| Sf. Gutt
Andrew Robertson er í skýjunum eins og aðrir leikmenn Liverpool. Þeir eru byrjaðir að æfa á Melwood og það er staður sem þeir höfðu saknað mikið í hléinu sem varð að gera vegna heimsfaraldursins.
,,Það besta við að að vera kominn aftur til baka er að hitta strákana og starfsfólkið. Sama þó æfingar séu bara í litlum hópum. Ég hef alltaf sagt að Melwood sé heimili okkar að heiman. Við erum svo mikið þar og við söknuðum staðarins sárlega. Okkur langaði að komast aftur út á völl, spila knattspyrnu og til lánsins þá er það nú hægt."
,,Það hefur verið margs að sakna en nú erum við brosandi út að eyrum því við erum komnir til verka á nýjan leik. Svo er mikils virði að hitta alla aftur því við höfum verið nánir síðustu árin. Það er frábært að sjá alla á nýjan leik og spjalla saman. Það er engu líkt að taka boltana fram. Það er ekki það sama að æfa sig með bolta í garðinum heima. Hér er alltaf gott að vera. Vonandi getum við núna haldið okkar striki og allir óska þess að það styttist í fyrsta leikinn í Úrvalsdeildinni."
Búið er að dagsetja endurræsingu ensku knattspyrnunnar. Það ríkir mikil eftirvænting meðal stuðningsmanna Liverpool því liðið þeirra er aðeins sex stigum frá 18. Englandsmeistaratitli félagsins.
,,Ef við náum að klára verkefnið getum við vonandi fagnað titlinum. Það verður gert þegar rétti tíminn til þess kemur. Í bili er ekki annað á dagskrá en að halda einbeitingunni því við vitum að við þurfum að vinna leiki. Sama við hverja leikirnir eru og hvenær þeir verða spilaðir. Það eitt liggur fyrir svo að við getum náð titlinum í höfn til félagsins!"
Þetta styttist allt!
TIL BAKA
Höfum saknað Melwood
Andrew Robertson er í skýjunum eins og aðrir leikmenn Liverpool. Þeir eru byrjaðir að æfa á Melwood og það er staður sem þeir höfðu saknað mikið í hléinu sem varð að gera vegna heimsfaraldursins.
,,Það besta við að að vera kominn aftur til baka er að hitta strákana og starfsfólkið. Sama þó æfingar séu bara í litlum hópum. Ég hef alltaf sagt að Melwood sé heimili okkar að heiman. Við erum svo mikið þar og við söknuðum staðarins sárlega. Okkur langaði að komast aftur út á völl, spila knattspyrnu og til lánsins þá er það nú hægt."
,,Það hefur verið margs að sakna en nú erum við brosandi út að eyrum því við erum komnir til verka á nýjan leik. Svo er mikils virði að hitta alla aftur því við höfum verið nánir síðustu árin. Það er frábært að sjá alla á nýjan leik og spjalla saman. Það er engu líkt að taka boltana fram. Það er ekki það sama að æfa sig með bolta í garðinum heima. Hér er alltaf gott að vera. Vonandi getum við núna haldið okkar striki og allir óska þess að það styttist í fyrsta leikinn í Úrvalsdeildinni."
Búið er að dagsetja endurræsingu ensku knattspyrnunnar. Það ríkir mikil eftirvænting meðal stuðningsmanna Liverpool því liðið þeirra er aðeins sex stigum frá 18. Englandsmeistaratitli félagsins.
,,Ef við náum að klára verkefnið getum við vonandi fagnað titlinum. Það verður gert þegar rétti tíminn til þess kemur. Í bili er ekki annað á dagskrá en að halda einbeitingunni því við vitum að við þurfum að vinna leiki. Sama við hverja leikirnir eru og hvenær þeir verða spilaðir. Það eitt liggur fyrir svo að við getum náð titlinum í höfn til félagsins!"
Þetta styttist allt!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan