| Sf. Gutt
Það er nóg að gera í samningagerð hjá Liverpool þessa dagana. Harvey Elliott skrifaði í dag undir nýjan samning við Liverpool. Um er að ræða fyrsta atvinnumannasamning hans við félagið. Liverpool keypti hann frá Fulham fyrir ári og þá var hann aðeins 16 ára.
Harvey er fæddur í Chertsey sem er úthverfi London ef rétt er vitað. Þrátt fyrir það hefur hann haldið með Liverpool frá því hann var lítill. Sem fyrr segir hóf hann ferilinn hjá Fulham er er nú búinn að vera hjá Liverpool í ár. Harvey lék sinn fyrsta leik með Liverpool í fyrrahaust og er nú búinn að spila átta leiki.
Harvey er yngsti leikmaður til að spila í Úrvalsdeildinni, 16 ára og 30 daga gamall, og líka í Deildarbikarnum. Þessi met setti hann þegar hann spilaði með Fulham. Hann er yngsti leikmaður til að vera í byrjunarliði hjá Liverpool. Harvey er líka yngstur allra leikmanna Liverpool til að spila á Anfield!
Ekki leikur vafi á að Harvey er með efnilegri leikmönnum Liverpool. Reyndar á öllu Englandi ef út í það er farið.
Harvey Elliott var í liðshópi Liverpool sem vann Stórbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann er því kominn með tvo titla á ferilská sína hjá Liverpool.
TIL BAKA
Harvey Elliott fær nýjan samning
Það er nóg að gera í samningagerð hjá Liverpool þessa dagana. Harvey Elliott skrifaði í dag undir nýjan samning við Liverpool. Um er að ræða fyrsta atvinnumannasamning hans við félagið. Liverpool keypti hann frá Fulham fyrir ári og þá var hann aðeins 16 ára.
Harvey er fæddur í Chertsey sem er úthverfi London ef rétt er vitað. Þrátt fyrir það hefur hann haldið með Liverpool frá því hann var lítill. Sem fyrr segir hóf hann ferilinn hjá Fulham er er nú búinn að vera hjá Liverpool í ár. Harvey lék sinn fyrsta leik með Liverpool í fyrrahaust og er nú búinn að spila átta leiki.
Harvey er yngsti leikmaður til að spila í Úrvalsdeildinni, 16 ára og 30 daga gamall, og líka í Deildarbikarnum. Þessi met setti hann þegar hann spilaði með Fulham. Hann er yngsti leikmaður til að vera í byrjunarliði hjá Liverpool. Harvey er líka yngstur allra leikmanna Liverpool til að spila á Anfield!
Ekki leikur vafi á að Harvey er með efnilegri leikmönnum Liverpool. Reyndar á öllu Englandi ef út í það er farið.
Harvey Elliott var í liðshópi Liverpool sem vann Stórbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann er því kominn með tvo titla á ferilská sína hjá Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan