| Sf. Gutt
Þegar Curtis Jones leiddi Liverpool til leiks á móti Shrewsbury Town í FA bikarnum á dögunum setti hann nýtt félagsmet. Hann er nú orðinn yngsti fyrirliði í sögu Liverpool. Curtis var aðeins 19 ára og fimm daga gamall gegn Shrewsbury.
Gamla metið var í eigu Alex Raisbeck og var sannarlega komið til ára sinna. Alex var 20 ára og 250 daga gamall þegar hann leiddi Liverpool til leiks í fyrsta sinn. Alex var fyrirliði Liverpool frá 1900 til 1909. Hann tók tvisvar, 1901 og 1906, við Englandsbikarnum. Alex var fyrirliði Liverpool í 267 leikjum og hafa aðeins fjórir leikmenn Liverpool verið oftar fyrirliðar. Hér að neðan er listi yfir þá fimm leikmenn Liverpool sem oftast hafa verið fyrirliðar.
TIL BAKA
Yngsti fyrirliði Liverpool í sögunni!
Þegar Curtis Jones leiddi Liverpool til leiks á móti Shrewsbury Town í FA bikarnum á dögunum setti hann nýtt félagsmet. Hann er nú orðinn yngsti fyrirliði í sögu Liverpool. Curtis var aðeins 19 ára og fimm daga gamall gegn Shrewsbury.
Gamla metið var í eigu Alex Raisbeck og var sannarlega komið til ára sinna. Alex var 20 ára og 250 daga gamall þegar hann leiddi Liverpool til leiks í fyrsta sinn. Alex var fyrirliði Liverpool frá 1900 til 1909. Hann tók tvisvar, 1901 og 1906, við Englandsbikarnum. Alex var fyrirliði Liverpool í 267 leikjum og hafa aðeins fjórir leikmenn Liverpool verið oftar fyrirliðar. Hér að neðan er listi yfir þá fimm leikmenn Liverpool sem oftast hafa verið fyrirliðar.
1. Steven Gerrard 472 leikir.
2. Ron Yeats 416 leikir.
3. Emlyn Hughes 337 leikir.
4. Donald Mackinlay 293 leikir.
5. Alex Raisbeck 267 leikir.
Eins og sjá má á listanum þá hefur Steven Gerrard langoftast verið fyrirliði Liverpool. Jordan Henderson er núna áttundi á listanum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan