| Sf. Gutt

James þokast upp á við


Þegar James Milner kom inn á gegn Brighton færðist hann upp í fimmta sætið yfir þá leikmenn sem hafa leikið flesta leiki í Úrvalsdeildinni. 

Leikur James á móti Brighton var 536. deildarleikur James á ferli sínum. Leikina hefur hann leikið með Leeds United, Newcastle United, Aston Villa, Manchester City og Liverpool. Hann hefur að auki spilað sem lánsmaður hjá Swindon James skrifaði þetta á Instrgram síðu sína eftir leikinn við Brighton. ,,Ég er stoltur af því að hafa náð að færast upp fyrir goðsögn Leeds Gary Speed og þar með í efstu fimm sætin...vonandi á ég eftir að nokkrum leikjum til viðbótar." 

Hér að neðan eru fimm leikjahæstu leikmenn í Úrvalsdeildinni eftir að hún var stofnuð. Aftasta talan segir til um með hversu mörgum félögum leikmennirnir spiluðu í efstu deild. 



Gareth Barry 653 - 4.
Ryan Giggs 632 - 1.
Frank Lampard 609 - 3.


 
David James 572 - 5.



James Milner 536 - 5. 

James Milner lék sinn fyrsta deildarleik með Leeds United 10. nóvember 2002. Hann var þá 16 ára og 309 daga gamall. Á öðrum degi jóla sama ár varð hann yngsti leikmaður til að skora í Úrvalsdeildinni þegar Leeds vann Sunderland 2:1. Hann var þá 16 ára og 356 gamall. Nú öllum þessum árum seinna er James enn að og hvergi af baki dottinn!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan