segja að heppnin hafi nú verið með okkar mönnum í fyrri hálfleik. Í raun bara klaufaskapur hjá Watford að hafa ekki komið boltanum í netið.
Eins og í fyrri hálfleik voru Watford menn fyrstir á blað í þeim síðari hvað færi varðar þegar Sarr komst upp að endamörkum hægra megin og skaut eða sendi fyrir en Alisson gerði vel, varði og hélt boltanum. Á 50. mínútu kom svo glæsilegt mark þegar Shaqiri sendi fyrir frá vinstri og Mané átti glæsilegan skalla í fjærhornið. Myndbandsdómgæslan fór í gang og komst að þeirri niðurstöðu, í annað skiptið á þessu tímabili, að handarkriki Mané hafi verið fyrir innan og markið því dæmt af. Millimetraspursmál þarna og að sjálfsögðu á að dæma mark af þegar um rangstöðu er að ræða en eins og í atviki Firmino gegn Aston Villa fyrr á tímabilinu fannst manni að þarna væri þetta mjög tæpt og spurning hvort að sóknarmaðurinn eigi ekki að njóta vafans. Næsta færi var gestanna þegar Deulofeu komst einn í gegn en Alisson kom út á móti og varði frábærlega. Salah lét svo að sér kveða með næstu færi, var við það að komast í gegn en náði ekki valdi á boltanum og boltinn barst til Foster. Salah vildi nú fá brot dæmt en það var nú ansi lítið þó svo að varnarmaður hafi lagt hönd sína á öxlina á honum. Skömmu síðar var Salah aftur á ferðinni, náði skoti í þetta sinn en það var framhjá. Við höldum áfram að tala um Salah því hann lagði næsta færi upp fyrir Firmino en slæm fyrsta snerting hans gerði það að verkum að boltinn barst til Foster í markinu. Áður en Salah náði að senda boltann var klárlega brotið á honum en Egyptinn gerði vel, stóð af sér varnarmanninn og lagði upp gott færi.
Virgil van Dijk sýndi svo af sér vítavert gáleysi þegar hann hugðist senda til baka á Alisson en sá ekki að Brasilíumaðurinn var kominn út á móti. Boltinn rúllaði sem betur fer réttu megin við stöngina og Watford menn fengu horn. Deulofeu tók hornið og það var ótrúleg spyrna þar sem boltinn fór í utanverða stöngina ! Það var nú farið að fara um stuðningsmenn á Anfield, liðið ekki að spila vel og eiginlega bara heppni að gestirnir skyldu ekki vera búnir að skora a.m.k. eitt mark. En sigurinn var tryggður í blálokin þegar Mané komst upp hægra megin, sendi fyrir markið þar sem Origi ætlaði að þruma í markið en hitti boltann illa. Boltinn skoppaði til Salah sem stóð á markteignum og var fljótur að átta sig og skaut boltanum snyrtilega með hælnum í markið milli fóta Christian Kabasele. Myndbandsdómgæslan skipti sér einnig af þessu atviki en nú var Salah réttstæður en það mátti ekki miklu muna. Lokatölur 2-0 og sannkallaður seiglusigur í höfn.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, van Dijk, Milner, Henderson, Wijnaldum (Robertson, 59. mín.), Shaqiri (Oxlade-Chamberlain, 70. mín.), Mané, Firmino (Origi, 88. mín.), Salah. Ónotaðir varamenn: Adrian, Williams, Keita, Lallana.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (38. og 90. mín.).
Gul spjöld: Milner og Henderson.
Watford: Foster, Mariappa, Kabasele, Cathcart, Femenía, Capoue, Hughes, Sarr, Doucouré (Quina, 87. mín.), Deulofeu, Deeney (Gray, 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Gomes, Dawson, Chalobah, Success, Foulquier.
Gult spjald: Hughes.
Maður leiksins: Mohamed Salah skoraði tvö glæsimörk og skapaði nokkrum sinnum hættu uppvið mark gestanna þar að auki. Ánægjulegt að sjá hann skora tvö mörk í deildinni í fyrsta sinn síðan gegn Arsenal í lok ágúst.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var ekki fallegasti leikur sem við höfum spilað en ég er nú samt ánægður. Á þessu stigi tímabilsins verður maður að sýna þrautseigju og ég held að við höfum gert það. Við eigum svo marga leiki framundan og erum kátir með stöðuna. Watford fengu sín færi en við nýttum okkar. Við hefðum getað gert okkur leikinn auðveldari en það er erfitt að reyna sífellt að vera að stýra leikjum."
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er nú kominn með níu mörk í deildinni og hefur þar með jafnað Sadio Mané í markaskorun það sem af er.
- Salah hefur skorað 63 mörk í 88 deildarleikjum fyrir félagið og alls 84 mörk í 126 leikjum sem er ótrúleg tölfræði.
- Liverpool er ósigrað í síðustu 34 deildarleikjum og er það þriðji besti árangur liðs í deildinni á eftir Chelsea (40 leikir) og Arsenal (49 leikir).
- Þetta var 100. deildarleikur Liverpool sem þeir hafa ekki tapað á Anfield eftir að hafa haft forystu í hálfleik. Liverpool hefur unnið 91 þessara leikja og gert níu jafntefli.
- Liðið hefur sigrað síðustu 16 heimaleiki sína í röð og er það næstbesti árangur í sögu félagsins. 21 leikur vannst í röð frá janúar til desember árið 1972.
Byrjunarliðið kom kannski ekki á óvart en Klopp notaði tækifærið og gaf Robertson hvíld og Milner byrjaði í vinstri bakverði. Shaqiri fékk einnig tækifæri frá byrjun sem þýddi að Salah var fremsti maður, Wijnaldum og Henderson áttu að sjá um miðjuna og þar fyrir framan voru Mané og Firmino með Svisslendingnum fyrir aftan Salah. Eins og komið var inná í upphitun getur alltaf verið erfitt að mæta liði í fallbaráttu með nýjan stjóra og það varð heldur betur raunin í þessum leik. Watford áttu fyrsta færi leiksins eftir aðeins fimm mínútur þegar flott samspil upp völlinn endaði með sendingu fyrir markið þar sem Deeney var mjög nálægt því að ná til boltans í vítateignum á milli varnarmanna. Boltinn barst út til vinstri en sóknin rann svo út í sandinn.
Will Hughes miðjumaður gestanna var næstur á blað þegar hann vann boltann á miðjunni, lék áfram að marki og skaut en boltinn var aldrei á leiðinni á markið. Liverpool menn komust lítt áleiðis í sínum leik og gestirnir voru agaðir í sínum varnarleik. Það var því lítið að frétta í þessum fyrri hálfleik fyrr en á síðustu tíu mínútunum. Aftur komust Watford menn upp hægra megin, sending kom inná teiginn þar sem Doucoure var óvaldaður á miðjum teignum en sem betur fer hitti hann ekki boltann sem skoppaði á teignum og Gomez komst svo fyrir skot Deulofeu og hornspyrna niðurstaðan. Hornspyrnan var ekki góð og boltinn var hreinsaður út úr teignum þar sem Hughes skallaði boltann áfram. Firmino hreinsaði frá með flottri spyrnu og boltinn barst út til vinstri á Mané sem framlengdi á Salah. Hann var í baráttunni við einn varnarmann, náði valdi á boltanum í teignum og skaut svo fallegu bogaskoti efst í fjærhornið. Frábær skyndisókn og staðan orðin 1-0 eiginlega gegn gangi leiksins.
En Watford menn gáfust ekki upp þrátt fyrir þetta og sköpuðu annað hættulegt færi rétt fyrir hálfleik. Deulofeu lék inná teiginn vinstra megin og reyndi fyrirgjöf sem Alisson sló út í teiginn. Þar var Sarr gjörsamlega aleinn og óvaldaður og hugðist þruma boltanum í netið en eins og hjá Doucoure hitti hann bara alls ekki boltann. Það má segja að heppnin hafi nú verið með okkar mönnum í fyrri hálfleik. Í raun bara klaufaskapur hjá Watford að hafa ekki komið boltanum í netið.
Eins og í fyrri hálfleik voru Watford menn fyrstir á blað í þeim síðari hvað færi varðar þegar Sarr komst upp að endamörkum hægra megin og skaut eða sendi fyrir en Alisson gerði vel, varði og hélt boltanum. Á 50. mínútu kom svo glæsilegt mark þegar Shaqiri sendi fyrir frá vinstri og Mané átti glæsilegan skalla í fjærhornið. Myndbandsdómgæslan fór í gang og komst að þeirri niðurstöðu, í annað skiptið á þessu tímabili, að handarkriki Mané hafi verið fyrir innan og markið því dæmt af. Millimetraspursmál þarna og að sjálfsögðu á að dæma mark af þegar um rangstöðu er að ræða en eins og í atviki Firmino gegn Aston Villa fyrr á tímabilinu fannst manni að þarna væri þetta mjög tæpt og spurning hvort að sóknarmaðurinn eigi ekki að njóta vafans. Næsta færi var gestanna þegar Deulofeu komst einn í gegn en Alisson kom út á móti og varði frábærlega. Salah lét svo að sér kveða með næstu færi, var við það að komast í gegn en náði ekki valdi á boltanum og boltinn barst til Foster. Salah vildi nú fá brot dæmt en það var nú ansi lítið þó svo að varnarmaður hafi lagt hönd sína á öxlina á honum. Skömmu síðar var Salah aftur á ferðinni, náði skoti í þetta sinn en það var framhjá. Við höldum áfram að tala um Salah því hann lagði næsta færi upp fyrir Firmino en slæm fyrsta snerting hans gerði það að verkum að boltinn barst til Foster í markinu. Áður en Salah náði að senda boltann var klárlega brotið á honum en Egyptinn gerði vel, stóð af sér varnarmanninn og lagði upp gott færi.
Virgil van Dijk sýndi svo af sér vítavert gáleysi þegar hann hugðist senda til baka á Alisson en sá ekki að Brasilíumaðurinn var kominn út á móti. Boltinn rúllaði sem betur fer réttu megin við stöngina og Watford menn fengu horn. Deulofeu tók hornið og það var ótrúleg spyrna þar sem boltinn fór í utanverða stöngina ! Það var nú farið að fara um stuðningsmenn á Anfield, liðið ekki að spila vel og eiginlega bara heppni að gestirnir skyldu ekki vera búnir að skora a.m.k. eitt mark. En sigurinn var tryggður í blálokin þegar Mané komst upp hægra megin, sendi fyrir markið þar sem Origi ætlaði að þruma í markið en hitti boltann illa. Boltinn skoppaði til Salah sem stóð á markteignum og var fljótur að átta sig og skaut boltanum snyrtilega með hælnum í markið milli fóta Christian Kabasele. Myndbandsdómgæslan skipti sér einnig af þessu atviki en nú var Salah réttstæður en það mátti ekki miklu muna. Lokatölur 2-0 og sannkallaður seiglusigur í höfn.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, van Dijk, Milner, Henderson, Wijnaldum (Robertson, 59. mín.), Shaqiri (Oxlade-Chamberlain, 70. mín.), Mané, Firmino (Origi, 88. mín.), Salah. Ónotaðir varamenn: Adrian, Williams, Keita, Lallana.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (38. og 90. mín.).
Gul spjöld: Milner og Henderson.
Watford: Foster, Mariappa, Kabasele, Cathcart, Femenía, Capoue, Hughes, Sarr, Doucouré (Quina, 87. mín.), Deulofeu, Deeney (Gray, 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Gomes, Dawson, Chalobah, Success, Foulquier.
Gult spjald: Hughes.
Maður leiksins: Mohamed Salah skoraði tvö glæsimörk og skapaði nokkrum sinnum hættu uppvið mark gestanna þar að auki. Ánægjulegt að sjá hann skora tvö mörk í deildinni í fyrsta sinn síðan gegn Arsenal í lok ágúst.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var ekki fallegasti leikur sem við höfum spilað en ég er nú samt ánægður. Á þessu stigi tímabilsins verður maður að sýna þrautseigju og ég held að við höfum gert það. Við eigum svo marga leiki framundan og erum kátir með stöðuna. Watford fengu sín færi en við nýttum okkar. Við hefðum getað gert okkur leikinn auðveldari en það er erfitt að reyna sífellt að vera að stýra leikjum."
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er nú kominn með níu mörk í deildinni og hefur þar með jafnað Sadio Mané í markaskorun það sem af er.
- Salah hefur skorað 63 mörk í 88 deildarleikjum fyrir félagið og alls 84 mörk í 126 leikjum sem er ótrúleg tölfræði.
- Liverpool er ósigrað í síðustu 34 deildarleikjum og er það þriðji besti árangur liðs í deildinni á eftir Chelsea (40 leikir) og Arsenal (49 leikir).
- Þetta var 100. deildarleikur Liverpool sem þeir hafa ekki tapað á Anfield eftir að hafa haft forystu í hálfleik. Liverpool hefur unnið 91 þessara leikja og gert níu jafntefli.
- Liðið hefur sigrað síðustu 16 heimaleiki sína í röð og er það næstbesti árangur í sögu félagsins. 21 leikur vannst í röð frá janúar til desember árið 1972.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan