| HI
TIL BAKA
Lovren: Við skömmuðumst okkar
Dejan Lovren, sem leysti Joe Gomez af í miðri vörninni í tapinu gegn Watford, segir alla leikmenn hafa verið miður sín eftir leikinn, einkum yfir eigin frammistöðu. Lovren var af mörgum tekinn sérstaklega út sem blóraböggull fyrir tapið, en hann var langt í frá sá eini sem skilaði dapri frammistöðu í þessum leik.
Lovren var í það minnsta ekki að afsaka neitt í samtölum við fjölmiðla. „Þetta var skrítið, satt að segja. Þetta er virkilega sárt. Tap er tap, en þetta var mjög skrítið. Það sem við höfum vanalega haft til að bera í leikjum vantaði frá upphafi til enda. Við áttum skilið að tapa. Kannski er þetta ákveðin vakning fyrir okkur.
Þegar við horfum á síðustu leiki h0fum við náð úrslitum og náð þeirri frammistöðu sem við þurftum. Ég held að þetta sé góð áminning fyrir alla. Ég er ekki að segja að þetta hafi verið gott, en þetta getur hjálpað okkur að gera það sem þarf þangað til tímabilinu lýkur. Við þurfum að muna hvernig hlutirnir eiga að vera. Jú, við erum að nálgast takmarkið en með þessari frammistöðu áttum við ekkert skilið.“
Lovren lýsti einnig stemningunni í búningsklefanum eftir leikinn. „Stjórinn horfði á okkur þegar hann kom í búningsklefann og hann vissi að þetta hafði ekki verið okkar besta frammistaða. Við skömmuðumst okkar dálítið. Við hefðum átt að gera betur. Það er engin afsökun fyrir þessari frammistöðu.“
Lovren var í það minnsta ekki að afsaka neitt í samtölum við fjölmiðla. „Þetta var skrítið, satt að segja. Þetta er virkilega sárt. Tap er tap, en þetta var mjög skrítið. Það sem við höfum vanalega haft til að bera í leikjum vantaði frá upphafi til enda. Við áttum skilið að tapa. Kannski er þetta ákveðin vakning fyrir okkur.
Þegar við horfum á síðustu leiki h0fum við náð úrslitum og náð þeirri frammistöðu sem við þurftum. Ég held að þetta sé góð áminning fyrir alla. Ég er ekki að segja að þetta hafi verið gott, en þetta getur hjálpað okkur að gera það sem þarf þangað til tímabilinu lýkur. Við þurfum að muna hvernig hlutirnir eiga að vera. Jú, við erum að nálgast takmarkið en með þessari frammistöðu áttum við ekkert skilið.“
Lovren lýsti einnig stemningunni í búningsklefanum eftir leikinn. „Stjórinn horfði á okkur þegar hann kom í búningsklefann og hann vissi að þetta hafði ekki verið okkar besta frammistaða. Við skömmuðumst okkar dálítið. Við hefðum átt að gera betur. Það er engin afsökun fyrir þessari frammistöðu.“
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan