| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Það er stórleikur á dagskrá í kvöld þegar okkar menn mæta Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar. Leikvangurinn vekur upp góðar minningar hjá gestunum.
Það var auðvitað á leikvelli kvöldsins, Estadio Metropolitano sem Liverpool tryggði sér sigur í Meistaradeildinni síðastliðið vor með 2-0 sigri á Tottenham. Nú er hinsvegar allt annað verkefni fyrir höndum gegn liði sem fær á sig afskaplega lítið af mörkum og eru ávallt erfiðir heim að sækja.
Jürgen Klopp flaug með sína menn út til Spánar á mánudaginn en alls voru 21 leikmaður í hópnum að þessu sinni. Aðeins þeir Xerdan Shaqiri og Nathaniel Clyne voru fjarverandi og töluvert langt síðan að svo fáir leikmenn séu á meiðslalistanum alræmda. Það má því búast við að Klopp stilli upp sínu allra sterkasta liði í kvöld og Sadio Mané hlýtur að koma inn í byrjunarliðið á ný eftir að hafa komið sterkur inn af bekknum um síðustu helgi og skorað sigurmarkið gegn Norwich.
Heimamenn í Atletico eiga við töluvert fleiri meiðsli að stríða í sínum leikmannahóp. Diego Costa hefur verið meiddur lengi en er byrjaður að æfa að fullu á ný og er í leikmannahópnum. Hann skortir þó leikæfingu og ólíklegt er að hann byrji. Alvaro Morata hefur einnig verið eitthvað frá vegna meiðsla en hann kom inná sem varamaður í síðasta leik liðsins í deildinni. Það hefur svo verið staðfest að þeir Joao Felix, Kieran Trippier og Hector Herrera verða allir frá. Af þessu má lesa að skörð eru hoggin í sóknarlínu liðsins en Morata ætti þó að vera klár til að byrja leikinn. Diego Simeone þjálfari liðsins verður engu að síður með sína menn klára frá fyrstu mínútu og hann kann svo sannarlega að stilla upp sínu liði til að pirra mótherjann með þéttum varnarleik og hættulegum skyndisóknum.
En vitandi það að seinni leikurinn er eftir á Anfield hlýtur hann að vilja að sitt lið sæki til sigurs og það getur opnað á ýmsa möguleika fyrir gestina. Upplegg leiksins verður fróðlegt að sjá þegar flautað verður til leiks. Síðan tímabilið 2013-14 hafa A. Madrid aðeins fengið á sig eitt mark á heimavelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar. Sigruðu þeir m.a. Juventus 2-0 á heimavelli í fyrra en töpuðu svo 0-3 á útivelli og luku þar með keppni. Það verður klárlega ekkert grín fyrir okkar menn að brjóta heimamenn á bak aftur miðað við söguna. En sagan hefur svosem verið skrifuð nánast uppá nýtt af Liverpool á þessu tímabili og nýtt met verið sett nánast með hverjum leik sem líður. Andlegur styrkur leikmanna og ótrúleg trú þeirra á því að þeir geti hreinlega ekki tapað hefur fleytt liðinu ansi langt það sem af er.
Simeone og félagar hafa verið í ströggli það sem af er deildarkeppni heimafyrir og sitja í 4. sæti með 40 stig eftir 24 leiki. Þeir hafa aðeins skorað 25 mörk í deildinni og fengið á sig 17. Heil tíu jafntefli hafa litið dagsins ljós og enn eitt jafnteflið kom í síðasta deildarleik gegn Valencia á útivelli. Lokatölur voru 2-2 sem er nokkuð úr takti við önnur úrslit liðsins á tímabilinu.
Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður í Evrópukeppni. Tímabilið 2008-09 voru liðin saman í riðli Meistaradeildarinnar og enduðu báðir leikir með 1-1 jafntefli. Liðin mættust svo í apríl árið 2010 í undanúrslitum Evrópudeildarinnar þar sem Spánverjarnir unnu 1-0 sigur á heimavelli. Á Anfield þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit eftir að staðan eftir 90 mínútur var 1-0 fyrir okkar menn. Allt leit vel út snemma í framlengingunni þegar Yossi Benayoun kom Liverpool í 2-0 en Diego Forlan minnkaði muninn í 2-1 sem urðu lokatölur og gestirnir því áfram í úrslitin með mark á útivelli.
En hvað sem öllu tali og skrifum líður er spennandi leikur á dagskrá í kvöld !
Spáin að þessu sinni er sú að okkar menn hafa sigur en auðvitað verður ekki mikið skorað. Eigum við ekki að segja að lokatölur verði 0-1 og eina mark leiksins komi í fyrri hálfleik. Heimamenn reyna auðvitað allt sem þeir geta til að jafna en gestirnir standast áhlaupið og halda til Englands með góða stöðu í farteskinu.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur leikmanna félagsins í Meistaradeildinni með fjögur mörk.
- Þeir Joao Felix og Alvaro Morata hafa skorað tvö mörk hvor fyrir Atletico Madrid.
- Jordan Henderson spilar líklega sinn 50. leik í Evrópukeppni fyrir Liverpool.
Það var auðvitað á leikvelli kvöldsins, Estadio Metropolitano sem Liverpool tryggði sér sigur í Meistaradeildinni síðastliðið vor með 2-0 sigri á Tottenham. Nú er hinsvegar allt annað verkefni fyrir höndum gegn liði sem fær á sig afskaplega lítið af mörkum og eru ávallt erfiðir heim að sækja.
Jürgen Klopp flaug með sína menn út til Spánar á mánudaginn en alls voru 21 leikmaður í hópnum að þessu sinni. Aðeins þeir Xerdan Shaqiri og Nathaniel Clyne voru fjarverandi og töluvert langt síðan að svo fáir leikmenn séu á meiðslalistanum alræmda. Það má því búast við að Klopp stilli upp sínu allra sterkasta liði í kvöld og Sadio Mané hlýtur að koma inn í byrjunarliðið á ný eftir að hafa komið sterkur inn af bekknum um síðustu helgi og skorað sigurmarkið gegn Norwich.
Heimamenn í Atletico eiga við töluvert fleiri meiðsli að stríða í sínum leikmannahóp. Diego Costa hefur verið meiddur lengi en er byrjaður að æfa að fullu á ný og er í leikmannahópnum. Hann skortir þó leikæfingu og ólíklegt er að hann byrji. Alvaro Morata hefur einnig verið eitthvað frá vegna meiðsla en hann kom inná sem varamaður í síðasta leik liðsins í deildinni. Það hefur svo verið staðfest að þeir Joao Felix, Kieran Trippier og Hector Herrera verða allir frá. Af þessu má lesa að skörð eru hoggin í sóknarlínu liðsins en Morata ætti þó að vera klár til að byrja leikinn. Diego Simeone þjálfari liðsins verður engu að síður með sína menn klára frá fyrstu mínútu og hann kann svo sannarlega að stilla upp sínu liði til að pirra mótherjann með þéttum varnarleik og hættulegum skyndisóknum.
En vitandi það að seinni leikurinn er eftir á Anfield hlýtur hann að vilja að sitt lið sæki til sigurs og það getur opnað á ýmsa möguleika fyrir gestina. Upplegg leiksins verður fróðlegt að sjá þegar flautað verður til leiks. Síðan tímabilið 2013-14 hafa A. Madrid aðeins fengið á sig eitt mark á heimavelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar. Sigruðu þeir m.a. Juventus 2-0 á heimavelli í fyrra en töpuðu svo 0-3 á útivelli og luku þar með keppni. Það verður klárlega ekkert grín fyrir okkar menn að brjóta heimamenn á bak aftur miðað við söguna. En sagan hefur svosem verið skrifuð nánast uppá nýtt af Liverpool á þessu tímabili og nýtt met verið sett nánast með hverjum leik sem líður. Andlegur styrkur leikmanna og ótrúleg trú þeirra á því að þeir geti hreinlega ekki tapað hefur fleytt liðinu ansi langt það sem af er.
Simeone og félagar hafa verið í ströggli það sem af er deildarkeppni heimafyrir og sitja í 4. sæti með 40 stig eftir 24 leiki. Þeir hafa aðeins skorað 25 mörk í deildinni og fengið á sig 17. Heil tíu jafntefli hafa litið dagsins ljós og enn eitt jafnteflið kom í síðasta deildarleik gegn Valencia á útivelli. Lokatölur voru 2-2 sem er nokkuð úr takti við önnur úrslit liðsins á tímabilinu.
Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður í Evrópukeppni. Tímabilið 2008-09 voru liðin saman í riðli Meistaradeildarinnar og enduðu báðir leikir með 1-1 jafntefli. Liðin mættust svo í apríl árið 2010 í undanúrslitum Evrópudeildarinnar þar sem Spánverjarnir unnu 1-0 sigur á heimavelli. Á Anfield þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit eftir að staðan eftir 90 mínútur var 1-0 fyrir okkar menn. Allt leit vel út snemma í framlengingunni þegar Yossi Benayoun kom Liverpool í 2-0 en Diego Forlan minnkaði muninn í 2-1 sem urðu lokatölur og gestirnir því áfram í úrslitin með mark á útivelli.
En hvað sem öllu tali og skrifum líður er spennandi leikur á dagskrá í kvöld !
Spáin að þessu sinni er sú að okkar menn hafa sigur en auðvitað verður ekki mikið skorað. Eigum við ekki að segja að lokatölur verði 0-1 og eina mark leiksins komi í fyrri hálfleik. Heimamenn reyna auðvitað allt sem þeir geta til að jafna en gestirnir standast áhlaupið og halda til Englands með góða stöðu í farteskinu.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur leikmanna félagsins í Meistaradeildinni með fjögur mörk.
- Þeir Joao Felix og Alvaro Morata hafa skorað tvö mörk hvor fyrir Atletico Madrid.
- Jordan Henderson spilar líklega sinn 50. leik í Evrópukeppni fyrir Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan