| Sf. Gutt
Simon Mignolet varð fyrsti leikmaður Liverpool, sem hóf leiktíðina hjá félaginu, til að verða landsmeistari! Simon yfirgaf Liverpool í ágúst og gekk til liðs við Club Brugge í Belgíu. Þar hefur hann staðið sig frábærlega og var til að mynda kostinn besti markmaður deildarinnar fyrir árið 2019.
Club Brugge var langefst í deildinni þegar keppni var hætt vegna faraldursins. Liðið var 15 stigum á undan Gent. Keppni í deildinni var aflýst í apríl en staðfesting á lokum hennar var ekki birt fyrr en nú. Þetta er 16 Belgíutitill Club Brugge og sá þriðji á síðustu fimm árum.
Simon Mignolet hóf ferilinn með Sint-Truiden, þar sem hann fæddist, í Belgíu áður en hann fór til Sunderland 2010. Hann gekk svo til liðs við Liverpool sumarið 2014. Hann lék 204 leiki með Liverpool. Simon var í meistaraliðshópi Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Hann var einu sinni í liðshópi Liverpool á þessu keppnistímabili. Það var í Skjaldarleiknum gegn Manchester City.
Sem fyrr segir fæddist Simon í Sint-Truiden. Þegar faraldurinn var sem verstur gaf Simon sjúkrahúsinu í borginni spjaldtölvur svo sjúklingar gætu talað við fólkið sitt sem gat ekki heimsótt ástvini sína. Simon sagði að hann vildi hjálpa til því sonur hans hefði fæðst á sjúkrahúsinu og eins hefði móðir hans verið þar nýlega eftir aðgerð sem hún þurfti að fara í. Fallegt gert hjá Simon!
TIL BAKA
Simon Mignolet meistari

Simon Mignolet varð fyrsti leikmaður Liverpool, sem hóf leiktíðina hjá félaginu, til að verða landsmeistari! Simon yfirgaf Liverpool í ágúst og gekk til liðs við Club Brugge í Belgíu. Þar hefur hann staðið sig frábærlega og var til að mynda kostinn besti markmaður deildarinnar fyrir árið 2019.
Club Brugge var langefst í deildinni þegar keppni var hætt vegna faraldursins. Liðið var 15 stigum á undan Gent. Keppni í deildinni var aflýst í apríl en staðfesting á lokum hennar var ekki birt fyrr en nú. Þetta er 16 Belgíutitill Club Brugge og sá þriðji á síðustu fimm árum.

Simon Mignolet hóf ferilinn með Sint-Truiden, þar sem hann fæddist, í Belgíu áður en hann fór til Sunderland 2010. Hann gekk svo til liðs við Liverpool sumarið 2014. Hann lék 204 leiki með Liverpool. Simon var í meistaraliðshópi Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Hann var einu sinni í liðshópi Liverpool á þessu keppnistímabili. Það var í Skjaldarleiknum gegn Manchester City.

Sem fyrr segir fæddist Simon í Sint-Truiden. Þegar faraldurinn var sem verstur gaf Simon sjúkrahúsinu í borginni spjaldtölvur svo sjúklingar gætu talað við fólkið sitt sem gat ekki heimsótt ástvini sína. Simon sagði að hann vildi hjálpa til því sonur hans hefði fæðst á sjúkrahúsinu og eins hefði móðir hans verið þar nýlega eftir aðgerð sem hún þurfti að fara í. Fallegt gert hjá Simon!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar!
Fréttageymslan