| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Tap á Spáni
Það var lítið að frétta í fyrri leik okkar manna gegn Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar. Eitt mark var skorað af heimamönnum snemma og eftir það var öllum brögðum beitt til að halda forystunni.
Byrjunarlið Jürgen Klopp kom engum á óvart. Fabinho og Sadio Mané komu inn í stað Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain frá síðasta leik. Hjá Diego Simeone og hans mönnum var Alvaro Morata í byrjunarliðinu og Diego Costa settist á bekkinn.
Fyrsta mark leiksins kom á fjórðu mínútu. Heimamenn byrjuðu með góðri pressu og uppskáru hornspyrnu. Nokkrir leikmenn börðust um boltann en enginn náði að skalla almennilega frá eða að marki. Boltinn datt í fæturna á Fabinho sem gat lítið við því gert og lak til Saul sem átti auðvelt verk fyrir höndum á markteig og setti boltann framhjá Alisson. Markinu var gríðarlega vel fagnað og þetta var klárlega byrjunin sem heimamenn vildu fá.
Það þarf ekki að hafa mörg orð um það sem gerðist restina af leiknum. Gestirnir voru mun meira með boltann og heimamenn þrælsáttir með að liggja mjög þéttir til baka. Reyndar var það þannig að Madrídar menn fengu hættulegri færi í fyrri hálfleik og þurfti Alisson t.d. að vera vel á verði þegar Morata komst inní teiginn vinstra megin og skaut að marki. Annars kunna liðsmenn Simeone listina að pirra og tefja uppá tíu og ekki bætti úr skák að dómari leiksins féll aftur og aftur í þá gildru að dæma aukaspyrnu þegar lítil ástæða var til. En þetta hefur nú sennilega verið meira pirrandi fyrir okkur sem horfðum á leikinn frekar en leikmenn Liverpool. Þeir reyndu hvað þeir gátu til að spila sig í gegnum varnarmúrinn en niðurstaðan var því miður nokkur hálffæri þar sem boltinn fór framhjá markinu. Sadio Mané spilaði aðeins fyrri hálfleikinn eftir að hafa fengið gult spjald því Klopp vildi ekki taka neina áhættu með tilburði heimamanna til að nappa Mané í annað gult.
Klopp reyndi að hrista aðeins upp í hlutunum með því að setja Oxlade-Chamberlain inná í stað Salah þegar u.þ.b. 20 mínútur voru eftir en það breytti litlu. Jordan Henderson fór svo meiddur af velli þegar tíu mínútur voru eftir og vonum við að þau meiðsli séu ekki alvarleg.
En þegar lokaflaut dómarans gall fögnuðu heimamenn sigri eins mest og þeir gátu. Skiljanlegt auðvitað en seinni leikurinn er eftir á Anfield og við sjáum hvað gerist þar.
Atletico Madrid: Oblak, Vrsaljko, Savic, Felipe, Lodi dos Santos, Koke, Partey, Saúl, Lemar (Llorente, 45. mín.), Morata (Machín Pérez, 70. mín.), Correa (Diego Costa, 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Adán, Gimenéz, Carrasco, Hermoso.
Mark Atletico Madrid: Saúl (4. mín.).
Gult spjald: Correa.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, van Dijk, Robertson, Henderson (Milner, 80. mín.), Fabinho, Wijnaldum, Salah (Oxlade-Chamberlain, 72. mín.), Firmino, Mané (Origi, 45. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Matip, Keita, Minamino.
Gul spjöld: Mané og Gomez.
Maður leiksins: Ekki svo létt að þessu sinni en Joe Gomez komst einna best frá leiknum. Hann steig varla feilspor.
Jürgen Klopp: ,,Ég á ekki í neinum vandræðum með að sætta mig við úrslitin. Ég sá mörg gleði andlit Atletico manna og ég skil það vel þar sem þetta var góður sigur fyrir þá. En þetta er ekki búið, það er mín helsta tilfinning. Stuðningsmenn þeirra vildu hjálpa þeim í kvöld og leikurinn var tilfinningaríkur. Tilfinningar eru mikilvægar og í kvöld voru þær á bandi heimamanna en ég hlakka mikið til seinni leiksins."
Fróðleikur:
- Liverpool hafa tapað sex af síðustu tíu útileikjum sínum í Meistaradeild.
- Jordan Henderson spilaði 50. Evrópu leik sinn fyrir Liverpool.
- Þetta var 450. leikur Jordan í öllum keppnum á ferlinum.
- Seinni leikur liðanna fer fram á Anfield miðvikudaginn 11. mars næstkomandi.
Byrjunarlið Jürgen Klopp kom engum á óvart. Fabinho og Sadio Mané komu inn í stað Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain frá síðasta leik. Hjá Diego Simeone og hans mönnum var Alvaro Morata í byrjunarliðinu og Diego Costa settist á bekkinn.
Fyrsta mark leiksins kom á fjórðu mínútu. Heimamenn byrjuðu með góðri pressu og uppskáru hornspyrnu. Nokkrir leikmenn börðust um boltann en enginn náði að skalla almennilega frá eða að marki. Boltinn datt í fæturna á Fabinho sem gat lítið við því gert og lak til Saul sem átti auðvelt verk fyrir höndum á markteig og setti boltann framhjá Alisson. Markinu var gríðarlega vel fagnað og þetta var klárlega byrjunin sem heimamenn vildu fá.
Það þarf ekki að hafa mörg orð um það sem gerðist restina af leiknum. Gestirnir voru mun meira með boltann og heimamenn þrælsáttir með að liggja mjög þéttir til baka. Reyndar var það þannig að Madrídar menn fengu hættulegri færi í fyrri hálfleik og þurfti Alisson t.d. að vera vel á verði þegar Morata komst inní teiginn vinstra megin og skaut að marki. Annars kunna liðsmenn Simeone listina að pirra og tefja uppá tíu og ekki bætti úr skák að dómari leiksins féll aftur og aftur í þá gildru að dæma aukaspyrnu þegar lítil ástæða var til. En þetta hefur nú sennilega verið meira pirrandi fyrir okkur sem horfðum á leikinn frekar en leikmenn Liverpool. Þeir reyndu hvað þeir gátu til að spila sig í gegnum varnarmúrinn en niðurstaðan var því miður nokkur hálffæri þar sem boltinn fór framhjá markinu. Sadio Mané spilaði aðeins fyrri hálfleikinn eftir að hafa fengið gult spjald því Klopp vildi ekki taka neina áhættu með tilburði heimamanna til að nappa Mané í annað gult.
Klopp reyndi að hrista aðeins upp í hlutunum með því að setja Oxlade-Chamberlain inná í stað Salah þegar u.þ.b. 20 mínútur voru eftir en það breytti litlu. Jordan Henderson fór svo meiddur af velli þegar tíu mínútur voru eftir og vonum við að þau meiðsli séu ekki alvarleg.
En þegar lokaflaut dómarans gall fögnuðu heimamenn sigri eins mest og þeir gátu. Skiljanlegt auðvitað en seinni leikurinn er eftir á Anfield og við sjáum hvað gerist þar.
Atletico Madrid: Oblak, Vrsaljko, Savic, Felipe, Lodi dos Santos, Koke, Partey, Saúl, Lemar (Llorente, 45. mín.), Morata (Machín Pérez, 70. mín.), Correa (Diego Costa, 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Adán, Gimenéz, Carrasco, Hermoso.
Mark Atletico Madrid: Saúl (4. mín.).
Gult spjald: Correa.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, van Dijk, Robertson, Henderson (Milner, 80. mín.), Fabinho, Wijnaldum, Salah (Oxlade-Chamberlain, 72. mín.), Firmino, Mané (Origi, 45. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Matip, Keita, Minamino.
Gul spjöld: Mané og Gomez.
Maður leiksins: Ekki svo létt að þessu sinni en Joe Gomez komst einna best frá leiknum. Hann steig varla feilspor.
Jürgen Klopp: ,,Ég á ekki í neinum vandræðum með að sætta mig við úrslitin. Ég sá mörg gleði andlit Atletico manna og ég skil það vel þar sem þetta var góður sigur fyrir þá. En þetta er ekki búið, það er mín helsta tilfinning. Stuðningsmenn þeirra vildu hjálpa þeim í kvöld og leikurinn var tilfinningaríkur. Tilfinningar eru mikilvægar og í kvöld voru þær á bandi heimamanna en ég hlakka mikið til seinni leiksins."
Fróðleikur:
- Liverpool hafa tapað sex af síðustu tíu útileikjum sínum í Meistaradeild.
- Jordan Henderson spilaði 50. Evrópu leik sinn fyrir Liverpool.
- Þetta var 450. leikur Jordan í öllum keppnum á ferlinum.
- Seinni leikur liðanna fer fram á Anfield miðvikudaginn 11. mars næstkomandi.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan