| Sf. Gutt

Simon Mignolet meistari


Simon Mignolet varð fyrsti leikmaður Liverpool, sem hóf leiktíðina hjá félaginu, til að verða landsmeistari! Simon yfirgaf Liverpool í ágúst og gekk til liðs við Club Brugge í Belgíu. Þar hefur hann staðið sig frábærlega og var til að mynda kostinn besti markmaður deildarinnar fyrir árið 2019. 

Club Brugge var langefst í deildinni þegar keppni var hætt vegna faraldursins. Liðið var 15 stigum á undan Gent. Keppni í deildinni var aflýst í apríl en staðfesting á lokum hennar var ekki birt fyrr en nú. Þetta er 16 Belgíutitill  Club Brugge og sá þriðji á síðustu fimm árum. 


Simon Mignolet hóf ferilinn með Sint-Truiden, þar sem hann fæddist, í Belgíu áður en hann fór til Sunderland 2010. Hann gekk svo til liðs við Liverpool sumarið 2014. Hann lék 204 leiki með Liverpool. Simon var í meistaraliðshópi Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Hann var einu sinni í liðshópi Liverpool á þessu keppnistímabili. Það var í Skjaldarleiknum gegn Manchester City. 


Sem fyrr segir fæddist Simon í Sint-Truiden. Þegar faraldurinn var sem verstur gaf Simon sjúkrahúsinu í borginni spjaldtölvur svo sjúklingar gætu talað við fólkið sitt sem gat ekki heimsótt ástvini sína. Simon sagði að hann vildi hjálpa til því sonur hans hefði fæðst á sjúkrahúsinu og eins hefði móðir hans verið þar nýlega eftir aðgerð sem hún þurfti að fara í. Fallegt gert hjá Simon!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan