| Sf. Gutt
Curtis Jones er búinn að fá nýjan samning við Liverpool. Hann er einn efnilegasti leikmaður félagsins og er búinn að sýna góð tilþrif á leiktíðinni.
Curtis er borinn og barnfæddur í Liverpool. Hann hefur haldið með Liverpool frá fæðingu og byrjaði að æfa hjá félaginu þegar hann var níu ára. Hann hefur verið lykilmaður í yngri liðum Liverpool síðustu árin og lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu í janúar í fyrra. Á þessari leiktíð varð hann yngsti fyrirliði í sögu Liverpool og skoraði stórglæsilegt sigurmark á móti Everton í FA bikarnum í janúar. Þegar hér er komið við sögu hefur hann leikið tíu leiki og skorað þrjú mörk.
Curtis er bara 19 ára. Það er ekki vafi á því að hann er mikið efni og gæti náð langt.
Curtis var í liðshópi Liverpool sem vann Heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann er því komin með einn titil á ferli sínum hjá Liverpool.
TIL BAKA
Curtis Jones fær nýjan samning
Curtis Jones er búinn að fá nýjan samning við Liverpool. Hann er einn efnilegasti leikmaður félagsins og er búinn að sýna góð tilþrif á leiktíðinni.
Curtis er borinn og barnfæddur í Liverpool. Hann hefur haldið með Liverpool frá fæðingu og byrjaði að æfa hjá félaginu þegar hann var níu ára. Hann hefur verið lykilmaður í yngri liðum Liverpool síðustu árin og lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu í janúar í fyrra. Á þessari leiktíð varð hann yngsti fyrirliði í sögu Liverpool og skoraði stórglæsilegt sigurmark á móti Everton í FA bikarnum í janúar. Þegar hér er komið við sögu hefur hann leikið tíu leiki og skorað þrjú mörk.
Curtis er bara 19 ára. Það er ekki vafi á því að hann er mikið efni og gæti náð langt.
Curtis var í liðshópi Liverpool sem vann Heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann er því komin með einn titil á ferli sínum hjá Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan