| Sf. Gutt
TIL BAKA
Naumur sigur
Liverpool vann nú í kvöld nauman 0:1 útisigur á botnliði Norwich City. Evrópu- og heimsmeistararnir hafa nú metforystu í deildinni.
Það var rok og rigning í Norwich eins og svo víða á Englandi en stórviðri gekk yfir landið. Leikmenn Liverpool mættu úthvíldir til leiks og sterku liði var teflt fram þó svo stutt sé í Meistarardeildarleikinn í Madríd. Kannski hefðu einhverjir haldið að einhverjir af bestu mönnunum væru hvíldir fyrst verið var að spila á móti botnliðinu en svo var ekki. Sadio Mané og James Milner sneru aftur eftir meiðsli en voru á bekknum.
Liverpool hóf leikinn af krafti og Trent Alexander-Arnold skaut að marki utan teigs eftir 13 sekúndur en boltinn fór langt framhjá. Eftir rúmar fimm mínútur átti Alex Oxlade-Chamberlain skot en Tim Krul varði auðveldlega.
Liverpool réðu lögum og lofum en heimamenn vörðust af krafti og leikmenn Liverpool komust lítt í opin færi. Á 35. mínútu átti Norwich sitt fyrsta færi. Lukas Rupp slapp einn í gegnum vörn Liverpool eftir langa sendingu fram. Hann komst einn á móti Alisson Becker en í stað þess að skjóta renndi hann boltanum til vinstri á Teemu Pukki. Finninn reyndi að leika á Alisson en Brasilímaðurinn henti sér niður og sló boltann frá Teemu. Frábær markvarsla hjá Alisson. Markalaust var í hálfleik.
Yfirburðir Liverpool voru enn meiri eftir hlé. Hver sóknin eftir aðra buldi á vörn Norwich sem stóð sig með sóma sem fyrr. Á 58. mínútu átt Naby Keita fast skot utan teigs en boltinn fór beint á Tim sem sló hann yfir. Rétt á eftir lék Mohamed Salah sig í skotstöðu en Tim varði. Hann hélt ekki boltanum sem hrökk út á Naby sem fékk hann en Tim varði aftur nú af stuttu færi.
Þegar klukkutími var liðinn voru Sadio Mané og Fabinho Tavarez sendir til leiks. Er óhætt að segja að leikur Liverpool hafi batnað um leið og þeir komu inn á. Sadio færði líf í framlínuna og spilið á miðjunni varð betra eftir að Fabinho kom þangað. Á 66. mínútu hefði Liverpool átt að fá víti þegar tveir varnarmenn rifu hann niður eftir hornspyrnu!
Á 72. mínútu komst heimamenn í fágæta sókn. Alex Tettey fékk boltann hægra megin og áttu flestir von á fyrirgjöf. Hann tók á hinn bóginn upp á því að skjóta og small boltinn í nærstönginni. Alisson hefði trúlega varið en litlu mátti muna.
Þegar 12 mínútur voru eftir komst Liverpool yfir. Jordan Henderson fékk boltann rétt fyrir framan miðjuna. Hann sendi háa sendingu fram í vítateig Norwich. Þar náði Sadio Mané að taka boltann niður með hægri fæti, snúa sér við og smella honum svo neðst í nærhornið með vinstri. Magnað hjá Senegalanum. Bæði hvernig hann tók boltann niður og eins skotið!
Liverpool hefði átt að gera út um leikinn á 86. mínútu. Trent sendi fyrir frá hægri en Roberto Firmino skaut framhjá fyrir opnu marki af stuttu færi. Mínútu fyrir leikslok náði Teemu skoti utan vítateigs en skotið fór beint á Alisson sem varði af öryggi. Þessi markvarsla innsiglaði sigur Liverpool!
Liverpool lék vel og hafði algjöra yfirburði. Ekkert undarlegt við það enda langefsta liðið að spila við það neðsta. En sigurinn var naumur fyrir það. Liverpool hefur nú metforystu og sigurinn færir liðið ennþá nær settu marki!
Norwich City: Krul; Aarons, Zimmermann, Hanley, Byram (Lewis 27. mín.); Tettey (Drmic 84. mín.), McLean; Rupp (Buendia 83. mín.), Duda, Cantwell og Pukki. Ónotaðir varamenn: Fahrmann, Godfrey, Vrancic og Hernandez.
Gult spjald: Grant Hanley.
Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson; Keita (Milner 84. mín.), Henderson, Wijnaldum (Fabinho 60. mín.); Salah, Firmino og Oxlade-Chamberlain (Mane 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrian, Lovren, Lallana og Origi.
Mark Liverpool: Sadio Mané (78. mín.).
Gul spjöld: Naby Keita og Sadio Mané.
Áhorfendur á Carrow Road: 27.110.
Maður leiksins: Sadio Mané. Senegalinn var magnaður eftir að hann kom inn á sem varamaður. Fyrir utan að skora sigurmarkið þá var hann mjög ógnandi og í raun breytti hann leiknum.
Jürgen Klopp: Þessi forysta er algjörlega biluð. Ég skil hana eiginlega ekki! Ég er ekki nógu gáfaður til þess! Ég sá það á andlitum leikmannanna að þeir voru ekki taugaóstyrkir. Þeir nutu þess að spila og ef annað liðið áttiað skora þá voru það við. Við vörðumst gagnsóknum þeirra líka vel. Þessir dásamlegu knattspyrnumenn voru þeir sem skiptu öllu máli!
- Þetta var 100. mark hans í ensku knattspyrnunni. Hann hefur skorað 75 fyrir Liverpool og 25 af mörkunum skoraði hann með Southampton.
- Mörkin hans 75 hefur hann skorað í 155 leikjum með Liverpool.
- Naby Keita lék sinn 50. leik með Liverpool. Hann hefur skorað sex mörk.
- Trent Alexander-Arnold lék sinn 120. leik með Liverpool. Hann hefur skorað sex sinnum.
- Alisson Becker hélt hreinu í 10. sinn í deildinni. Hann hefur oftast haldið hreinu af öllum markmönnum deildarinnar. Þó hefur hann leikið mun færri leiki en aðrir sem næstir honum koma í þessu efni.
- Liverpool er nú með 25 stiga forystu í deildinni. Slík forysta hefur ekki áður sést í sögu ensku knattspyrnunnar!
- Liverpool hefur nú leikið 43 leiki í röð án taps í efstu deild. Það er það næst mesta í sögunni. Liverpool fór framúr Nottingham Forest sem lék 42 leiki án taps á árunum 1977 til 1978 en Arsenal á metið sem er 49 leikir.
- Liverpool vann sinn 17. deildarleik í röð. Það er jöfnun á félagsmeti sem Liverpool setti í fyrra!
- Leikurinn var númer 250 á valdatíð Jürgen Klopp. Liverpool hefur unnið 155 af þessum leikjum.
Það var rok og rigning í Norwich eins og svo víða á Englandi en stórviðri gekk yfir landið. Leikmenn Liverpool mættu úthvíldir til leiks og sterku liði var teflt fram þó svo stutt sé í Meistarardeildarleikinn í Madríd. Kannski hefðu einhverjir haldið að einhverjir af bestu mönnunum væru hvíldir fyrst verið var að spila á móti botnliðinu en svo var ekki. Sadio Mané og James Milner sneru aftur eftir meiðsli en voru á bekknum.
Liverpool hóf leikinn af krafti og Trent Alexander-Arnold skaut að marki utan teigs eftir 13 sekúndur en boltinn fór langt framhjá. Eftir rúmar fimm mínútur átti Alex Oxlade-Chamberlain skot en Tim Krul varði auðveldlega.
Liverpool réðu lögum og lofum en heimamenn vörðust af krafti og leikmenn Liverpool komust lítt í opin færi. Á 35. mínútu átti Norwich sitt fyrsta færi. Lukas Rupp slapp einn í gegnum vörn Liverpool eftir langa sendingu fram. Hann komst einn á móti Alisson Becker en í stað þess að skjóta renndi hann boltanum til vinstri á Teemu Pukki. Finninn reyndi að leika á Alisson en Brasilímaðurinn henti sér niður og sló boltann frá Teemu. Frábær markvarsla hjá Alisson. Markalaust var í hálfleik.
Yfirburðir Liverpool voru enn meiri eftir hlé. Hver sóknin eftir aðra buldi á vörn Norwich sem stóð sig með sóma sem fyrr. Á 58. mínútu átt Naby Keita fast skot utan teigs en boltinn fór beint á Tim sem sló hann yfir. Rétt á eftir lék Mohamed Salah sig í skotstöðu en Tim varði. Hann hélt ekki boltanum sem hrökk út á Naby sem fékk hann en Tim varði aftur nú af stuttu færi.
Þegar klukkutími var liðinn voru Sadio Mané og Fabinho Tavarez sendir til leiks. Er óhætt að segja að leikur Liverpool hafi batnað um leið og þeir komu inn á. Sadio færði líf í framlínuna og spilið á miðjunni varð betra eftir að Fabinho kom þangað. Á 66. mínútu hefði Liverpool átt að fá víti þegar tveir varnarmenn rifu hann niður eftir hornspyrnu!
Á 72. mínútu komst heimamenn í fágæta sókn. Alex Tettey fékk boltann hægra megin og áttu flestir von á fyrirgjöf. Hann tók á hinn bóginn upp á því að skjóta og small boltinn í nærstönginni. Alisson hefði trúlega varið en litlu mátti muna.
Þegar 12 mínútur voru eftir komst Liverpool yfir. Jordan Henderson fékk boltann rétt fyrir framan miðjuna. Hann sendi háa sendingu fram í vítateig Norwich. Þar náði Sadio Mané að taka boltann niður með hægri fæti, snúa sér við og smella honum svo neðst í nærhornið með vinstri. Magnað hjá Senegalanum. Bæði hvernig hann tók boltann niður og eins skotið!
Liverpool hefði átt að gera út um leikinn á 86. mínútu. Trent sendi fyrir frá hægri en Roberto Firmino skaut framhjá fyrir opnu marki af stuttu færi. Mínútu fyrir leikslok náði Teemu skoti utan vítateigs en skotið fór beint á Alisson sem varði af öryggi. Þessi markvarsla innsiglaði sigur Liverpool!
Liverpool lék vel og hafði algjöra yfirburði. Ekkert undarlegt við það enda langefsta liðið að spila við það neðsta. En sigurinn var naumur fyrir það. Liverpool hefur nú metforystu og sigurinn færir liðið ennþá nær settu marki!
Norwich City: Krul; Aarons, Zimmermann, Hanley, Byram (Lewis 27. mín.); Tettey (Drmic 84. mín.), McLean; Rupp (Buendia 83. mín.), Duda, Cantwell og Pukki. Ónotaðir varamenn: Fahrmann, Godfrey, Vrancic og Hernandez.
Gult spjald: Grant Hanley.
Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson; Keita (Milner 84. mín.), Henderson, Wijnaldum (Fabinho 60. mín.); Salah, Firmino og Oxlade-Chamberlain (Mane 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrian, Lovren, Lallana og Origi.
Mark Liverpool: Sadio Mané (78. mín.).
Gul spjöld: Naby Keita og Sadio Mané.
Áhorfendur á Carrow Road: 27.110.
Maður leiksins: Sadio Mané. Senegalinn var magnaður eftir að hann kom inn á sem varamaður. Fyrir utan að skora sigurmarkið þá var hann mjög ógnandi og í raun breytti hann leiknum.
Jürgen Klopp: Þessi forysta er algjörlega biluð. Ég skil hana eiginlega ekki! Ég er ekki nógu gáfaður til þess! Ég sá það á andlitum leikmannanna að þeir voru ekki taugaóstyrkir. Þeir nutu þess að spila og ef annað liðið áttiað skora þá voru það við. Við vörðumst gagnsóknum þeirra líka vel. Þessir dásamlegu knattspyrnumenn voru þeir sem skiptu öllu máli!
Fróðleikur
- Sadio Mané skoraði 16. mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var 100. mark hans í ensku knattspyrnunni. Hann hefur skorað 75 fyrir Liverpool og 25 af mörkunum skoraði hann með Southampton.
- Mörkin hans 75 hefur hann skorað í 155 leikjum með Liverpool.
- Naby Keita lék sinn 50. leik með Liverpool. Hann hefur skorað sex mörk.
- Trent Alexander-Arnold lék sinn 120. leik með Liverpool. Hann hefur skorað sex sinnum.
- Alisson Becker hélt hreinu í 10. sinn í deildinni. Hann hefur oftast haldið hreinu af öllum markmönnum deildarinnar. Þó hefur hann leikið mun færri leiki en aðrir sem næstir honum koma í þessu efni.
- Liverpool er nú með 25 stiga forystu í deildinni. Slík forysta hefur ekki áður sést í sögu ensku knattspyrnunnar!
- Liverpool hefur nú leikið 43 leiki í röð án taps í efstu deild. Það er það næst mesta í sögunni. Liverpool fór framúr Nottingham Forest sem lék 42 leiki án taps á árunum 1977 til 1978 en Arsenal á metið sem er 49 leikir.
- Liverpool vann sinn 17. deildarleik í röð. Það er jöfnun á félagsmeti sem Liverpool setti í fyrra!
- Leikurinn var númer 250 á valdatíð Jürgen Klopp. Liverpool hefur unnið 155 af þessum leikjum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin
Fréttageymslan