| HI

Van Dijk og Gomez bestir í sögu deildarinnar?

Virgil van Dijk og Joe Gomez hafa leikið saman í miðri vörn Liverpool undanfarna mánuði. Vörnin var ekkert slor áður en þeir fóru að spila reglulega saman, en varnarleikurinn hefur náð nýjum hæðum með þessu miðvarðarpari.

Ef horft er á allt tímabilið hefur Liverpool fengið á sig 15 mörk, sem út af fyrir sig er frábær árangur. Til samanburðar hefur Manchester City fengið á sig 29 mörk. Samkvæmt samantekt Liverpool Echo hefur Liverpool fengið fleiri skot á sig en City, en svo merkilega vill til að skot á rammann eru sjö færri en hjá City. Það er skýrt þannig að vörnin geri það erfiðara fyrir andstæðingana að ná góðu skoti á markið og City fái á sig fleiri skot þar sem sóknarmaðurinn er einn á móti markmanni. 

Þá bendir Echo á að eftir að Gomez kom í miðja vörnina hefur liðið haldið mun oftar hreinu í leikjum, en framan af tímabili reyndist það erfitt fyrir Liverpool.

Önnur fræg miðvarðarpör í úrvaldsdeildinni eru einnig borin saman við þá félaga. Besta miðvarðarparið í sögu úrvalsdeildarinnar, tölfræðilega, eru Liverpoolmennirnir Jamie Carragher og Daniel Agger sem fengu á sig að meðaltali 24,3 mörk á tímabili. Nemanja Vidic og Rio Ferdinand hjá Manchester United fengu á sig 24,6 mörk á tímabili og John Terry og William Gallas hjá Chelsea fengu á sig 24,8 mörk á tímabili. Van Dijk og Gomez hafa hins vegar aðeins fengið á sig átta mörk á 2.391 mínútu, sem þýðir - uppfært á heilt tímabil - 11,4 mörk.

Vissulega eru mun færri leikir á bak við þessa tölu en hjá hinum þremur, en ef þeir halda áfram á sömu braut hafa þeir möguleika á að slá þessi þrjú miðvarðarpör út með stæl. Þetta væri enn ein skrautfjöðurinn í hatt sem er þegar kominn með ansi margar slíkar fjaðrir. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan