| HI

Origi vill vera áfram í Liverpool

Það birtast reglulega fréttir af því að framtíð Divock Origi hjá Liverpool sé í óvissu. Sjálfur vill hann hins vegar vera áfram hjá félaginu og þróast frekar sem leikmaður.

Framlag Origi á síðasta tímabili var gríðarlega mikilvægt, nokkuð sem margir bjuggust ekki við áður en tímabilið hófst. Nægir þar að nefna fjórða mark Liverpool gegn Barcelona á Anfield sem kom liðinu í úrslitaleik meistaradeildarinnar, sem og markið sem innsiglaði sigurinn í úrslitaleiknum sjálfum á móti Tottenham. Eftir tímabilið skrifaði hann undir langtímasamning við Liverpool.

Origi ræddi framtíð sína í viðtali við belgíska blaðið Het Laatste Nieuws. Þar sagðist hann vilja halda áfram að bæta sig sem leikmaður hjá Liverpool. „Ég er betri leikmaður en á síðasta tímabili. Klopp hefur gefið mér rými til að þróast. Ég hlusta alltaf á undirmeðvitundina hjá mér og held áfram að vinna. Við höfum rætt við Liverpool og erum á góðri leið. Ég vil bara verða betri leikmaður hér.“

Origi var vonsvikin með að gera þurfti hlé á deildinni vegna Covid 19 faraldursins, þar sem honum fannst sér hafa gengið vel. En markið hans í úrslitaleik meistaradeildarinnar hafi hjálpað þar til. „Þetta tengdi mið við stuðningsmennina. Ég sá svipinn á þeim. Það er erfitt að útskýra þessa tilfinningu. Andy Robertsson stökk upp á bakið á mér, og svo fylgdu Fabinho og Virgil. Ótrúlegt. Því lengra sem líður því meira nýt ég atviksins. Þetta er eins og með vínin - það þroskast með tímanum.“
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan