| Sf. Gutt
Ungliðinn Harvey Elliott hefur einsett sér að ná eins langt og mögulegt er. Harvey hefur haldið með Liverpool frá því hann var lítill. Hann stefnir að því að vinna allt sem er í boði með uppáhaldsliðinu sínu og verða goðsögn eins og Steven Gerrard.
,,Ég vil vinna allt með þessu félagi. Ég stefni á að verða eins og Steven Gerrard. Vera álíka goðsögn og hann. Vinna Úrvalsdeildina og Meistaradeildina hjá þessu ótrúlega félagi. Ég vil leggja mig allan fram á hvern þann hátt sem ég get til að hjálpa félaginu til að vinna þessa titla!"
Harvey er nú þegar kominn með tvo titla á stuttum ferli sínum hjá Liverpool. Hann var í aðalliðshópi Liverpool fyrir úrslitaleikina um Stórbikarinn og Heimsmeistarakeppni félagsliða og fékk verðlaunapeninga!
Harvey, sem er nýorðinn 17 ára, segir tvo reyndustu leikmenn Liverpool frábærar fyrirmyndir. Hér nefnir hann þá James Milner og Adam Lallana til sögunnar.
,,Þessir tveir leggja sig alltaf alla fram jafnt á æfingum og í líkamsræktarsalnum. Þeir eru fagmenn fram í fingurgóma. Þetta gildir svo sem um alla í liðinu en þessir tveir eru alltaf komnir í líkamsræktarsalinn einum og hálfum tíma fyrir æfingar. Þeir leggja alltaf eitthvað aukalega á sig."
,,Milly leikur stórt hlutverk í liðinu og ekki bara aðalliðinu. Hann hefur líka verið mikilvægur fyrir okkur ungu leikmennina þegar hann hefur spilað með okkur í Carabao bikarnum. Við lítum mjög upp til hans. Við ungliðarnir lærum svo mikið af honum þegar hann er í kringum okkur. Hann er alltaf að gefa góð ráð og vill að við tökum framförum. Hann hvetur okkur áfram og vill okkur allt það besta."
Það verður spennandi að sjá hversu langt Harvey Elliott nær. Hann er í það minnsta einn efnilegasti leikmaður Englands í sínum aldursflokki.
TIL BAKA
Vill verða goðsögn eins og Steven Gerrard!
Ungliðinn Harvey Elliott hefur einsett sér að ná eins langt og mögulegt er. Harvey hefur haldið með Liverpool frá því hann var lítill. Hann stefnir að því að vinna allt sem er í boði með uppáhaldsliðinu sínu og verða goðsögn eins og Steven Gerrard.
,,Ég vil vinna allt með þessu félagi. Ég stefni á að verða eins og Steven Gerrard. Vera álíka goðsögn og hann. Vinna Úrvalsdeildina og Meistaradeildina hjá þessu ótrúlega félagi. Ég vil leggja mig allan fram á hvern þann hátt sem ég get til að hjálpa félaginu til að vinna þessa titla!"
Harvey er nú þegar kominn með tvo titla á stuttum ferli sínum hjá Liverpool. Hann var í aðalliðshópi Liverpool fyrir úrslitaleikina um Stórbikarinn og Heimsmeistarakeppni félagsliða og fékk verðlaunapeninga!
Harvey, sem er nýorðinn 17 ára, segir tvo reyndustu leikmenn Liverpool frábærar fyrirmyndir. Hér nefnir hann þá James Milner og Adam Lallana til sögunnar.
,,Þessir tveir leggja sig alltaf alla fram jafnt á æfingum og í líkamsræktarsalnum. Þeir eru fagmenn fram í fingurgóma. Þetta gildir svo sem um alla í liðinu en þessir tveir eru alltaf komnir í líkamsræktarsalinn einum og hálfum tíma fyrir æfingar. Þeir leggja alltaf eitthvað aukalega á sig."
,,Milly leikur stórt hlutverk í liðinu og ekki bara aðalliðinu. Hann hefur líka verið mikilvægur fyrir okkur ungu leikmennina þegar hann hefur spilað með okkur í Carabao bikarnum. Við lítum mjög upp til hans. Við ungliðarnir lærum svo mikið af honum þegar hann er í kringum okkur. Hann er alltaf að gefa góð ráð og vill að við tökum framförum. Hann hvetur okkur áfram og vill okkur allt það besta."
Það verður spennandi að sjá hversu langt Harvey Elliott nær. Hann er í það minnsta einn efnilegasti leikmaður Englands í sínum aldursflokki.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan