| HI
Það birtast reglulega fréttir af því að framtíð Divock Origi hjá Liverpool sé í óvissu. Sjálfur vill hann hins vegar vera áfram hjá félaginu og þróast frekar sem leikmaður.
Framlag Origi á síðasta tímabili var gríðarlega mikilvægt, nokkuð sem margir bjuggust ekki við áður en tímabilið hófst. Nægir þar að nefna fjórða mark Liverpool gegn Barcelona á Anfield sem kom liðinu í úrslitaleik meistaradeildarinnar, sem og markið sem innsiglaði sigurinn í úrslitaleiknum sjálfum á móti Tottenham. Eftir tímabilið skrifaði hann undir langtímasamning við Liverpool.
Origi ræddi framtíð sína í viðtali við belgíska blaðið Het Laatste Nieuws. Þar sagðist hann vilja halda áfram að bæta sig sem leikmaður hjá Liverpool. „Ég er betri leikmaður en á síðasta tímabili. Klopp hefur gefið mér rými til að þróast. Ég hlusta alltaf á undirmeðvitundina hjá mér og held áfram að vinna. Við höfum rætt við Liverpool og erum á góðri leið. Ég vil bara verða betri leikmaður hér.“
Origi var vonsvikin með að gera þurfti hlé á deildinni vegna Covid 19 faraldursins, þar sem honum fannst sér hafa gengið vel. En markið hans í úrslitaleik meistaradeildarinnar hafi hjálpað þar til. „Þetta tengdi mið við stuðningsmennina. Ég sá svipinn á þeim. Það er erfitt að útskýra þessa tilfinningu. Andy Robertsson stökk upp á bakið á mér, og svo fylgdu Fabinho og Virgil. Ótrúlegt. Því lengra sem líður því meira nýt ég atviksins. Þetta er eins og með vínin - það þroskast með tímanum.“
TIL BAKA
Origi vill vera áfram í Liverpool

Framlag Origi á síðasta tímabili var gríðarlega mikilvægt, nokkuð sem margir bjuggust ekki við áður en tímabilið hófst. Nægir þar að nefna fjórða mark Liverpool gegn Barcelona á Anfield sem kom liðinu í úrslitaleik meistaradeildarinnar, sem og markið sem innsiglaði sigurinn í úrslitaleiknum sjálfum á móti Tottenham. Eftir tímabilið skrifaði hann undir langtímasamning við Liverpool.
Origi ræddi framtíð sína í viðtali við belgíska blaðið Het Laatste Nieuws. Þar sagðist hann vilja halda áfram að bæta sig sem leikmaður hjá Liverpool. „Ég er betri leikmaður en á síðasta tímabili. Klopp hefur gefið mér rými til að þróast. Ég hlusta alltaf á undirmeðvitundina hjá mér og held áfram að vinna. Við höfum rætt við Liverpool og erum á góðri leið. Ég vil bara verða betri leikmaður hér.“
Origi var vonsvikin með að gera þurfti hlé á deildinni vegna Covid 19 faraldursins, þar sem honum fannst sér hafa gengið vel. En markið hans í úrslitaleik meistaradeildarinnar hafi hjálpað þar til. „Þetta tengdi mið við stuðningsmennina. Ég sá svipinn á þeim. Það er erfitt að útskýra þessa tilfinningu. Andy Robertsson stökk upp á bakið á mér, og svo fylgdu Fabinho og Virgil. Ótrúlegt. Því lengra sem líður því meira nýt ég atviksins. Þetta er eins og með vínin - það þroskast með tímanum.“
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan