| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Síðasti leikur 27. umferðar í deildinni er á mánudagskvöldið þegar West Ham United heimsækja Anfield. Flautað verður til leiks klukkan 20:00.
Eftir nokkuð erfiða ferð til Spánar í síðustu viku beinist athyglin nú að úrvalsdeildinni. Því miður verður Jordan Henderson frá keppni næstu þrjár vikur eða svo eftir að hafa meiðst gegn Atletico Madrid, það er auðvitað vont að vera án fyrirliðans í næstu leikjum en samkeppnin um stöður á miðjunni er hörð og nú verða aðrir að stíga upp. Lítið er um meiðsli sem stendur og því ber að fagna en sem fyrr eru það Xerdan Shaqiri og Nathaniel Clyne sem eru ekki klárir í næsta leik.
West Ham eru í harðri fallbaráttu og sitja í fallsæti þegar leikurinn verður flautaður á. Allar líkur eru á því að þeir verði þar áfram þegar leikurinn verður flautaður af en auðvitað verða okkar menn einbeittir sem aldrei fyrr á verkefnið sem er fyrir höndum. Hamrarnir hafa tapað síðustu fjórum útileikjum sínum og heilt yfir unnið þrjá sigra að heiman á tímabilinu (í 13 leikjum). Það telst nú kannski ágæt uppskera fyrir lið sem er í fallsæti og aðallega er það heimavöllurinn sem hefur svikið þá á tímabilinu. En hvað sem því líður þá þarf liðið að rífa sig upp og berjast fyrir hverju stigi sem eru í boði það sem eftir er. Ekki er mikið um meiðsli hjá þeim en þeir Jack Wilshere, Andriy Yarmolenko og Ryan Fredericks eru allir frá.
Liðin hafa mæst 23 sinnum á Anfield frá stofnun úrvalsdeildarinnar og hafa gestirnir aðeins unnið einu sinni, síðustu tveir leikir hafa endað 4-1 og 4-0 fyrir okkar menn og sennilega veðja ansi margir á svipuð úrslit nú. David Moyes, stjóri West Ham, hefur ekki heldur sótt mörg stig á Anfield, hann hefur aldrei unnið sigur í 14 tilraunum, sex sinnum hefur hann náð jafntefli og öll komu þau þegar hann var stjóri Everton. Okkar menn hafa auðvitað ekki tapað enn á heimavelli það sem af er tímabili og hafa jafnað met Manchester City frá 2011-12 með 20 heimasigrum í röð. Vinnist sigur á West Ham verður enn eitt metið slegið á þessu ótrúlega tímabili.
Spáin að þessu sinni er sú að Liverpool vinnur þægilegan 3-0 sigur. Eigum við ekki að segja að öll mörkin komi í fyrri hálfleik og okkar menn slaka örlítið á í seinni hálfleik og sigla öruggum sigri í höfn.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna í deildinni með 14 mörk.
- Sébastien Haller er markahæstur West Ham manna með sex mörk í deild.
- Salah spilar líklega sinn 140. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Gini Wijnaldum spilar líklega deildarleik númer 130 fyrir Liverpool.
- Haldi Alisson markinu hreinu í leiknum verður það í 11. skiptið sem hann nær því í deildinni á tímabilinu.
Eftir nokkuð erfiða ferð til Spánar í síðustu viku beinist athyglin nú að úrvalsdeildinni. Því miður verður Jordan Henderson frá keppni næstu þrjár vikur eða svo eftir að hafa meiðst gegn Atletico Madrid, það er auðvitað vont að vera án fyrirliðans í næstu leikjum en samkeppnin um stöður á miðjunni er hörð og nú verða aðrir að stíga upp. Lítið er um meiðsli sem stendur og því ber að fagna en sem fyrr eru það Xerdan Shaqiri og Nathaniel Clyne sem eru ekki klárir í næsta leik.
West Ham eru í harðri fallbaráttu og sitja í fallsæti þegar leikurinn verður flautaður á. Allar líkur eru á því að þeir verði þar áfram þegar leikurinn verður flautaður af en auðvitað verða okkar menn einbeittir sem aldrei fyrr á verkefnið sem er fyrir höndum. Hamrarnir hafa tapað síðustu fjórum útileikjum sínum og heilt yfir unnið þrjá sigra að heiman á tímabilinu (í 13 leikjum). Það telst nú kannski ágæt uppskera fyrir lið sem er í fallsæti og aðallega er það heimavöllurinn sem hefur svikið þá á tímabilinu. En hvað sem því líður þá þarf liðið að rífa sig upp og berjast fyrir hverju stigi sem eru í boði það sem eftir er. Ekki er mikið um meiðsli hjá þeim en þeir Jack Wilshere, Andriy Yarmolenko og Ryan Fredericks eru allir frá.
Liðin hafa mæst 23 sinnum á Anfield frá stofnun úrvalsdeildarinnar og hafa gestirnir aðeins unnið einu sinni, síðustu tveir leikir hafa endað 4-1 og 4-0 fyrir okkar menn og sennilega veðja ansi margir á svipuð úrslit nú. David Moyes, stjóri West Ham, hefur ekki heldur sótt mörg stig á Anfield, hann hefur aldrei unnið sigur í 14 tilraunum, sex sinnum hefur hann náð jafntefli og öll komu þau þegar hann var stjóri Everton. Okkar menn hafa auðvitað ekki tapað enn á heimavelli það sem af er tímabili og hafa jafnað met Manchester City frá 2011-12 með 20 heimasigrum í röð. Vinnist sigur á West Ham verður enn eitt metið slegið á þessu ótrúlega tímabili.
Spáin að þessu sinni er sú að Liverpool vinnur þægilegan 3-0 sigur. Eigum við ekki að segja að öll mörkin komi í fyrri hálfleik og okkar menn slaka örlítið á í seinni hálfleik og sigla öruggum sigri í höfn.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna í deildinni með 14 mörk.
- Sébastien Haller er markahæstur West Ham manna með sex mörk í deild.
- Salah spilar líklega sinn 140. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Gini Wijnaldum spilar líklega deildarleik númer 130 fyrir Liverpool.
- Haldi Alisson markinu hreinu í leiknum verður það í 11. skiptið sem hann nær því í deildinni á tímabilinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan