| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur í erfiðum leik
Það kom kannski ekki á óvart að Liverpool skyldu vinna sigur á West Ham á Anfield á mánudagskvöldið en gangur leiksins var eitthvað sem við höfum ekki séð í þónokkurn tíma, lokatölur voru 3-2.
Ein breyting var gerð á byrjunarliðinu þar sem Jordan Henderson er meiddur. Reyndar var það þannig að James Milner átti að byrja í hans stað en í upphitun fann hann fyrir einhverjum meiðslum og Naby Keita kom inn í liðið. Leikurinn byrjaði svo eins og nánast allir bjuggust við, Liverpool skoraði strax á níundu mínútu þegar Alexander-Arnold átti geggjaða sendingu inná teiginn þar sem Gini Wijnaldum skallaði framhjá Fabianski í markinu. Skallinn var ekki fastur og Fabianski hefði kannski mátt gera betur því hann var í boltanum en flestum á Anfield stóð á sama.
En forystan varði ekki lengi og markið ekki ósvipað fyrsta markinu. Gestirnir fengu hornspyrnu þrem mínútum síðar þar sem Issa Diop náði skalla á markteig sem endaði í netinu. Þar hefði Alisson kannski mátt gera betur því hann var jú einnig í boltanum en kom því miður engum vörnum við. Eftir þetta sóttu okkar menn auðvitað mun meira. Mohamed Salah átti gott skot frá hægra vítateigs horninu sem var vel varið og eftir hornspyrnu frá vinstri skallaði van Dijk í þverslána og boltinn fór svo yfir markið. Staðan 1-1 í hálfleik og gestirnir væntanlega ánægðir með þá stöðu.
Þeir urðu svo enn ánægðari á 54. mínútu þegar varamaðurinn Pablo Fornals kom þeim í 1-2. Hann fékk sendingu frá hægri kanti inná teiginn, var óvaldaður og skaut viðstöðulausu skoti framhjá Alisson. Þarna var komin upp staða sem er ansi fátíð á Anfield undanfarna mánuði, gestirnir með forystu ! Okkar menn reyndu hvað þeir gátu til að auka sóknarþungann en lítið var að frétta uppvið vítateig Hamranna og Fabianski og varnarmenn hans ávallt vel á verði. Klopp gerði svo breytingu á miðjunni á 57. mínútu þegar Oxlade-Chamberlain kom inn fyrir Keita sem hafði kannski ekki fundið sig nógu vel í leiknum. En á 68. mínútu kom gjöf frá títtnefndum Fabianski. Andy Robertson skeiðaði upp vinstri kantinn, lék inná teiginn og fann þar Salah sem var einn á miðjum teignum. Hann skaut strax að marki, skotið var ekki fast og Fabianski ætlaði að grípa boltann örugglega en missti hann gegnum fóta sér og í markið. Slæm mistök svo sannarlega en jöfnunarmarkið var svo sannarlega nauðsynlegt fyrir heimamenn.
Níu mínútum fyrir leikslok kom svo sigurmark heimamanna og það var kannski smá heppnisstimpill yfir því líka. Joe Gomez vann boltann fyrir utan teig og reyndi hálf máttlaust skot sem fór í varnarmann og barst út til hægri. Þar var Alexander-Arnold mættur og fékk hann plássið til að leika upp að endamörkum. Fabianski kom út á móti en gat lítið gert þegar boltanum var lyft yfir hann og Sadio Mané mætti á fjærstöngina og setti boltann í netið ! Ekki svo löngu síðar var fjórða mark heimamanna dæmt af vegna rangstöðu. Mané kom boltanum í netið eftir sendingu frá Alexander-Arnold en Senegalinn var örlítið fyrir innan. Gestirnir gáfust ekki upp og reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin, fengu m.a. aukspyrnu rétt fyrir utan teig sem ekki nýttist og í blálokin fékk varamaðurinn Bowen fínt færi þegar hann var sendur einn í gegn en Alisson kom vel út á móti og varði skotið. Þegar dómarinn flautaði til leiksloka var torsóttum sigri vel fagnað og 79 stig í deildinni staðreynd !
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, van Dijk, Robertson, Fabinho, Keita (Oxlade-Chamberlain, 57. mín.), Wijnaldum, Salah, Firmino, Mané (Matip 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Lovren, Lallana, Minamino, Origi.
Mörk Liverpool: Wijnaldum (9. mín.), Salah (68. mín.) og Mané (81. mín.).
West Ham United: Fabianski, Ngakia, Diop, Ogbonna, Cresswell, Rice, Soucek (Fornals, 47. mín.), Snodgrass (Bowen, 84. mín.), Noble, Felipe Anderson (Haller, 65. mín.), Antonio. Ónotaðir varamenn: Randolph, Balbuena, Zabaleta, Lanzini.
Mörk West Ham: Diop (12. mín.) og Fornals (54. mín.).
Gul spjöld: Diop, Rice og Noble.
Áhorfendur á Anfield: 53.313.
Maður leiksins: Trent Alexander-Arnold heldur áfram að leggja upp mörk eins og enginn sé morgundagurinn. Sendingar hans fyrir markið eru hreint út sagt ótrúlegar og með smá heppni hefði hann verið með þrennu af stoðsendingum í leiknum.
Jürgen Klopp: ,,Mér líkaði það hvernig við byrjuðum leikinn og við skoruðum mjög flott mark snemma. En eftir það vorum við ekki góðir í að vinna seinni boltann. Við verðum að vera duglegri þar. Við áttum í erfiðleikum og gáfum West Ham góða tilfinningu fyrir því að þeir gætu náð einhverju út úr leiknum."
Fróðleikur:
- Liverpool hafa sigrað 21 leik í röð á Anfield og jöfnuðu þar með eigið met sem sett var árið 1972 undir stjórn Bill Shankly.
- 14 mörk hafa okkar menn skorað með skalla á tímabilinu og hefur engu liði tekist að skora fleiri skallamörk í deildinni.
- David Moyes hefur ekki tekist að sigra á Anfield í 16 tilraunum (7 jafntefli og 9 töp). Síðustu fjórar heimsóknir hans á Anfield hafa allar endað með tapi.
- Mohamed Salah skoraði sitt 15. deildarmark á tímabilinu.
- Sadio Mané skoraði sitt 13. deildarmark á tímabilinu.
- Gini Wijnaldum skoraði sitt 3. deildarmark á tímabilinu.
Ein breyting var gerð á byrjunarliðinu þar sem Jordan Henderson er meiddur. Reyndar var það þannig að James Milner átti að byrja í hans stað en í upphitun fann hann fyrir einhverjum meiðslum og Naby Keita kom inn í liðið. Leikurinn byrjaði svo eins og nánast allir bjuggust við, Liverpool skoraði strax á níundu mínútu þegar Alexander-Arnold átti geggjaða sendingu inná teiginn þar sem Gini Wijnaldum skallaði framhjá Fabianski í markinu. Skallinn var ekki fastur og Fabianski hefði kannski mátt gera betur því hann var í boltanum en flestum á Anfield stóð á sama.
En forystan varði ekki lengi og markið ekki ósvipað fyrsta markinu. Gestirnir fengu hornspyrnu þrem mínútum síðar þar sem Issa Diop náði skalla á markteig sem endaði í netinu. Þar hefði Alisson kannski mátt gera betur því hann var jú einnig í boltanum en kom því miður engum vörnum við. Eftir þetta sóttu okkar menn auðvitað mun meira. Mohamed Salah átti gott skot frá hægra vítateigs horninu sem var vel varið og eftir hornspyrnu frá vinstri skallaði van Dijk í þverslána og boltinn fór svo yfir markið. Staðan 1-1 í hálfleik og gestirnir væntanlega ánægðir með þá stöðu.
Þeir urðu svo enn ánægðari á 54. mínútu þegar varamaðurinn Pablo Fornals kom þeim í 1-2. Hann fékk sendingu frá hægri kanti inná teiginn, var óvaldaður og skaut viðstöðulausu skoti framhjá Alisson. Þarna var komin upp staða sem er ansi fátíð á Anfield undanfarna mánuði, gestirnir með forystu ! Okkar menn reyndu hvað þeir gátu til að auka sóknarþungann en lítið var að frétta uppvið vítateig Hamranna og Fabianski og varnarmenn hans ávallt vel á verði. Klopp gerði svo breytingu á miðjunni á 57. mínútu þegar Oxlade-Chamberlain kom inn fyrir Keita sem hafði kannski ekki fundið sig nógu vel í leiknum. En á 68. mínútu kom gjöf frá títtnefndum Fabianski. Andy Robertson skeiðaði upp vinstri kantinn, lék inná teiginn og fann þar Salah sem var einn á miðjum teignum. Hann skaut strax að marki, skotið var ekki fast og Fabianski ætlaði að grípa boltann örugglega en missti hann gegnum fóta sér og í markið. Slæm mistök svo sannarlega en jöfnunarmarkið var svo sannarlega nauðsynlegt fyrir heimamenn.
Níu mínútum fyrir leikslok kom svo sigurmark heimamanna og það var kannski smá heppnisstimpill yfir því líka. Joe Gomez vann boltann fyrir utan teig og reyndi hálf máttlaust skot sem fór í varnarmann og barst út til hægri. Þar var Alexander-Arnold mættur og fékk hann plássið til að leika upp að endamörkum. Fabianski kom út á móti en gat lítið gert þegar boltanum var lyft yfir hann og Sadio Mané mætti á fjærstöngina og setti boltann í netið ! Ekki svo löngu síðar var fjórða mark heimamanna dæmt af vegna rangstöðu. Mané kom boltanum í netið eftir sendingu frá Alexander-Arnold en Senegalinn var örlítið fyrir innan. Gestirnir gáfust ekki upp og reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin, fengu m.a. aukspyrnu rétt fyrir utan teig sem ekki nýttist og í blálokin fékk varamaðurinn Bowen fínt færi þegar hann var sendur einn í gegn en Alisson kom vel út á móti og varði skotið. Þegar dómarinn flautaði til leiksloka var torsóttum sigri vel fagnað og 79 stig í deildinni staðreynd !
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, van Dijk, Robertson, Fabinho, Keita (Oxlade-Chamberlain, 57. mín.), Wijnaldum, Salah, Firmino, Mané (Matip 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Lovren, Lallana, Minamino, Origi.
Mörk Liverpool: Wijnaldum (9. mín.), Salah (68. mín.) og Mané (81. mín.).
West Ham United: Fabianski, Ngakia, Diop, Ogbonna, Cresswell, Rice, Soucek (Fornals, 47. mín.), Snodgrass (Bowen, 84. mín.), Noble, Felipe Anderson (Haller, 65. mín.), Antonio. Ónotaðir varamenn: Randolph, Balbuena, Zabaleta, Lanzini.
Mörk West Ham: Diop (12. mín.) og Fornals (54. mín.).
Gul spjöld: Diop, Rice og Noble.
Áhorfendur á Anfield: 53.313.
Maður leiksins: Trent Alexander-Arnold heldur áfram að leggja upp mörk eins og enginn sé morgundagurinn. Sendingar hans fyrir markið eru hreint út sagt ótrúlegar og með smá heppni hefði hann verið með þrennu af stoðsendingum í leiknum.
Jürgen Klopp: ,,Mér líkaði það hvernig við byrjuðum leikinn og við skoruðum mjög flott mark snemma. En eftir það vorum við ekki góðir í að vinna seinni boltann. Við verðum að vera duglegri þar. Við áttum í erfiðleikum og gáfum West Ham góða tilfinningu fyrir því að þeir gætu náð einhverju út úr leiknum."
Fróðleikur:
- Liverpool hafa sigrað 21 leik í röð á Anfield og jöfnuðu þar með eigið met sem sett var árið 1972 undir stjórn Bill Shankly.
- 14 mörk hafa okkar menn skorað með skalla á tímabilinu og hefur engu liði tekist að skora fleiri skallamörk í deildinni.
- David Moyes hefur ekki tekist að sigra á Anfield í 16 tilraunum (7 jafntefli og 9 töp). Síðustu fjórar heimsóknir hans á Anfield hafa allar endað með tapi.
- Mohamed Salah skoraði sitt 15. deildarmark á tímabilinu.
- Sadio Mané skoraði sitt 13. deildarmark á tímabilinu.
- Gini Wijnaldum skoraði sitt 3. deildarmark á tímabilinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan