| Sf. Gutt
TIL BAKA
Jafntefli í FA bikarnum
Liverpool slapp vel undir kvöldið gegn Shrewsbury Town, sem leikur í þriðju efstu deild, þegar liðið missti niður tveggja marka forystu niður í 2:2 jafntefli í 4. umferð FA bikarsins. Úrslitin fela í sér að liðin þurfa að mætast aftur og nú á Anfield.
Eins og við var að búast gerbreytti Jürgen Klopp liði sínu frá því í sigrinum í Wolverhampton á fimmtudagskvöldið. Ungliðar voru sendir til leiks eins og í síðustu umferð á móti Everton. Dejan Lovren og Joël Matip komu svo inn eftir að hafa verið meiddir frá því í fyrra. Liverpool byrjaði vel og eftir stundarfjórðung lá boltinn í marki heimamanna. Pedro Chirivella frábæra sendingu fram á Curtis Jones sem lék inn í vítateiginn vinstra megin og skoraði með skoti neðst í hornið fjær. Vel að verki staðið hjá ungliðunum.
Liverpool var sterkari aðilinn framan af en á 24. mínútu missti Fabinho Tavarez boltann. Shaun Whalley komst í gegn en Adrián San Miguel varði vel með fæti. Eftir hálftíma hefði Liverpool átt að fá víti eftir að boltinn fór í hendi leikmanns Shrewsbury inni í vítateig en ekkert var dæmt. Þegar fimm mínútur voru til hálfleiks fékk Shaun aftur færi en hann hitti ekki markið. Liverpool leiddi því í hálfleik.
Eftir 28 sekúndur í síðari hálfleik skoraði Liverpool aftur. Neco Williams sendi fyrir frá hægri. Boltinn fór beint á Donald Love og á einhvern óskiljanlegan hátt sparkaði hann boltanum beinustu leið í eigið mark. Líklega ætlaði hann að bjarga í horn en það var engin hætta á ferðum.
Trúlega áttu flestir von á að Liverpool myndi nú sigra öruggum sigri í höfn en heimamenn gáfust ekki upp. Á 58. mínútu komst Callum Lang inn í vítateig Liverpool en Adrián varði meistaralega í horn neðst í horninu. Rétt á eftir missti Joel Matip boltann á mótherja við vítateiginn en sá skaut framhjá úr opnu færi.
Vörn Liverpool hafði verið óörugg allan leikinn og fór versnandi. Á 65. mínútu fékk Shrewsbury víti þegar Yasser Laroucibraut á Josh Laurent sem var að sleppa einn í gegn. Reyndar var rangt dæmt því brotið var utan vítateigs. Eins hefði dómarinn átt að reka Yasser af velli fyrst hann dæmdi víti. Jason Cummings sem var nýkominn inn á sem varamaður tók vítið og skoraði af öryggi.
Þegar stundarfjórðungur var eftir þrumaði Divock Origi að marki utan vítateigs en Max O'Leary varði vel. Hann sparkaði svo frá marki sínu. Jason fékk boltann í framhaldinu lék á Dejan Lovren, komst einn á móti Adrián og skoraði. Allt gekk af göflunum af fögnuði hjá heimamönnum.
Roberto Firmino og Mohamed Salah voru sendir til leiks því það var ekki nokkur einasti áhugi hjá Liverpool á því að leika aukaleik. Mínútu fyrir leikslok kom Roberto boltanum framhjá markmanninum. Boltinn skoppaði í átt að markinu og Curtis renndi sér á hann en varnarmaður komst fyrir og bjargaði. Litlu síðar sendi Roberto fyrir markið á Mohamed en skalli hans af stuttu færi fór hárfínt framhjá. Heimamenn áttu síðasta orðið en Adrián varði vel neðst í horninu eftir óvænt skot. Jafntefli var niðurstaðan og voru úrslitin sanngjörn. Heimamenn fögnuðu eins og þeir höfðu unnið og úrslitin voru í raun sigur fyrir þá!
Liverpool lék illa í leiknum og alltof margir leikmenn voru óravegu frá sínu besta. Það verður fróðlegt að sjá hvaða leikmenn leika fyrir hönd Liverpool í aukaleiknum en Jürgen sagði eftir leikinn að aðalliðsmenn komi ekki til að spila ef leikurinn verði settur á dagskrá þegar komandi vetrarfrí stendur yfir!
Shrewsbury Town: O'Leary; Love, Williams, Ebanks-Landell, Pierre, Golbourne; Laurent, Norburn (Edward 27. mín.), Goss; Whalley (Udoh 85. mín.) og Lang (Cummings 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Murphy, Beckles, Walker og Hart.
Mörk Shrewsbury: Jason Cummings (65. mín. víti og 75. mín.).
Liverpool: Adrian; Williams, Matip (Salah 80. mín.), Lovren, Larouci; Chirivella, Fabinho, Jones; Elliott (Oxlade-Chamberlain 71. mín.), Minamino (Frimino 85. mín.) og Origi. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Keita, Hoever og Alexander-Arnold.
Mörk Liverpool: Curtis Jones (15. mín.) og Donald Love, sm, (46. mín.).
Gult spjald: Yasser Larouci.
Áhorfendur á New Meadow: 9.510.
Maður leiksins: Adrián San Miguel. Spánverjinn stóð sig með sóma í markinu og varði vel. Hann var kannski eini leikmaður Liverpool sem stóð almennilega fyrir sínu í leiknum.
Jürgen Klopp: Fyrst og fremst vil ég óska Shrewsbury til hamingju því liðið verðskuldaði þessi úrslit. Reyndar var þetta það minnsta sem liðið átti skilið miðað við færin sem það fékk.
- Liverpool og Shrewsbury Town þurfa að leika aftur og fer aukaleikurinn fram á Anfield.
- Curtis Jones skoraði annað mark sitt á keppnistímabilinu.
- Þetta var annar leikur liðanna í sögunni. Liðin mættust í FA bikarnum á leiktíðinni 1995/96. Liverpool vann þá 0:4 á gamla heimavelli Shrewsbury. Liðið leikur nú á nýjum leikvangi sem var tekin í notkun 2007.
- Liverpool hefur ekki komist lengra en í 4. umferð í FA bikarnum á valdatíð Jürgen Klopp. Það kemur í ljós í aukaleiknum ef það tekst að þessu sinni.
- Þetta var 70. leikur Alex Oxlade-Chamberlain með Liverpool. Hann hefur skorað tíu mörk.
- Pedro Chirivella lék sinn tíunda leik með Liverpool. Hann hefur ekki skorað hingað til.
Eins og við var að búast gerbreytti Jürgen Klopp liði sínu frá því í sigrinum í Wolverhampton á fimmtudagskvöldið. Ungliðar voru sendir til leiks eins og í síðustu umferð á móti Everton. Dejan Lovren og Joël Matip komu svo inn eftir að hafa verið meiddir frá því í fyrra. Liverpool byrjaði vel og eftir stundarfjórðung lá boltinn í marki heimamanna. Pedro Chirivella frábæra sendingu fram á Curtis Jones sem lék inn í vítateiginn vinstra megin og skoraði með skoti neðst í hornið fjær. Vel að verki staðið hjá ungliðunum.
Liverpool var sterkari aðilinn framan af en á 24. mínútu missti Fabinho Tavarez boltann. Shaun Whalley komst í gegn en Adrián San Miguel varði vel með fæti. Eftir hálftíma hefði Liverpool átt að fá víti eftir að boltinn fór í hendi leikmanns Shrewsbury inni í vítateig en ekkert var dæmt. Þegar fimm mínútur voru til hálfleiks fékk Shaun aftur færi en hann hitti ekki markið. Liverpool leiddi því í hálfleik.
Eftir 28 sekúndur í síðari hálfleik skoraði Liverpool aftur. Neco Williams sendi fyrir frá hægri. Boltinn fór beint á Donald Love og á einhvern óskiljanlegan hátt sparkaði hann boltanum beinustu leið í eigið mark. Líklega ætlaði hann að bjarga í horn en það var engin hætta á ferðum.
Trúlega áttu flestir von á að Liverpool myndi nú sigra öruggum sigri í höfn en heimamenn gáfust ekki upp. Á 58. mínútu komst Callum Lang inn í vítateig Liverpool en Adrián varði meistaralega í horn neðst í horninu. Rétt á eftir missti Joel Matip boltann á mótherja við vítateiginn en sá skaut framhjá úr opnu færi.
Vörn Liverpool hafði verið óörugg allan leikinn og fór versnandi. Á 65. mínútu fékk Shrewsbury víti þegar Yasser Laroucibraut á Josh Laurent sem var að sleppa einn í gegn. Reyndar var rangt dæmt því brotið var utan vítateigs. Eins hefði dómarinn átt að reka Yasser af velli fyrst hann dæmdi víti. Jason Cummings sem var nýkominn inn á sem varamaður tók vítið og skoraði af öryggi.
Þegar stundarfjórðungur var eftir þrumaði Divock Origi að marki utan vítateigs en Max O'Leary varði vel. Hann sparkaði svo frá marki sínu. Jason fékk boltann í framhaldinu lék á Dejan Lovren, komst einn á móti Adrián og skoraði. Allt gekk af göflunum af fögnuði hjá heimamönnum.
Roberto Firmino og Mohamed Salah voru sendir til leiks því það var ekki nokkur einasti áhugi hjá Liverpool á því að leika aukaleik. Mínútu fyrir leikslok kom Roberto boltanum framhjá markmanninum. Boltinn skoppaði í átt að markinu og Curtis renndi sér á hann en varnarmaður komst fyrir og bjargaði. Litlu síðar sendi Roberto fyrir markið á Mohamed en skalli hans af stuttu færi fór hárfínt framhjá. Heimamenn áttu síðasta orðið en Adrián varði vel neðst í horninu eftir óvænt skot. Jafntefli var niðurstaðan og voru úrslitin sanngjörn. Heimamenn fögnuðu eins og þeir höfðu unnið og úrslitin voru í raun sigur fyrir þá!
Liverpool lék illa í leiknum og alltof margir leikmenn voru óravegu frá sínu besta. Það verður fróðlegt að sjá hvaða leikmenn leika fyrir hönd Liverpool í aukaleiknum en Jürgen sagði eftir leikinn að aðalliðsmenn komi ekki til að spila ef leikurinn verði settur á dagskrá þegar komandi vetrarfrí stendur yfir!
Shrewsbury Town: O'Leary; Love, Williams, Ebanks-Landell, Pierre, Golbourne; Laurent, Norburn (Edward 27. mín.), Goss; Whalley (Udoh 85. mín.) og Lang (Cummings 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Murphy, Beckles, Walker og Hart.
Mörk Shrewsbury: Jason Cummings (65. mín. víti og 75. mín.).
Liverpool: Adrian; Williams, Matip (Salah 80. mín.), Lovren, Larouci; Chirivella, Fabinho, Jones; Elliott (Oxlade-Chamberlain 71. mín.), Minamino (Frimino 85. mín.) og Origi. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Keita, Hoever og Alexander-Arnold.
Mörk Liverpool: Curtis Jones (15. mín.) og Donald Love, sm, (46. mín.).
Gult spjald: Yasser Larouci.
Áhorfendur á New Meadow: 9.510.
Maður leiksins: Adrián San Miguel. Spánverjinn stóð sig með sóma í markinu og varði vel. Hann var kannski eini leikmaður Liverpool sem stóð almennilega fyrir sínu í leiknum.
Jürgen Klopp: Fyrst og fremst vil ég óska Shrewsbury til hamingju því liðið verðskuldaði þessi úrslit. Reyndar var þetta það minnsta sem liðið átti skilið miðað við færin sem það fékk.
Fróðleikur
- Liverpool og Shrewsbury Town þurfa að leika aftur og fer aukaleikurinn fram á Anfield.
- Curtis Jones skoraði annað mark sitt á keppnistímabilinu.
- Þetta var annar leikur liðanna í sögunni. Liðin mættust í FA bikarnum á leiktíðinni 1995/96. Liverpool vann þá 0:4 á gamla heimavelli Shrewsbury. Liðið leikur nú á nýjum leikvangi sem var tekin í notkun 2007.
- Liverpool hefur ekki komist lengra en í 4. umferð í FA bikarnum á valdatíð Jürgen Klopp. Það kemur í ljós í aukaleiknum ef það tekst að þessu sinni.
- Þetta var 70. leikur Alex Oxlade-Chamberlain með Liverpool. Hann hefur skorað tíu mörk.
- Pedro Chirivella lék sinn tíunda leik með Liverpool. Hann hefur ekki skorað hingað til.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan