| HI
Markvörðurinn Alisson Becker verður ekki með gegn Bornemouth á morgun vegna vöðvameiðsla í mjöðm. Hann varð fyrir þessum meiðslum á æfingu fyrir bikarleikinn gegn Chelsea.
Jürgen Klopp staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. „Því miður er Ali frá. Hann lenti í smá atviki á æfingunni. Við héldum að þetta væri ekkert alvarlegt og það var ljóst að hann myndi ekki spila Chelsea-leikinn, planið var alltaf að hann yrði á bekknum. Við vildum ekki taka neina sénsa svo að hann var ekki í hóp í þeim leik.
Hann fór svo í myndatöku daginn eftir og þar kom eitthvað í ljós. Þannig að hann verður ekki með. Við sjáum til hvernig staðan verður í næstu viku.“
Þegar Klopp var spurður nánar um hvernig meiðslin voru sagði hann. „Þetta eru smávægileg meiðsl í litlum vöðva við mjöðmina. Þið blaðamenn gætuð unnið ykkar vinnu með þessi meiðslu en það gegnir aðeins öðru máli um atvinnumarkmann.“
Þegar enn frekar var ýtt á hann sagði Klopp að Alisson yrði frá í viku, sem þýðir að hann missir einnig af meistaradeildarleiknum gegn Atletico Madrid á miðvikudag. Óljóst væri hvort hann næði grannaslagnum geng Everton eftir rúma viku.
Klopp sagði jafnframt að Naby Keita væri farinn að æfa aftur. Jordan Henderson er enn frá en stefnt er að því að hann verði orðinn heill fyrir leikinn gegn Atletico. Xherdan Shaqiri er enn meiddur.
TIL BAKA
Alisson frá í viku

Jürgen Klopp staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. „Því miður er Ali frá. Hann lenti í smá atviki á æfingunni. Við héldum að þetta væri ekkert alvarlegt og það var ljóst að hann myndi ekki spila Chelsea-leikinn, planið var alltaf að hann yrði á bekknum. Við vildum ekki taka neina sénsa svo að hann var ekki í hóp í þeim leik.
Hann fór svo í myndatöku daginn eftir og þar kom eitthvað í ljós. Þannig að hann verður ekki með. Við sjáum til hvernig staðan verður í næstu viku.“
Þegar Klopp var spurður nánar um hvernig meiðslin voru sagði hann. „Þetta eru smávægileg meiðsl í litlum vöðva við mjöðmina. Þið blaðamenn gætuð unnið ykkar vinnu með þessi meiðslu en það gegnir aðeins öðru máli um atvinnumarkmann.“
Þegar enn frekar var ýtt á hann sagði Klopp að Alisson yrði frá í viku, sem þýðir að hann missir einnig af meistaradeildarleiknum gegn Atletico Madrid á miðvikudag. Óljóst væri hvort hann næði grannaslagnum geng Everton eftir rúma viku.
Klopp sagði jafnframt að Naby Keita væri farinn að æfa aftur. Jordan Henderson er enn frá en stefnt er að því að hann verði orðinn heill fyrir leikinn gegn Atletico. Xherdan Shaqiri er enn meiddur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna -
| Sf. Gutt
Jafntefli í síðasta leiknum!
Fréttageymslan