| Sf. Gutt
Curtis Jones tryggði einn eftirminnilegasta sigur Liverpool á móti Everton í langri sögu í orrustum milli liðanna í Liverpool borg. Glæsimark ungliðans sem færði 1:0 sigur Liverpool verður lengi í minnum haft. Curtis harkaði af sér fyrir leikinn og það skilaði sér sannarlega!
,,Þar sem ég er ungur strákur héðan úr borginni og er að spila fyrir liðið sem ég elska og stuðningsmennina sem ég elska þá er þetta geysilega stór stund. Ég fer út á völlinn og reyni að nýta mér hvert einasta tækifæri sem ég á kost á og hvern einasta leik sem fæ tækifæri til að spila í. Ég reyni alltaf að gera mitt allra besta. Þetta reyndi ég í dag og til viðbótar var ég var svo lánsamur að ná að skora mark sem allir segja að hafi verið glæsilegt."
,,Það er gremjulegt á köflum að þurfa að vera á bekknum. Svo fær maður smjörþefinn af því að spila en svo er maður aftur kominn á bekkinn. Ég hef stundum nauðað um að fá að spila og vonandi hjálpar þetta góða mark."
,,Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa tilfinningum mínum. Mér finnst auðvitað magnað að fá að umgangast þá sem eru í liðinu alla daga og eiga þess kost að læra af þeim. Það eru heimsklassamenn hvert sem litið er í liðinu. En ég held að ég hafi náð að sýna hvað í mér býr úti á vellinum."
Curtis var búinn að vera lasinn fyrir leikinn en harkaði af sér og náði að spila. Hann var ánægður með að láta sig hafa það að spila.
,,Framkvæmdastjórinn er strangur hvað það varðar að við séum harðir af okkur og látum það ekki í ljósi þó við finnum til. Eins að við látum ekki á okkur fá þótt í móti blási. Það var því rétt af mér að láta ekki sjást á mér að ég var búinn að vera lasinn. Ég er ánægður með að ég lét mig hafa að spila og lagði mig fram fyrir liðið. Ég er bara ánægður með að við náðum að vinna og ég hlakka til næstu umferðar."
Curtis Jones er mikið efni. Hann var aðeins 18 ára og 340 daga gamall þegar hann skoraði á móti Everton og hann er með yngstu mönnum í sögunni til að skora fyrir Liverpool á móti Everton.
TIL BAKA
Harkaði af sér og það skilaði sér!
Curtis Jones tryggði einn eftirminnilegasta sigur Liverpool á móti Everton í langri sögu í orrustum milli liðanna í Liverpool borg. Glæsimark ungliðans sem færði 1:0 sigur Liverpool verður lengi í minnum haft. Curtis harkaði af sér fyrir leikinn og það skilaði sér sannarlega!
,,Þar sem ég er ungur strákur héðan úr borginni og er að spila fyrir liðið sem ég elska og stuðningsmennina sem ég elska þá er þetta geysilega stór stund. Ég fer út á völlinn og reyni að nýta mér hvert einasta tækifæri sem ég á kost á og hvern einasta leik sem fæ tækifæri til að spila í. Ég reyni alltaf að gera mitt allra besta. Þetta reyndi ég í dag og til viðbótar var ég var svo lánsamur að ná að skora mark sem allir segja að hafi verið glæsilegt."
,,Það er gremjulegt á köflum að þurfa að vera á bekknum. Svo fær maður smjörþefinn af því að spila en svo er maður aftur kominn á bekkinn. Ég hef stundum nauðað um að fá að spila og vonandi hjálpar þetta góða mark."
,,Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa tilfinningum mínum. Mér finnst auðvitað magnað að fá að umgangast þá sem eru í liðinu alla daga og eiga þess kost að læra af þeim. Það eru heimsklassamenn hvert sem litið er í liðinu. En ég held að ég hafi náð að sýna hvað í mér býr úti á vellinum."
Curtis var búinn að vera lasinn fyrir leikinn en harkaði af sér og náði að spila. Hann var ánægður með að láta sig hafa það að spila.
,,Framkvæmdastjórinn er strangur hvað það varðar að við séum harðir af okkur og látum það ekki í ljósi þó við finnum til. Eins að við látum ekki á okkur fá þótt í móti blási. Það var því rétt af mér að láta ekki sjást á mér að ég var búinn að vera lasinn. Ég er ánægður með að ég lét mig hafa að spila og lagði mig fram fyrir liðið. Ég er bara ánægður með að við náðum að vinna og ég hlakka til næstu umferðar."
Curtis Jones er mikið efni. Hann var aðeins 18 ára og 340 daga gamall þegar hann skoraði á móti Everton og hann er með yngstu mönnum í sögunni til að skora fyrir Liverpool á móti Everton.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan