| Sf. Gutt
Fyrir fimm árum gekk James Milner til liðs við Liverpool á frjálsri sölu frá Manchester City. Hann hefur reynst sannkallaður happafengur fyrir Liverpool, leikið lykilhlutverk innan vallar sem utan og átt stóran þátt í velgengni Liverpool síðustu keppnistímabil!
Það reiknuðu trúlega margir með því að það væri farið að halla undan fæti hjá James þegar hann kom til Liverpool. Svo spurðu margir sig af hverju hann veldi Liverpool sem hafði verið í vandræðum leiktíðina á undan. En Brendan Rodgers sannfærði James um að Liverpool væri rétta liðið fyrir hann á þessum tímapunkti. James hafði verið leikið fimm leiktíðir með City og orðið tvívegis enskur meistari, einu sinni FA bikarmeistari, einu sinni Deildarbikarmeistari og einu sinni Skjaldarhafi. James var alls ekki neitt á þeim buxunum að slaka á og stefndi á að stækka verðlaunasafn sitt hjá Liverpool. Það hefur gengið eftir!
James varð Evrópumeistari með Liverpool fyrir ári og bætti Stórbikar Evrópu og heimsbikar félagsliða í safnið á þessu keppnistímabili. Hann er búinn að spila 210 leiki með Liverpool, skora 26 mörk og leggja upp 39. Gerir aðrir betur!
James skrifaði þetta á Instagram síðu sína í dag. ,,Fimm ótrúleg ár hjá @liverpoolfc - hlakka til næstu fimm ára :) #YNWA" Það er auðvelt að taka undir þetta!
James er í miklu dálæti hjá Jürgen Klopp og hefur sagt hann fæddan leiðtoga. Þjóðverjinn sagði þetta eftir Evrópubikarsigurinn í fyrra. ,,Án leikmanna eins og Milly er svo til vonlaust að njóta velgengni í knattspyrnu!" Það er mikið til í þessu og sem fyrr segir þá er James búinn að leika lykilhlutverk hjá Liverpool. Það kom ekki á óvart að hann skyldi fá nýjan samning við Liverpool í vetur.
- Í desember 2018 á móti Bournemouth lék James sinn 500. deildarleik. Þá hafði hann skorað 51 mark og lagt upp 80!
- James hefur aldrei verið í tapliði í deildarleik þegar hann hefur skorað.
- Á leiktíðinni 2017/18 setti James met í Meistaradeildinni yfir stoðsendingar. Hann lagði þá upp níu mörk af þeim 47 sem Liverpool skoraði. Sá markafjöldi Liverpool er met á einni leiktíð í Meistaradeildinni.
TIL BAKA
Fimm ára afmæli
Fyrir fimm árum gekk James Milner til liðs við Liverpool á frjálsri sölu frá Manchester City. Hann hefur reynst sannkallaður happafengur fyrir Liverpool, leikið lykilhlutverk innan vallar sem utan og átt stóran þátt í velgengni Liverpool síðustu keppnistímabil!
Það reiknuðu trúlega margir með því að það væri farið að halla undan fæti hjá James þegar hann kom til Liverpool. Svo spurðu margir sig af hverju hann veldi Liverpool sem hafði verið í vandræðum leiktíðina á undan. En Brendan Rodgers sannfærði James um að Liverpool væri rétta liðið fyrir hann á þessum tímapunkti. James hafði verið leikið fimm leiktíðir með City og orðið tvívegis enskur meistari, einu sinni FA bikarmeistari, einu sinni Deildarbikarmeistari og einu sinni Skjaldarhafi. James var alls ekki neitt á þeim buxunum að slaka á og stefndi á að stækka verðlaunasafn sitt hjá Liverpool. Það hefur gengið eftir!
James varð Evrópumeistari með Liverpool fyrir ári og bætti Stórbikar Evrópu og heimsbikar félagsliða í safnið á þessu keppnistímabili. Hann er búinn að spila 210 leiki með Liverpool, skora 26 mörk og leggja upp 39. Gerir aðrir betur!
James skrifaði þetta á Instagram síðu sína í dag. ,,Fimm ótrúleg ár hjá @liverpoolfc - hlakka til næstu fimm ára :) #YNWA" Það er auðvelt að taka undir þetta!
James er í miklu dálæti hjá Jürgen Klopp og hefur sagt hann fæddan leiðtoga. Þjóðverjinn sagði þetta eftir Evrópubikarsigurinn í fyrra. ,,Án leikmanna eins og Milly er svo til vonlaust að njóta velgengni í knattspyrnu!" Það er mikið til í þessu og sem fyrr segir þá er James búinn að leika lykilhlutverk hjá Liverpool. Það kom ekki á óvart að hann skyldi fá nýjan samning við Liverpool í vetur.
- Í desember 2018 á móti Bournemouth lék James sinn 500. deildarleik. Þá hafði hann skorað 51 mark og lagt upp 80!
- James hefur aldrei verið í tapliði í deildarleik þegar hann hefur skorað.
- Á leiktíðinni 2017/18 setti James met í Meistaradeildinni yfir stoðsendingar. Hann lagði þá upp níu mörk af þeim 47 sem Liverpool skoraði. Sá markafjöldi Liverpool er met á einni leiktíð í Meistaradeildinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan