| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Fyrsta deildartapið
Einhverntímann hlaut það að gerast að okkar menn myndu tapa deildarleik og það gerðist á laugardaginn var þegar Watford voru heimsóttir. Lokatölur 3-0 sem var sanngjarnt í alla staði.
Jürgen Klopp neyddist til að gera tvær breytingar á byrjunarliðinu vegna smávægilegra meiðsla hjá Joe Gomez og Naby Keita. Inn komu Dejan Lovren og Alex Oxlade-Chamberlain. Heimamenn stilltu upp sínu sterkasta liði og Ismaïla Sarr kom inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn eftir meiðsli.
Það var eiginlega ljóst ansi snemma leiks hvernig leikurinn myndi þróast. Liverpool að sjálfsögðu meira með boltann en sóknarleikurinn var staður og menn komust ekki mjög nálægt því að skapa einhverja hættu. Watford menn voru svo klókir þegar boltinn vannst að sóttu í opin svæði þar sem Gerard Deulofeu var þeirra hættulegasti maður. Hann átti skot snemma leiks sem fór rétt yfir markið og var ávallt hættulegur úti vinstra megin. Það var því smá áfall fyrir heimamenn þegar Deulofeu meiddist á 37. mínútu eftir baráttu við van Dijk. Spánverjinn þurfti að fara af velli og virtist hafa meiðst illa á hné. En þetta hafði lítil áhrif á leikinn og í uppbótartíma fyrri hálfleiks þurfti Alisson að verja vel þegar Troy Deeney komst í færi. Alisson kom í úthlaup og ætlaði að grípa boltann sem ekki tókst, Deeney náði skoti en Brasilíumaðurinn breiddi vel úr sér og varði skotið. Staðan markalaus í hálfleik.
Á fyrstu mínútu seinni hálfleiks þurfti Alisson svo að verja fast skot frá Sarr þegar sá síðarnefndi var að sleppa í gegn. Okkar menn náðu upp betra spili í einhvern smá tíma en svo má kannski segja að hið óumflýjanlega hafi gerst. Watford fengu innkast vinstra megin út við endalínu og löngum bolta var kastað inná teiginn. Þar náði Lovren ekki að skalla frá, Doucoure náði boltanum, sendi fyrir markið þar sem Sarr var mættur og setti boltann í netið. Sex mínútum síðar, nánar tiltekið á 60. mínútu var Sarr aftur búinn að skora. Boltinn var á vallarhelmingi Watford úti við hliðarlínu hægra megin og rúllaði með línunni. Deeney var fyrstur til að átta sig á sendi boltann rakleiðis innfyrir þar sem Sarr var kominn einn í gegn og lyfti boltanum yfir Alisson í markinu.
Sóknarleikur Liverpool manna var eins og áður sagði arfaslakur og ekki hægt að nefna eitt færi sem féll þeim í skaut. Watford menn voru ekki hættir og 18 mínútum fyrir leikslok rak Deeney síðasta naglann í kistuna þegar hann skoraði með skoti frá vinstra vítateigshorni. Markið kom eftir slaka sendingu frá Alexander-Arnold inná teiginn, Sarr náði boltanum, Alisson var kominn langt út og kom ekki neinum vörnum við þegar Sarr renndi boltanum á Deeney sem skoraði.
Lokatölur 3-0 og fyrsta tap okkar manna í deildinni staðreynd.
Watford: Foster, Femenía, Kabasele, Cathcart, Masina, Hughes, Capoue, Sarr (Pussetto, 82. mín.), Doucouré (Chalobah, 89. mín.), Deulofeu (Pereyra, 37. mín.), Deeney. Ónotaðir varamenn: Gomes, Dawson, Gray, Welbeck.
Mörk Watford: Ismaïla Sarr (54. og 60. mín.) og Troy Deeney (72. mín.).
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Lovren, van Dijk, Robertson, Oxlade-Chamberlain (Origi, 65. mín.), Fabinho, Wijnaldum (Lallana, 61. mín.), Salah, Firmino (Minamino, 79. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Adrián, Matip, Hoever, Jones.
Áhorfendur á Vicarage Road: 21.634.
Maður leiksins: Stundum er erfitt að velja mann leiksins vegna þess að margir leikmenn koma til greina en það er ákkúrat öfugt núna. Það er varla hægt að segja að einn leikmaður hafi staðið uppúr en Alisson fær nafnbótina að þessu sinni. Hann gat lítið gert í þessum mörkum sem hann fékk á sig og varði ágætlega þegar á þurfti að halda.
Jürgen Klopp: ,,Þeir gerðu ákkúrat það sem þeir vildu gera, við gerðum ekkert af því sem við vildum gera. Þannig virkar fótbolti. Við verðum að sætta okkur við þetta, það er kannski ekki svo auðvelt, en úrslitin sönnuðu að við vorum ekki nógu góðir. Það er alltaf erfitt að horfast í augu við þá staðreynd. Ef við vinnum leik þá er það fínt, ef við töpum þá reynum við að gera það eins og menn."
Fróðleikur:
- Þetta var fyrsti tapleikur Liverpool í deildinni síðan í janúar 2019.
- Liverpool hafði unnið 18 deildarleiki í röð (metjöfnun við Manchester City) og ekki tapað deildarleik í 44 leikjum í röð.
- Í fyrsta sinn síðan í mars 2019 tókst okkar mönnum ekki að skora í deildarleik.
- Í síðustu tveim leikjum hefur Liverpool fengið á sig jafn mörg mörk (5) og síðustu 14 leikjum þar á undan.
- Liverpool átti aðeins eitt skot á mark í leiknum en það gerðist síðast í markalausu jafntefli gegn Manchester United á útivelli í febrúar 2019.
Jürgen Klopp neyddist til að gera tvær breytingar á byrjunarliðinu vegna smávægilegra meiðsla hjá Joe Gomez og Naby Keita. Inn komu Dejan Lovren og Alex Oxlade-Chamberlain. Heimamenn stilltu upp sínu sterkasta liði og Ismaïla Sarr kom inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn eftir meiðsli.
Það var eiginlega ljóst ansi snemma leiks hvernig leikurinn myndi þróast. Liverpool að sjálfsögðu meira með boltann en sóknarleikurinn var staður og menn komust ekki mjög nálægt því að skapa einhverja hættu. Watford menn voru svo klókir þegar boltinn vannst að sóttu í opin svæði þar sem Gerard Deulofeu var þeirra hættulegasti maður. Hann átti skot snemma leiks sem fór rétt yfir markið og var ávallt hættulegur úti vinstra megin. Það var því smá áfall fyrir heimamenn þegar Deulofeu meiddist á 37. mínútu eftir baráttu við van Dijk. Spánverjinn þurfti að fara af velli og virtist hafa meiðst illa á hné. En þetta hafði lítil áhrif á leikinn og í uppbótartíma fyrri hálfleiks þurfti Alisson að verja vel þegar Troy Deeney komst í færi. Alisson kom í úthlaup og ætlaði að grípa boltann sem ekki tókst, Deeney náði skoti en Brasilíumaðurinn breiddi vel úr sér og varði skotið. Staðan markalaus í hálfleik.
Á fyrstu mínútu seinni hálfleiks þurfti Alisson svo að verja fast skot frá Sarr þegar sá síðarnefndi var að sleppa í gegn. Okkar menn náðu upp betra spili í einhvern smá tíma en svo má kannski segja að hið óumflýjanlega hafi gerst. Watford fengu innkast vinstra megin út við endalínu og löngum bolta var kastað inná teiginn. Þar náði Lovren ekki að skalla frá, Doucoure náði boltanum, sendi fyrir markið þar sem Sarr var mættur og setti boltann í netið. Sex mínútum síðar, nánar tiltekið á 60. mínútu var Sarr aftur búinn að skora. Boltinn var á vallarhelmingi Watford úti við hliðarlínu hægra megin og rúllaði með línunni. Deeney var fyrstur til að átta sig á sendi boltann rakleiðis innfyrir þar sem Sarr var kominn einn í gegn og lyfti boltanum yfir Alisson í markinu.
Sóknarleikur Liverpool manna var eins og áður sagði arfaslakur og ekki hægt að nefna eitt færi sem féll þeim í skaut. Watford menn voru ekki hættir og 18 mínútum fyrir leikslok rak Deeney síðasta naglann í kistuna þegar hann skoraði með skoti frá vinstra vítateigshorni. Markið kom eftir slaka sendingu frá Alexander-Arnold inná teiginn, Sarr náði boltanum, Alisson var kominn langt út og kom ekki neinum vörnum við þegar Sarr renndi boltanum á Deeney sem skoraði.
Lokatölur 3-0 og fyrsta tap okkar manna í deildinni staðreynd.
Watford: Foster, Femenía, Kabasele, Cathcart, Masina, Hughes, Capoue, Sarr (Pussetto, 82. mín.), Doucouré (Chalobah, 89. mín.), Deulofeu (Pereyra, 37. mín.), Deeney. Ónotaðir varamenn: Gomes, Dawson, Gray, Welbeck.
Mörk Watford: Ismaïla Sarr (54. og 60. mín.) og Troy Deeney (72. mín.).
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Lovren, van Dijk, Robertson, Oxlade-Chamberlain (Origi, 65. mín.), Fabinho, Wijnaldum (Lallana, 61. mín.), Salah, Firmino (Minamino, 79. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Adrián, Matip, Hoever, Jones.
Áhorfendur á Vicarage Road: 21.634.
Maður leiksins: Stundum er erfitt að velja mann leiksins vegna þess að margir leikmenn koma til greina en það er ákkúrat öfugt núna. Það er varla hægt að segja að einn leikmaður hafi staðið uppúr en Alisson fær nafnbótina að þessu sinni. Hann gat lítið gert í þessum mörkum sem hann fékk á sig og varði ágætlega þegar á þurfti að halda.
Jürgen Klopp: ,,Þeir gerðu ákkúrat það sem þeir vildu gera, við gerðum ekkert af því sem við vildum gera. Þannig virkar fótbolti. Við verðum að sætta okkur við þetta, það er kannski ekki svo auðvelt, en úrslitin sönnuðu að við vorum ekki nógu góðir. Það er alltaf erfitt að horfast í augu við þá staðreynd. Ef við vinnum leik þá er það fínt, ef við töpum þá reynum við að gera það eins og menn."
Fróðleikur:
- Þetta var fyrsti tapleikur Liverpool í deildinni síðan í janúar 2019.
- Liverpool hafði unnið 18 deildarleiki í röð (metjöfnun við Manchester City) og ekki tapað deildarleik í 44 leikjum í röð.
- Í fyrsta sinn síðan í mars 2019 tókst okkar mönnum ekki að skora í deildarleik.
- Í síðustu tveim leikjum hefur Liverpool fengið á sig jafn mörg mörk (5) og síðustu 14 leikjum þar á undan.
- Liverpool átti aðeins eitt skot á mark í leiknum en það gerðist síðast í markalausu jafntefli gegn Manchester United á útivelli í febrúar 2019.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan