| Sf. Gutt
Curtis Jones er búinn að fá nýjan samning við Liverpool. Hann er einn efnilegasti leikmaður félagsins og er búinn að sýna góð tilþrif á leiktíðinni.
Curtis er borinn og barnfæddur í Liverpool. Hann hefur haldið með Liverpool frá fæðingu og byrjaði að æfa hjá félaginu þegar hann var níu ára. Hann hefur verið lykilmaður í yngri liðum Liverpool síðustu árin og lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu í janúar í fyrra. Á þessari leiktíð varð hann yngsti fyrirliði í sögu Liverpool og skoraði stórglæsilegt sigurmark á móti Everton í FA bikarnum í janúar. Þegar hér er komið við sögu hefur hann leikið tíu leiki og skorað þrjú mörk.
Curtis er bara 19 ára. Það er ekki vafi á því að hann er mikið efni og gæti náð langt.
Curtis var í liðshópi Liverpool sem vann Heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann er því komin með einn titil á ferli sínum hjá Liverpool.
TIL BAKA
Curtis Jones fær nýjan samning

Curtis Jones er búinn að fá nýjan samning við Liverpool. Hann er einn efnilegasti leikmaður félagsins og er búinn að sýna góð tilþrif á leiktíðinni.

Curtis er borinn og barnfæddur í Liverpool. Hann hefur haldið með Liverpool frá fæðingu og byrjaði að æfa hjá félaginu þegar hann var níu ára. Hann hefur verið lykilmaður í yngri liðum Liverpool síðustu árin og lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu í janúar í fyrra. Á þessari leiktíð varð hann yngsti fyrirliði í sögu Liverpool og skoraði stórglæsilegt sigurmark á móti Everton í FA bikarnum í janúar. Þegar hér er komið við sögu hefur hann leikið tíu leiki og skorað þrjú mörk.
Curtis er bara 19 ára. Það er ekki vafi á því að hann er mikið efni og gæti náð langt.
Curtis var í liðshópi Liverpool sem vann Heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann er því komin með einn titil á ferli sínum hjá Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna -
| Sf. Gutt
Jafntefli í síðasta leiknum!
Fréttageymslan